Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
24.2.2008 | 19:58
Held að þetta sé bara það sætasta sem ég hef séð
Hún lifir sig svo inn í þetta.
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=28525982
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 22:25
Góða kvöldið :)
Jæja hvað segið þið gott?
Nú er Gummi byrjaður á vöktum var að taka sína 1 núna og það er næturvakt og svo á hann að vinna alla helgina á næturvöktum. Er nú eiginlega með smá áhyggjur af honum, hann vaknaði svo snemma í morgun og gat ekkert sofnað í dag það var alltaf verið að trufla hann.
En á Miðvikudaginn náði ég að detta niður stigann hérna heima, en hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því og fór þar af leiðandi ekki að vinna á Fimmtudaginn. Komst varla í buksur var svo slæm í bakinu. En ég var bara hérna heima með Lillu og við létum okkur leiðast saman
En já svo fór ég að vinna í dag og það var bara fínt, við Gummi fengum okkur kjúlla áður en hann fór að vinna en núna erum við Lilla bara einar heima.
Ég pantaði mér hillu af Ikea alveg hrikalega flotta það er molger hillueining vantaði svo hrikalega mikið einhvað undir handklæði og svoleiðis. Hún kom svo í dag fékk sko kortið hennar Mömmu til að kaupa hana og nú hlakkar mig svo til þegar hún verður sett saman. Gummi ætlar að gera það fyrir mig á morgun. Hann eiginlega bannaði mér að opna sko kassann. Hann þekkir mig greinilega mjög vel. Hún hefði sko ábbygilega verið á hlið þegar hann hefði komið heim :)
En já maður veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja á svona bloggi. Sérstaklega þegar maður á sér ekkert líf.
Þorsteinn Ingi frændi minn á að fermast á Sunnudaginn og óska ég honum alveg innilega til hamingju með það. En ég á einmitt að vera að vinna á Sunnudaginn.
Er samt alveg í fríi á morgun og mig hlakkar mikið til ætla samt að fara til Reyðarfjarðar og láta stilla gleraugun mín. Þau eru sko meira en skökk.
En jæja ég veit ekki hverju meira ég á að ljúga í ykkur. Svo ég segir bara BLESS BLESS :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 21:04
Á ég að segja ykkur leyndarmál :)
Djók það er ekki leyndarmál ef að maður segir
En það er ekkert nýtt að frétta af mér, var bara að vinna um helgina á Laugardeginum frá klukkan 12- 16 og Sunnudeginum frá klukkan 12 til 18. Fór upp á Egilstaði á Laugardeginum og þar voru Þóra og tvíburarnir það var voða gaman að sjá þau. Það er svo gaman að sjá svona börn sem maður sér ekki í á hverjum degi hvað þau hafa alltaf stækkað mikið þegar maður sér þau næst
En það var mjög gaman á Egilstöðum vorum í mat þar og allt vorum svo komin heim um 10 leitið eða einhvað. En svo var eiginlega ekkert spennandi gert á Sunnudeginum. Leigðum okkur mynd sem er oceans 13 hún var ágæt. En svo var bara farið frekar snemma í bólið.
Í dag var svo bara annar vinnudagur og hann gekk ágætlega. Reyndar er ég orðin leið á því að við erum sko 5 að vinna og þær fara alltaf báða kaffitímana 4 saman í kaffi og svo fer ég ein mér finnst það alveg frekar boring sko. En jæja segi þetta gott í bili. Reyni að blogga meira næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2008 | 11:03
Vinna og vinna og vinna
Það er því miður ekki neitt annað sem ég geri mér finnst ég vera í vinnunni allan sólahringinn En eins og er þá sit ég bara fyrir framan tölvuna með kaffibollann minn og er að skoða hitt og þetta og + að blogga náttúrulega Er að fara að vinna frá 12:00 til 15:00 og svo ætla ég og Gummi að fara upp á Egilstaði Það var verið að bjóða okkur í mat og svo eru Þóra, Palli og tvíburarnir þar þannig að það verður fjör. Á morgun er svo bara meiri vinna þá er ég að vinna frá 12:00 til 18:00 þannig að það er sko alltaf nóg að gera sko hjá vinnandi fólki
Þann 14 Febrúar síðastliðinn áttu Gummi minn og Thelma Lind frænka mín afmæli og vil ég óska þeim innilega til hamingju með það. Gummi er orðinn 26 ára og Thelma er 11 ára.
Um næstu helgi á svo Þorsteinn Ingi að fermast en því miður komumst hvorki ég né Gummi vegna þess að við erum bæði að vinna og svo er mánuðurinn hálfnaður þannig að maður á sko engann pening það kostar okkar 20.000 að keyra og 40.000 að fljúga það er að segja ef maður bókar með stuttum fyrivara En ég ætla að bæta Elsku Þorsteini mínum þetta einhvern veginn upp. Ætla að reyna að koma svo suður fljótlega.
Í vinnunni gengur allt sinn vanagang og mér líður rosalega vel þar en ég er orðin þokkalega pirruð á öllu þessu veseni á að manna helgarnar og frá 5 til 7 virka daga en það er ekki minn hausverkur sem betur fer. Ekki myndi ég vilja vera verslunarstjóri ég hef ekki þessa stjórahæfileika í mér.
En jæja ætla að láta þetta gott heita í bili ætla að sjá hvort ég geti ekki sett inn einhvera góða mynd hérna á. Er að spá í að finna mynd af Maríönu frænku minni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.2.2008 | 20:24
Ólukkan eltir mig núna!
Þetta er sko búið að vera skrítinn dagur. Hann byrjaði allavega ekki vel því ég svaf yfir mig Vaknaði 10 mínótur yfir 9 svo er ég búin að vera með geggjaðan höfuðverk í dag og svima annaðslagið held að þetta séu gleraugun Alveg er þetta pirrandi. En já ég mætti í vinnu í morgun og fór svo heim í hádeginu og lék aðeins við hana Lillu mína Hún er alveg vitlaus í augnablikinu því ég og Gummi erum að borða pulsupasta ohh svo endalaust gott.
Ég var að vinna til 7 í dag og veit ekkert hvað á að gera í kvöld. Það er ekkert að gera. Nema kannski fara út að labba með Lillu. Og jú horfa á sjónvarpið eða hanga í tölvunni.
Ætla að reyna að finna mér einhvað sniðugt að blogga um. :)
Fann eitt það er bensínverðið. Líterinn hérna á Olís er kominn upp í 144 kr líterinn er þetta hægt. Það hækkar alltaf allt en þeir vita ekki hvað að lækka er Ohh maður verður bara reiður að hugsa um þetta. Maður bíður eftir að það komi tilboð á Bensín þá verða allir komnir með tank í bílastæðið sitt og versla bara inn á hann þegar tilboð eru En ég meina það hvernig á fólk að hafa efni á þessu. Ef þú ert með til dæmis 70 lítra tank þá kostar það þig 10.080 kr að fylla á einn tank þetta er bara glæpur.
Hver man ekki eftir því þegar bíómiðinn kostaði 600 kr en svo varð að hækka hann vegna dollarans en hann er búinn að lækka þvílíkt síðan þá en ekki datt þeim í hug að lækka bíómiðann aftur.
Þetta er eins og alltaf er sagt það HÆKKAR allt nema Launin það er bara skömm að þessu.
En jæja takk fyrir mig í dag ég skal reyna að blogga meira á morgun.
Þarf að fara að ganga frá í eldhúsinu. Gumma finnst það svo sanngjarnt að sá sem eldar þarf ekki að vaska upp en það gildir bara þegar hann eldar. Ef ég elda þá á ég að elda og vaska upp En USSS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2008 | 22:41
Helgin búin :(
Ohh hvað ég þoli það ekki hvað helgarnar eru fljótar að líða. Maður er varla búin að setjast niður á Föstudagskvöldi og þá er bara allt í einu kominn Mánudagsmorgun Alveg óþolandi
En annars var helgin ágæt! Það var mjög mikið að gera í vinnunni svo að eftir hana þá var eiginlega bara farið beint að sofa. Ætlaði reyndar að horfa á Útsvar en þá var það komið í frí og Gettu betur byrjað í staðinn. held ég hafi farið upp í rúm um 12 leitið eða einhvað.
En á Laugardaginn fór ég að baka með Gerði og var frá 11 til 1 svo fór ég heim og gerði ekki neitt nema þrífa.
Á Sunnudaginn fór ég og Gummi upp á Egilstaði. Kíktum í Bónus og Kaupfélagið ( Mollheilkennin voru farin að segja til sín ) En svo komum við bara heim í góða veðrið, reyndum að fara til Garðars og Freydísar en það var enginn heima á þeim bænum. Þegar heim var komið var glampandi sól svo vorum við bara einhvað að bardúsast heima. Garðar, Freydís, Páll helgi og Magnús Orri kíktu svo á okkur og við ákváðum að borða bara öll saman. Gummi eldaði Lasagne með kjúkling rosalega gott. En svo urðu þau að fara heim því strákarnir voru orðnir vel þreyttir og ég og Gummi og Lilla fórum svo fljótlega að sofa.
Mánudagurinn var sko ekkert að láta bíða eftir sér. Vildi stundum að ég ætti svona Klukkur þar sem ég gæti stoppað tímann þannig að ég gæti bara sofið pínu lengur en það er víst ekki búið að finna það upp. En ég fór á Bílnum í vinnuna og kom svo heim í hádeginu og fór að leika við Lillu var svo skrítin í maganum að ég vildi ekkert borða. Reyndi samt bara að vera dugleg í vinnunni og kom svo heim klukkan 6 fór þá bara í tölvuna og einhvað svona dútl. En núna nenni ég ekki þessu bloggi meira Heyrumst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2008 | 19:48
Dugnaðarforkurinn Ásdís!
Ég er sko búin að vera geggjað dugleg í dag. Vaknaði um 10 leitið og fór að vinna frá 11 til 1.
Kom svo heim og skúraði alla efri hæðina. Tók svo eldhúsið mjög vel í gegn hjá mér og þreif svo baðherbergið hátt og lágt nema hilluna á hana eftir. Svo fór ég að ná niður þvottinum hjá mér og braut náttla saman hitt og gekk frá því. En svo kíktum ég og Gummi smá rúnt, fórum í Samkaup og keyptum okkur að borða og svona. Svo reyndar sofnaði ég í svona 1 klukkutíma og Gummi vakti mig til að koma að borða.
Það sem er helst að frétta samt af okkur hér er það að ég er farin að keyra hérna Er sko líka geggjað stolt af mér. Svo er ég í fríi um helgina þannig að ég er að spá í að reyna að fara upp á Egilstaði á morgun. Komast í Bónus og svona.
Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska fyrir sunnan síðustu daga en vonda veðrið kom ekki hingað fyrr en í gærnótt. En það var greinilega mjög hvasst vegna þess að það hafði fokið kerra og hún lá brotin á miðjum vegi.
En eitt sem ég fatta sko alls ekki, það er hvað sumt fólk er furðulegt það er búið að loka veginum en fólk fer samt yfir ég meina hversu heimskur er hægt að vera. Er ekki nær að leyfa björgunarsveitunum að vinna við þarfara verkefni heldur en að hjálpa einhverjum vitleysingum sem urðu að gá hvort þeir kæmust ekki yfir.
Öskudagurinn var mjög sérstakur það var sungið alveg helling fyrir mig og fullt af nammi var gefið þann dag en nú ætla ég að fara að horfa á Spaugstofuna. Blogga meira seinna BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 23:30
Að vera sjálfráða
Er ekki inn í myndinni lengur. Nú er mikið verið að tala um Reykingafólk og skemmtistaði , fullt af skemmtistöðum hafa verið að leyfa fólki að reykja inni og það versta sem ég veit um var á einum skemmtistað þá mátti maður fara út í 2 mín að reykja. En ekki að þetta komi mér til neins nema góðs þar sem ég reyki ekki og hef ekkert á móti því að anda að mér fersku lofti.
Bolla, Bolla Feitabolla sko það sem mér þykir ennþá fáránlegra er að einhver staðar í Bandaríkjunum á að fara að banna matsölustöðum að selja OFFITUSJÚKLINGUM skyndibita, er þetta nú ekki orðið fullgróft, af hverju þá ekki bara að hætta með þessa skyndibitastaði það ætti bara að vera eitt fyrir alla og allir fyrir einn. Með þessu er bara verið að mismuna fólki og hvernig á þetta að vera ætla að búa til smá auglýsingu. Matsölustaðurinn Strikið einugis fyrir 50 kg og minna. Haha sá alveg fyrir mér að það væri viktað fólkið sem kemur inn. Allt er nú til.
Það er nú samt ekkert að frétta af mér. Var að vinna í dag til klukkan 7 og var svo Með Sveinu og Svövu að skúra fór svo heim til Sveinu að borða Saltkjöt og baunir og er að sjálfsögðu búin að prumpa síðan ég kom heim.
Var að fá boðskort í dag í fermingu til hans Þorsteins míns og er að vona að ég komist. Það er bara það versta að ég og Gummi erum bæði að vinna þessa helgi og eigum engan aukapening urðum að borga parketið sem var hvorki meira né minna en 60.000 kr sem við urðum að punga út þennan mánuðinn. En við verðum bara að sjá til þegar nær dregur. Mér þætti ég svo vond manneskja að koma ekki þannig að ég reyni mitt besta.
Yfir baunasúpunni kom Svava með bestu mismæli sem ég hef heyrt og það er - Það er náttla ekkert smá sem er búið að kyngja niður af súpu síðustu daga. Átti náttla að vera snjó. Held ég hafi líka aldrei hlegið eins mikið og áðan þegar Svava var að keyra mig heim.
En jæja ætla að hætta þessu blaðri núna blogga KANNSKI meira á morgun. Ætla að setja hér inn eina góða mynd sem ég náði af Lillu að leika sér í snjónum Njótið vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar