Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
26.7.2008 | 12:33
Bévítans vesen...
Ég er í vondu skapi út í sjálfa mig núna Vegna þess að ég vaknaði klukkan 8 og var þá alveg glaðvöknuð en hvað var mín að gera, nú audda kúra meira og kom ekki upp aftur fyrr en 11:45 shitt hvað ég er reið morguninn búinn... En sem betur fer er dagurinn eftir
Annars er lítið að frétta af mér. Gerist aldrei neitt hjá mér nema vinna. Nú er Gummi að vinna á dagvakt þannig að ég og Lilla erum bara að hanga hér í dag. Ég ætla reyndar að kíkja aðeins í kaffi til Sveinu og vona að hún Svava mín sé þar líka. Svo á bara að laga til og kannski fara í smá göngu með hana Lillu mína, ekki veitir af.
Fórum smá rúnt í gær út í sveit og það var mjög gaman, leyfðum Lillu að hlaupa líka og hún var sko svo að njóta sín.
En jæja nóg um mig og mín mál. Nú koma hugrenningar mínir. ( Jú, láttu ekki svona það er gaman að heyra þá )
Sko þegar ég var lítil þá var Mamma að fara í heimsóknir og þar sem önnu börn bjuggu og alltaf var verið að reka okkur inn í herbergi en við höfðum bara svo gaman að því að vita hvað Gamla fólkið hafði að segja, Hvernig ætli þetta væri ef það myndi snúast við sem sé eldra fólkið að hlusta á börn og unglinga spjalla saman. hahahahhahahahahaah
Nei þetta er ekki búið. Það er annað sem ég er að spá. Það er ferðafólkið okkar sem koma að skoða okkar fallegu náttúru og það er ekkert annað í fréttum en að klósettin séu ekki í lagi og merkingar eru ábótavant og hvað gerir fólk??? Ja, spyr sá sem ekki veit. Eru þeir ekki að tala um að láta ferðafólkið borga til að skoða íslenskar náttúruperlur???? Þá held ég að klósett og merkingar og bara já aðstaðan ætti að vera til fyrirmyndar...
En jæja ég skal hætta þessu. En ef þið viljið heyra mínar pælingar og mitt álit á einhverju þá bara kvitta og ég svara um hæl. Finnst rosa gaman að pæla í hlutunum...
En jæja ein saga af Lillu áður en að ég fer að ljúka þessari bloggfærslu. Ég var úti með Lillu um daginn og það var svo mikill reykur hjá nágrannanum svo að ég stóð upp á steinunum sem Gumma var búin að taka undan tröppunum. ( hvað má maður ekki vera forvitinn varð bara að sjá betur) Svo leit ég niður var þá ekki Lilla komin upp á steinana líka. Hún hefur þurft að sýna að hún kynni þetta líka sko.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.7.2008 | 18:45
Heimavinnandi húsmóðir :)
Þetta er langt en ótrúlega skemmtilegt!
Fólk ætti að standa upp og hneigja sig fyrir heimaVINNANDI mæðrum! :)
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi.
Konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði: Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta,
ylja upp matinn og láta þau hátta.
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: Ég þarf að pissa.
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: Ég þarf að kúka.
Þarna var enginn einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður.
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi mönnum.
Þvílíkt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu.
En þeytast um kófsveittur skammtandi
og skeinandi, skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta.
En hún sagði: Elskan, þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera.
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur,
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna: Hamingjan sanna,
hér á að teljast bústaður manna.
Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á því væri raunin
að þau væru tvöfölduð, skipstjóralaunin.
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna.
Af daglangri reynslu hans virtist það vera
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn,
Æ, aldrei friður, nú hringir síminn.
Halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
Hvað sagði hún; að krakkarnir væru orðnir tíu?!
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.7.2008 | 22:18
Nei, Þetta er ekki svo gott...
Vorum skammaðar í dag fyrir að hafa verið of glaðar í gær fengum að vita það í dag að fólk hafi verið svo hneykslað frammi í búð yfir okkur. Og enginn skilur neitt því við fengum bara að heyra gott um þessi fíflalæti, frá kúnnum sko var bara sagt vá maður smitast bara af ykkur Gaman að sjá ykkur svona glaðar það er sko til nóg af fílupúkum sagði einn kúnni. Og mikið er ég sammála henni og það skrítna er það að þegar við hlógum hvað mest þá vorum við úti... og inn á lager. En svona er lífið man að vera í fílu næstu daga, verð það ábyggilega þar sem hitt fíflið mitt er að fara til costa del sol í næstu viku
Er að fara að vinna á Sunnudaginn og er sko ekki að nenna því :( En jæja verð glöð þegar ég fæ útborgað... Tökum bara pollyönnu á þetta.
Hjá mér gerist aldrei neitt til að tala um bara það að Gummi er búinn að vera á næturvakt alveg bara síðustu daga þannig að ég og Lilla höfum bara verið 2 í kotinu en Gummi verður í fríi á morgun þannig að ég ætla sko að reyna að kúra bara vel með honum
Skrifa meira þegar ég nenni Bæjó :) þið 2 sem lesið þetta :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2008 | 22:12
Meira hvað hægt er að rugla....
Í vinnunni ég og Gerður erum búin að fíflast geggjað mikið í dag og ég man ekki eftir að hafa hlegið svona mikið áður Vorum að hlæja af öllu bara :)
Ég er búin að vera geggjað dugleg í dag. Fór að vinna klukkan 8 en ég svaf sama og ekkert í nótt og svo var ég að vinna til klukkan 7 kom svo heim fékk mér að borða og svo tók ég upp dótið sem var á gólfinu, vaskaði upp, sópaði gólfið, skúraði gólfið og braut saman þvott og nú er ég búin að fá nóg... Langar bara upp í rúm að Hehe Gumminn að vinna og svona og ég að hlusta af you tube og læti en nenni ekki að gera neitt meira... En jæja blogga meira þegar ég er í betri stuði BÆJ'O nú eru bara 10 dagar þangað til Mamma gamla kemur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2008 | 22:28
Snilld :)
Frumefnið finnst: í sófum, á kaffihúsum, börum, bjórkrám, á öðrum endanum á vindli eða veiðistöng. Sjaldan þó nálægt börnum.
Eðlisþyngd : 70-140 kg. Og er breiðast um miðjuna.
Eðliseiginleikar : Þenst út í nálægð peninga og valds, skreppur saman í grend við ryksugu og gólfskrúbba, fuðrar upp við strokur og hól, slokknar á við umræður um
jafnrétti og kvenfrelsi. Þó ósjálfbjarga án kvenna.
Efniseiginleikar: Dregst að fokdýrum dauðum hlutum, tækjum og tólum.
Ofsafengin viðbrögð við skort á ummönnun og eftirtekt þ.e. ósjálfbjarga án kvenna.
Notkun : Nauðsynlegt ( ennþá ) til æxlunar en ekki til teljandi gagns að öðru leiti.
Hristist við notkun.
Varúð: Getur eitrað líf kvenna ef þær eru ekki á verði.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2008 | 10:18
Vöðvabólgan er að drepa mig :(
Er svo slæm í öxlunum núna :( Held það sé af því að ég hef verið framm á kassa eftir hádegi og það er bara pain in the ass og axlir líka Mér finnst að það ættu að vera betri stólar og svona þarna ég meina maður þarf að sitja þarna heilan dag eða allavega Saga við hin skiptum þessu aðeins betur á milli okkar en hvað það verður nú gott að fá Sögu aftur.
Það var alveg geggjað gaman í vinnunni í gær, ég og Gerður vorum í alveg þvílíkum flippfíling og vorum bara alveg cracy haha kann ekki að skrifa það lengur Gerður náði að bregða mér alveg þvílíkt og og Helena sátum inn á kaffistofu og vorum að spjalla og þá kom Gerður sem var úti að reykja og lamdi í gluggann og ég sko öskraði mér brá svo en Helenu brá þegar ég öskraði. Eftir þetta var ákveðið að ég hefði viku til að ná Gerði þannig að nú verður allt sett á fullt að finna ráð til að ná henni.
Annars er ekki mikið búið að gerast hjá mér. Ég er bara í fríhelgi og veit ekkert hvað á að gera. Gummi og ég ætlum að fara í Byko á eftir og svo þarf hann aðeins að fara að vinna og svo er hann líka að taka aukavakt í nótt. Þannig að ég og Lillu verðum bara að finna okkur einhvað sniðugt að gera. En jæja ætla að fara að vekja kallinn og reyna að losna við hausverkinn BÆjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2008 | 21:10
Dísa klaufi :)
1 Dagurinn í vinnunni byrjar sko ekki vel. Byrjaði á því að gera pöntun og kemst að því á morgun hvað ég klúðraði í henni. En svo fór ég yfir mjólkurkælinn og var búin að missa niður eina jógúrtdollu fyrir klukkan 9, en ég náði bara í pappír og gat þurrkað upp en svo svona 10 mín yfir 9 þá náði ég að brjóta aðra dollu og það var svona jógúrt drykkur þannig að ég varð að setja á mig skúringahanskana og ná í skúringardótið. Svo var allt með kyrrum kjörum fram að hádegi. :)
Hádegið byrjar þannig að ég fer og sest niður og bíð á meðan ketilinn hitar vatnið mitt í bollasúpuna. Og það sem var á borðinu var segulstál og ég náði að klemma skinni á fingrinum á mér á það og það var VONT. Vildi helst ekki láta neinn sjá hvað ég gerði þangað til ég sýndi Gunnhildi og hún er sko bjargvætturinn minnþví hún náði þessu af en það var líka mjög vont en samt svo gott þegar hún var búin að ná þessu af. Gunnhildur er bara æði. Hún lætur mann sko vita ef maður stendur sig vel og það er það sem maður þarf maður þarf hrós. Og auðvitað hrósa ég henni líka. Og hún líka veit svo rosalega mikið um allt. Hún minnir mig mikið á Bergný vinkonu sem maður gat spurt einhvað og hún bara svaraði. En svo gerðist ekkert meira merkvert þennan daginn.
Hjólið fékk að reyna á sig núna og líka náttla aðeins í gær þegar Gummi labbaði með það út í olís að setja loft í það og svo hjólaði ég heim. Í morgun hjólaði ég svo í vinnuna en það er svona hálf bremsulaust og mig vantar hjálm. Ekki gott hrakfallabálkur hjálmalaus á bremsulausu hjóli.
Var búin að vinna klukkan 6 og kom heim og eldaði svo gekk ég frá spjallaði svo aðeins við Dæju nágranna minn og yfirmann og fór svo heim og er bara búin að vera í tölvunni síðan.
En jæja læt þetta gott heita í bili. Blogga ekki aftur fyrr en 3 eru búnir að skrifa í athugasemdir má samt alveg vera sá sami sem skrifar hehe En jæja bæbæbæbæbbbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.7.2008 | 09:52
Afmæli :)
Hún á Afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Mamma
hún á afmæli í dag.
Hún er 60 ára í dag
hún er 60 ára í dag
hún er 60 ára hún Mamma
Hún er 60 ára í dag.
Innilega til hamingju með þennan merka áfanga elsku Mamma mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2008 | 19:07
Dettur ekkert í hug sem fyrirsögn :(
En ég er samt í smá fíling til að blogga.
Í dag vaknaði ég ekki fyrr en klukkan 12:40 og var sko mjög reið út í sjálfa mig fyrir að sofa svona en hei manni hlýtur að vera fyrigefið þar sem ég er í sumarfríi Reyndar svona mér til málsbóta þá vaknaði ég klukkan 9 hljóp upp pissaði og las svo einn kafla í bókinni minni og svo ákvað ég að kúra aðeins lengur. Ætli mér verði ekki fyrirgefið.
Við Gummi fórum í gær með Lillu upp á snjóflóðavarnagarða og leyfðum henni að hlaupa frjáls en hún var einhvað óvenju óþekk að koma inn í bíl og fór aðeins í burtu frá okkur og var einhvað að þefa. Við Gummi ákváðum að fara og setjast inn í bíl og gá hvort hún myndi ekki koma og Nei hún leit bara á okkur og það var eins og að hún væri að segja- þið mynduð ekki þora. Svo lét hann bílinn í gang og hún leit aftur á okkur en hélt svo áfram að þefa en var samt svoldið vör um sig en þegar Gummi lagði af stað ( bakkaði aðeins) þá kom hún sko hlaupandi, hún ætlaði sko ekki að vera eftir.
Klósettið á Urðarteigi er farið að leka. Þannig að ég og Gummi kíktum aðeins í byko áðan og erum farin að tala í alvöru um að taka baðherbergið í gegn. Höldum að það kosti svona 300 þús kallinn svo kannski ég búi bara til svona styrktarreikning þar sem fjölskylda og vinir geta lagt inn. Og líka þeir sem langar að gera góðverk.
Er búin að ákveða að fá vegghengt klósett og þá verður líka mun auðveldara að þrífa þarna inni
Vá, hvað maður er orðinn sjúkur ég er orðin svo væmin einhvað að um leið og dagvaktarauglýsingin byrjar þá fer ég bara að gráta.
Prinsessa Garðars og Freydísar er svo sæt. Ég er búin að búa til nafn á hana en ég ætla ekki að segja það hér þessu nafni laust í mig um leið og ég sá hana. Svo er bara að sjá hvaða nafn foreldrarnir velja það verður fallegt prinsessunafn. Ég og Gummi fengum að sitja yfir henni áðan á meðan Garðar og co skruppu aðeins og hún var svo góð grét pínu en allt var búið þegar hún fékk hreina bleiu.
Stjórnmál eru farin að fara í taugarnar á mér það er að segja ef þetta kallast stjórnmál. Sko eins og með bíómiðann þeir urðu að hækka hann úr 600 kr upp í 800 kr vegna þess að dollarinn var svo hár en þegar hann lækkaði aftur þá datt þeim sko ekki í hug að lækka hann aftur, og svona er þetta með bensínið líki, þeir eru búnir að hækka það upp úr öllu valdi og loksins þegar það kemur lækkun þá lækkar það ekki í samsvarandi og heimskaupsverð og hvað gerum við Íslendingar réttum þeim vaselinið.
Aseneth og Maríana komu heim í dag og er ég að vona að Geiri verði duglegur að taka myndir. En jæja ætla að fara að hætta þessu bulli set inn eina mynd af Á***** H**** prinsessu Garðars og Freydísar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 14:40
Dugnaðurinn í Dísu :)
Vá shitt hvað ég er dugleg Í gær þreif ég vaskinn inn á baði og í dag þreif ég klósettið hátt og lágt svo er ég búin að vera að setja í þvottavél og hengja út á snúru
Ég er bara að drepast úr dugnaði í dag og því er kannski best að reyna að halda áfram að vera svona dugleg. En nei þetta er ekki búið ég er líka búin að þurrka af borðinu bæði í eldhúsinu og stofunni. Vá hvernig er hægt að vera svona dugleg mér finnst ég eiga verðlaun skilið
Kannski fæ ég koss frá Gummanum mínum í kvöld, hann er sko byrjaður að vinna aftur
. En ég á sko viku eftir byrja á Mánudaginn að vinna.
Lilla greyið er búin að vera rosalega þreytt og illt í maganum eftir að við komum heim. Hún er sko búin að þjást og nú eru ég og Gummi bara búin að taka fyrir að hún fái mat hjá öðrum. Hún var með svo mikið harðlífi í gær og Gummi varð eiginlega að stinga hendinni inn í rassgatið á henni og draga kúkinn út og það sem hún gat drullað eftir það Og nú er hún öll að koma til. Ég er að reyna að kenna henni að dansa það var ein stelpa í þjórsárdalnum með svona púðluhund og hún kunni sko að dansa þetta er víst í eðli púðlunnar. Vá, hvað ég elska þennan hund mikið. Hún horfir alltaf svo fallega á mann og má segja að hún sendi manni bros.
Það var nú svoldið fyndið sem ég gerði fyrir sunnan. Ég var að borða bláber og Lillu langaði svo í svo að ég skildi eitt eftir og lét í dallinn og lokaði svo og ég get sko sagt ykkur það að hún eyddi mörgum tímum í að ná því og það var bara fyndið að fylgjast með henni.
Ég og Gummi leigðum mynd í gær á skjánum sem heitir Veðramót og hún er sko geggjað góð mæli sko alveg með henni hún er samt soldið sorgleg og var mér farið að svíða í augun að reyna að gráta ekki. Maður má nú ekki sýna karlinum hvað maður er mikil mús. En jæja kaffipásan er búin best að halda áfram set kannski eina mynd úr sumarfríinu með :)
Þetta er ég og Lilla að ganga upp í Ásbyrgi ( ekki meðferðarásbyrgi samt :) Var orðin vel þreytt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar