Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Nýjar myndir...

Sko mig var að setja inn nýjar myndir albúmið heitir Apríl 2008.

Helgin er búin að vera mjög góð. Á föstudaginn var ég búin að vinna klukkan 6 og var búin að ákveða að elda kubbasteik en ákvað að byrja á því að fara í sturtu. Þegar sturtan var búin og ég var búin að smyrja formið og nýbyrjuð að hita ofninn þá hringir síminn. Það er hann Gummi minn og hann spyr hvort mig langi ekki að pakka niður fyrir helgina og setjast inn í bíl og skutlast að ná í hann og ég náttla geri það. Keyrði alveg alein frá Neskaupsstað og yfir til Reyðarfjarðar og svo keyrði ég frá Reyðarfirði og yfir til Egilstaða í þoku, en Gummi minn var náttla með þá. Og vá hvað ég var stolt af mér. W00t Stefna var tekin á að koma surprise suður, við byrjuðum reyndar á að koma við á Egilstöðum og kaupa nesti og taka bensín og koma svo við heima hjá Tengdó og sækja buxurnar sem hún var að stytta fyrir mig. Takk æðilslega Sveina mín Joyful Svo var haldið í hann. Og við keyrðum og keyrðum og keyrðum í ÞOKU og sáum ekki framm á að hún myndi klárast þannig að við snérum við upp á Jökuldal svona fór um sjóferð þá.  En á leiðinnni til baka ákváðum við að koma við á  Eskifirði hjá þeim hjónakornum Garðari og Freydísi fengum okkur kaffibolla þar svo að við kæmust alveg pottþétt yfir. Þegar heim var komið voru tennurnar burstaðar losað pissublöðruna og svo var bara farið niður að sofa enda var maður orðin vel þreyttur á þessari ævintýraferð okkar.

Laugardagurinn rann upp með ennþá meiri þoku en hún var farin um hádegið sem betur fer. Ég náði Gumma framm úr um hádegi og þá náttla þurfti Dísin að komast í búðir og það var farið í krónuna og pex en ég sá ekki neitt þar sem mig langaði í en einhvað var verslað í krónunni og komst ég út úr krónunni án þess að kaupa nammi Whistling Vá hvað ég var stolt af sjálfri mér þá en svo var haldið til Breiðdalsvíkur að heimsækja Þóru, Palla, Benedikt Árna og Oddný Eddu. Það var mjög fínt þar fengum við kaffi og kökur :) Það var alveg rosalega gaman en svo var haldið yfir aftur ætluðum okkur sko ekki að vera annað kvöld að heiman en þar sem við vorum orðin frekar sein þá hringdi Garðar og sagði að við værum að koma í mat til sín og við fengum engu um það ráðið þannig að við fengum rosalega gott pasta og ofnrétt. Heima hjá þeim skötuhjúum var fullt hús þar voru 3 bræður  Freydísar ásamt Mömmu hennar og Fósturpabba. Um 9 eða 10 leitið var svo bara komið sér heim aftur. Þar var opnað snakk og popp og horft á einhverja mynd sem var á stöð 1 og heitir the mad house og var hún frekar ógeðsleg... En þar sem við fundum okkur enga aðra mynd að sjá aðra þá fórum við bara niður í rúm.

Í morgun var svo sofið út Sleeping Eða ég var komin framm úr um 10 leitið þar sem Lilla passar upp á það að ég sofi ekki of mikið þannig að ég henti mér svo bara í sturtu og svo baðaði ég Lillu og setti í þvottavél er sko búin að hengja einu sinni út á snúru og svo sit ég bara hér með vatn í munninum og hugsa um kubbasteikina sem ég ætla að elda í kvöld er búin að eiga að vera í matinn alla helgina  Blush Já og þannig er nú það.

Verð að segja ykkur samt frá einu fyndnu sem ég sagði í gær. Ég var að skamma Gumma fyrir að segja aldrei ástin mín við mig og þar sem hann var að bjóða mér snakk þá sagði ég við hann að hann ætti að segja við mig - Fáðu þér ást, ástin mín. hahahah Ætlaði náttla að segja honum  að segja við mig að segja - fáðu þér snakk ástin mín. Já svona getur talið farið með mann :) Jæja þetta er nóg í bili elsku mamma mín. Segi þetta þar sem ég held að hún sé sú eina sem les þetta :) Og ef þið eruð fleiri viljið þið þá gjöra svo vel að kvitta :) InLove


Gleðilegt sumar :)

Jæja þá er sumarið komið, sem betur fer. Var orðin frekar leið á þessum snjó og öllu því en nú tekur vonandi við sól og blíða og allir að éta ís Wink 

Fyrsta býfluga sumarsins hefur komið og heilsað upp á mig, sat út í tröppu hérna heima og kemur þá ekki þessi svaka hlunkur Lilla lá inni í rúmi og hún flaug inn og svo strax út aftur sem betur fer. Ætli hún hafi ekki verið að gá hvort ég væri búin að gera sumarhreingerninguna. Haha þessar flugur.

Ohh ég þoli þetta ekki maður er alltaf komin með í huganum alveg helling að blogga um en maður man aldrei neitt þegar maður er sestur við bloggið.

Á eftir er ég að fara að vinna er að vinna frá 12 til 18 það versta við það er að ég er með alveg geggjaða TÚRVERKI og mér sýnist að ég sé alveg geggjað föl í framan allavega finnst mér hárið á mér alveg óvenju dökkt Smile Það er búið að ákveða hvenær ég á að fara í sumarfrí og ég fer 10 Júní og verð til 14 Júlí Mikið hlakkar mig til. Verð ábyggilega bara að dóla mér hérna til 20 Júní þá fer ég á ættarmót með Gummas family og ætla svo að reyna að húkka mér far með einhverjum þar suður og fara og hitta ruglaða fólkið mitt fyrir sunnan svo kemur Gummi að sækja mig og við ætlum að reyna að fara til vestamanneyja ji hvað mér hlakkar til.

En jæja er ég ekki búin að bulla nóg í ykkur núna :)


Alveg finnst mér þetta furðulegt...

Að ég Ásdís sem hef yfirleitt aldrei getað haldið bloggsíðu úti lengur en í mánuð eða einhvað er farin að finna hjá mér þörf til að blogga. LoL Þegar ég sit stundum á kassanum upp í vinnu og það er ekkert að gera þá er ég farin að hugsa svo mikið, og oft er það hvað ég á að blogga um og er ég oft komin með fleiri fleiri bloggatriði en ég man þau reyndar yfirleitt ekki lengur þegar ég kem heim. Blush

Heilinn er eitt alveg stórundarlegt fyrirbæri og stundum held ég að það sé verið að gera mann að hálfgerðum aumingjum með allri þessari tölvu tækni. Til dæmis þegar ég var yngri þá gat maður munað allan fjandann alla afmælisdaga og maður gat flett upp alveg fleiri fleiri símanúmerum á bara no time en í dag er maður með öll símanúmer og alla afmælisdaga skráða í símann sinn. Hver kannast ekki við það að þið séuð beðin um að segja YKKAR símanúmer en þið þurfið að flétta því upp í símanum. HEHE ToungeHef sko alveg lent í því... Núna er líka komið svoldið nýtt í símana og það er skipuleggjari þar getur þú skrifað inn í símann tími í klippingu klukkan 10 eða einhvað álíka og þá hringir síminn og minnir þig á það, ég skal nú samt viðurkenna að það er nú kannski skárra en að vera með note miða út um allt hús.

Annað sem ég er að spá í með þetta heiladæmi. Sko ég er algjör snillingur í að týna hlutum. Venjulegur morgun hjá mér er kannski svona.

Fer í úlpuna og held á lyklunum en nei mig vantar veskið og símann svo ég fer inn aftur og leita og leita að veskinu en finn það á endanum sting því í úlpuvasann en þá er síminn eftir og mér er orðið svo heitt að ég fer úr úlpunni legg hana frá mér og held áfram leit minni af símanum og loksins finn hann en þá er komið babb í bátinn ÉG MAN EKKI HVAR ÉG LAGÐI ÚLPUNA Undecided og þá er maður bara kominn sama hringinn.

Annars hefur ekki verið neitt spennandi að frétta af mér frá síðasta bloggi. Fór út að borða áðan með kellingunum úr vinnunni og reyndar 2 kk með vorum að kveðja Þuríði sem ætlar því miður fyrir okkur að láta verða að því að fara frá okkur Vá hvað ég á eftir að sakna hennar. Svo á víst að vera partý hjá henni í kvöld það er spurning hvort maður eigi að láta sjá sig.

Veðrið hér fyrir austan hefur verið yndislegt síðustu viku er sko búin að liggja út í sólbaði síðustu daga. Er sko búin að plana það að ef veðrið verður svona á morgun þá fer ég í sund og verð kannski brún. Cool En jæja nóg af þessu blaðri í bili BÆJÓ.


Hafið þið spáð í því?

Hvað tíminn er ógeðslega fljótur að líða þegar hann á ekki að gera það.Ég tók eftir því um helgina. Stefnan var tekin  á að Berglind kæmi um helgina, en það sem ég vissi ekki var að Mamma var búin að ákveða að koma líka J Þannig að Gummi fór upp á Egilstaði að ná í þær konur og koma þeim niðureftir svo þær gætu strítt mér mikið. Gummi reyndar vissi allan tímann að Mamma ætti að koma hehe. ToungeBerglind kom til mín í vinnuna og ég sagði hva hvar er Gummi? Þá heyrist í henni hann fór út í olís og ég náttla bara okey svo er  hún einhvað að fylgjast með mér kemur þá ekki einhver kona til mín inn í Grænmetiskæli og segir – Áttu nokkuð til  vínber og góðan ég ætlað að fara að benda henni á þau en er þetta ekki bara þá hún Mamma gamla. Þannig að það voru mikil fagnaðarlæti í grænmetiskælinum þann daginn...  InLove Eftir þetta var maður með fast bros á andlitinu sem bara náðist ekki af og var maður farin að telja mínóturnar þangað til ég kæmist heim. Þegar heim var komið var Tengdapabbi heima og  hann var að hjálpa Gummanum mínum að setja upp  hurð í svefnherberginu okkar. Verðum nú að geta lokað okkur inni þegar maður er með gesti ég meina hver veit hvað er í gangi þarna inni á næturnar. JMamma var búin að elda hakk og spagetty þegar ég kom heim þannig að maður gat eiginlega bara sest strax og nært sig ekki veitti af eftir ævintýri dagsins J Svo var bara kósý kvöld hér heima það var horft á útsvar og bara átt góða kvöldstund. Á Laugardaginn skelltum við konur okkur í sundlaugina hér. Berglind og Mamma fóru báðar í báðar rennibrautirnar en ég bara í minni mér svelgdist svo mikið á að ég þorði ekki í hina L ( já ég veit að ég er chicken) Skulda Mömmu reyndar ennþá ís því ég sagðist ætla að gefa henni ís ef hún færi í rennibrautina J Um 2 leitið var svo bara komið sér upp úr og farinn smá rúntur fórum á Reyðarfjörð í krónuna og svona, það er sko alltaf hægt að versla. En svo var farið heim að borða Pizzu a la Gummi en hún varð ekki eins góð og hún átti að verða vegna þess að Mamma og Gummi misskildu hvort annað svo illilega ( Gummi hélt að mamma hefði keypt Pissasósu en hún keypti spagetty sósu þannig að það var bara tómatsósa þann daginn) J Svo var aftur bara letikvöld fyrir framan sjónvarpið. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur (  eins og er náttla alltaf hér fyrir austan) og það var bara borðað saman morgunmat og pakkað niður og sollis og svo var haldið af stað í aðra ævintýraferð. Stefnan var tekin á Egilstaði og var einhvað aðeins brallað þar. Þar var farið á rúnt og búðarferð ( eins og ég segi alltaf er hægt að versla) ;) Svo var bara komið við á hemili tengdó og þar voru mamma og Berglind nærðar fyrir flugið. Um 5 leitið var haldið upp á Flugvöll og þeim konur skildar eftir þar á meðan ég og Gummi fórum út að Lagarfljótsorminu og fylgdust með þeim fara í loftið. Þegar þær voru svo komnar í háloftin þá héldum við Gummi okkar leið aftur heim til tengdó þar sem Gummi var klipptur og hann varð svo sætur varð sko skotin í honum aftur. Þegar hingað var komið til sögunnar var bara brunað niðureftir og svo var bara Halló fallega rúm... En núna saknar maður kvennanna sinna svo mikið þetta var bara allt of fljótt að líða.  Lilla mín var líka ekki sátt þegar ég og Gummi komum bara 2 til baka af flugvellinum hún hoppaði á milli glugganna og vældi og vældi L En jæja nú veit ég ekki hverju ég get bullað meira í ykkur. Er bara að bíða eftir að Thelma Lind frænka verði búin að venjast lyfjunum þá ætla ég sko að fá báðar prinsessurnar mína til mín...

Góðan og blessaðan daginn.

Hvað segist gott í dag???

Hjá mér segist allt sæmilegt er reyndar búin að vera einhvað pínu döpur í  dag og í gær.  Ætli það sé ekki bara árstíminn, alveg að koma sumar en það er samt svo langt í það Errm Langar helst að fá sumarið bara í dag. Vá, það á ábyggilega eftir að vera geggjað sumar hjá mér eða ég vona það allavega. Ég ætla að byrja á því að reyna að fara suður eftir 15 maí og taka allt mitt dót þar sem Mamma er að fara að flytja. Á samt eftir að sakna stekkjargötunar alveg geggjað mikið en Mamma ætlar sem betur fer að taka að ég held borðið hans Pabba og sófann hans og elsku myndin af honum og pípan hans verður þar líka.

Ég og Gummi ætlum líka að reyna að fara til Vestmanneyja í sumar hef nefnilega aldrei komið þangað ætlum að reyna að draga mömmu með líka, en ætli það þurfi nokkuð að draga hana með trúi því frekar að hún komi alveg sjálfviljug Wink. Svo verða einhverjar styttri ferðir líka. Langar alveg geggjað mikið að reyna að fá öll systkyni mín og konur þeirra og menn og börnin náttla líka til að hitta mig og Gumma einhverstaðar á miðri leið og gista saman öll á einhverju tjaldstæði. En það er spurning hvort maður nái þeim öllum í svoleiðis óvissuferð. Það er víst búið að plana einhvað ættarmót hjá Gumma family í júní þannig að það er alveg möguleiki að maður kíki þangað Smile En svo ætla ég mér sko að reyna að fara til útlanda næsta sumar og jájá engar áhyggjur Gummi má audda koma með Cool.

Er eiginlega í fríi í dag er í svona hreinsa hugann fríi og það sem ég er búin að gera í morgun er eiginlega bara að vera í leti ég er búin að sauma pínu og svo horfði ég á Bend it like Beckham alveg snilldarmynd. En annars er ekkert búið að gerast hérna megin við fjallið. Það er reyndar fjall af þvotti sem ég á eftir að brjóta saman Halo 

Annars er ég búin að vera að láta mér líða vel. Gumminn minn kemur heim um 5 og hann er búinn að segja að við ætlum að gera einhvað skemmtilegt. Svo verður helgin vonandi alveg frábær stefnan er sett á að Berglind komi og mig hlakkar svo til. Þá verður sko gert einhvað spennó hef sko ekki hitt neinn af minni fjölskyldu síðan í Janúar og ég er farin að sakna þeirra svo mikið. En jæja það er kannski best að segja þetta gott í bili BÆjó...


Fyndið :)

Þetta er bara snilld er búin að liggja úr krampa.


Ég á afmæli í dag :)

Jæja, nú er ég sko búin að eiga góðan dag. Wink Fór að vinna í dag og var að vinna til klukkan 5 ( átti að vera til 7 en skipti við eina) því ég og Gummi ÆTLUÐUM að fara upp á Egilstaði og fara út að borða. En nei, það náttúrulega varð að koma leiðinlegt veður og varð þar af leiðandi bara ófært yfir skarð. Svo að ég og Gummi ákváðum að fara bara út að borða vorum búin að ákveða að fara á Capitano en þar var náttla lokað. Svo að ég og Gummi fórum bara á Kaffihúsið. Fengum okkur crepes og það var svo gott síðan fengum við okkur einn Kaffibolla í eftirrétt. Cool Gummi vildi svo taka smá rúnt svo að ég sætti mig bara við það en núna set ég fyrir framan tölvuna og blogga.

Var að spá í einu með svona afmælisdaga, þegar maður var lítil þá var þetta eiginlega bara mjög heilagur dagur. Maður fékk að halda afmælisveislu og maður varð svo stór. Manni finnst bara spennandi og spennandi að verða eldri þegar maður er yngri. Sko þegar maður er 6 ára þá byrjar maður í skóla og svo er maður í skóla þangað til maður verður 16 ára. En maður fermist náttla þegar maður er 14 ára. Svo verður maður 17 ára og fær bílpróf vá rosalega spennó og ennþá meira spennandi að verða 20 ára því þá má maður fara í ríkið.Smile En eftir 20 ára aldurinn þá kvíðir manni fyrir að verða eldri þá þarf maður að fara að vinna ( svona í flestum tilfellum) og sjá um heimili, borga reikninga, eignast börn og þegar maður er kominn í þann hring þá er sko ekki aftur snúið. Lífið batna varla fyrr en maður er orðinn eldri svona sirka 67 ára og fer á eftirlaunaaldurinn. Þá byrjar lífið aftur. Þá eru börnin farin að heiman, maður er búinn að borga upp öll lán og maður er hættur að vinna, þá fyrst getur maður farið að leika sér aftur. Þá fer maður að fara í utanlandsferðir, eða kaupir sér húsbíl og er bara á flakki allt árið.

Stjórnmálin eru alltaf að koma upp í kollinn á mér. En þetta er bara svo erfitt að skilja. Gummi er alltaf að reyna að kenna mér einhvað en ég segi bara jájá en er engu nær.

Maður ætti nú samt að reyna að opna hugann fyrir þessu en ég bara get ekki einu sinni munað nafn stjórnmálamanna. Það var einhver stjórnmálamaður í kastljósi um daginn og hann hélt því fram að þessi einkaþota sem þeir leigðu sér væri ódýrara heldur en að kaupa almennt fargjald en það kom svo í fréttunum að þessi einkaþota hafi verið 200 til 300 þús. dýrari heldur en venjulegt fargjald. Hvað ætli þessir menn séu með svo há laun að þeim muni ekkert um 200 -300 þús kr. En það sem málið er að ég held að við borgum þennan pening.

En jæja núna er ég hætt þessu blaðri reyni að nota restina af afmælisdeginum í einhvað annað en blogg. Woundering

ps. Kíkið aðeins á efri hluta bloggsins. þegar ég var að lesa yfir þá tók ég eftir að það var alveg helling af orðinu  maður eða manni, allir að koma með hugmynd um orð sem ég gæti notað í staðinn.


Afmælistúlkur mánaðarsins eru???

IMG_0341Ég 3 Apríl. 24 ára.

 

 

 

 

Jul (51)Berglind 7 Apríl. 10 ára.


1 Apríl :)

Jæja, hverjir hlupu í dag? Ekki ég, það var ekki einu sinni reynt að gabba mig, nema það má kannski segja að Barnaland hafi náð mér pínu Grin. Fór minn venjulega morgunrúnt á netinu í morgun og náttla fór inn á barnaland en hvað er þá ekki bara allt komið á Dönsku LoL Ég fór inn á skilaboðin og þar var sagt að þetta væri gert í hagræðingarskyni og þeir sem vildu fá þetta aftur á íslensku gætu keypt forrit í Bt átti að kosta 999 kr bara í dag en annars 2100 og ég var alveg búin að ákveða að fara í dag en fattaði svo að það væri 1 Apríl.

Ég á margar góðar minningar með 1 Apríl, þar sem ég á afmæli 3 Apríl þá hélt ég einu sinni upp á afmælið mitt 1 Apríl og ein vinkona mín hringdi í mig svona 10 sinnum sama daginn til að vera alveg viss um að þetta væri ekki Aprílgabb. Wink 

Annars var eiginlega ekkert að gerast hjá mér í dag. Var að vinna til 7 og svo er ég bara búin að vera í leti hérna heima. Fékk mér að borða og horfði svo á Veronica mars svo er ég bara búin að vera í tölvunni síðan ég kom heim. Hefði samt átt að vera að gera helling nenni bara eiginlega engu þessa dagana.

Annars veit ég ekkert hverju ég á að ljúga meira að ykkur þannig að ég segi bara bless bless og hafið það gott. Þið eina manneskja sem virðist lesa þetta blogg mitt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband