Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
31.12.2008 | 20:20
Síðasta blogg ársins :)
Góða kvöldið!
Þessi dagur er búin að vera alveg æðislegur og á bara eftir að batna. Ég vaknaði í morgun um 10 leitið og var bara að væflast hér um með kaffibollann í hendinni. Svo klæddum við Mamma okkur upp og löbbuðum út í Olís og keyptum Lottó ætluðum sko að vinna í kvöld en ég var bara með 2 rétta og bónus og maður fær víst ekkert fyrir það en ég sagði við Mömmu að það yrði að vera 3 á miðanum en það var það náttla ekki bara 2 en ef ég hefði verið með þessa þrjá þá hefði ég unnið 630 kr. Alltaf er maður að tapa. En þegar við komum heim þá drógum við Gumma á fætur og keyptum flugelda. - Ég var búin að segja við Gumma að hann mætti kaupa fyrir 5000 kr en Nei við komum út 13.000 kr fátækari. En maður hefði ábyggilega bara eytt peningunum í einhverja ennþá meiri vitleysu. Við létum allavega gott af okkur leiða og styrktum Björgunarsveitina. Svo þegar heim var komið þá var bara farið í sturtu ( síðustu sturtu ársins) og það var alveg æðislegt. Svo sléttaði ég á mér hárið og gerði mig sæta. Svo tók ég Mömmu líka. Blés á henni hárið og slétti hún er alveg GULLFALLEG eins og alltaf.
En þar sem við vorum búin að ákveða að liggja yfir sjónvarpinu í dag þá horfðum við á nokkra þætti af Dagavaktinni. Enduðum þar sem Gugga ætlaði að fara að fá sér gott í kroppinn með Georg en hann sló hana í hausinn með pönnu. En verð bara að segja eitt að þetta eru alveg snildar þættir. Mæli alveg með þeim.
Auperin mín er búin að standa á haus við að elda í dag ég þurfti ekki að gera neitt nema leggja á borð og Gummi þurfti að skera kjötið. Og kjötið var svo gott vorum með Hamborgarahrygg frá Kea alveg rosalega góður en nú er maður bara alveg rosalega þyrstur
Svo í kvöld er planið að fara að horfa á Flugeldasýninguna og svo verður bara étið í kvöld. Er að búa til pláss fyrir 12 manna ístertuna mína. Svo ætlar Pálína Hrönn dóttir Garðars og Freydísar að lúlla hjá okkur í nótt. Garðar og Freydís ætla á einhvað djamm.
En jæja nú segi ég þetta gott í bili og vil ég þakka ykkur fyrir samfygldina á árinu sem er að líða og vona ég að við eigum eftir að eiga margar aðrar góðar stundir á komandi ári.
Áramótaheit ársins eru að koma mér í form og fitna svo aftur þar sem ég stefni á að vera komin með eitt lítið kríli eða að minnsta kosti að vera orðin ólétt á nýja árinu. Sjáum hvort ég nái þessu. En góða skemmtun í kvöld og hafið það gott.
Ætlaði að setja inn flugeldamynd en fann enga þannig að þið fáið bara fallegan himin í staðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2008 | 23:34
Ekki í bloggstuði.
En ég hef enga afsökun fyrir því að blogga ekki, eða ég hef allavega ekki fundið hana enn. Látið mig vita ef þú sjáið hana á rölti einhversstaðar.
Netið kom inn í gær og það var sko rifist um tölvuna. Fyrir nokkrum árum þá vissi varla nokkur maður hvað tölva var en nú eru komnar 2 til 3 inn á hvert herbergi :)Var líka að rifja aðeins upp áðan með netið ég man þegar maður var bara með módem og þurfti að hringja inn og það var ekki hægt að nota heimasímann á meðan maður var tengdur. Vá hvað það er fljótt að breytast.
Annars er gamla kerlan komin til mín og það er sko bara yndislegt að hafa hana. Langar ekkert að hún fari. Fínt að hafa svona ( Au pair) sem passar Lillu, hjálpar til við að elda og þvær þvott. Þetta er bara yndislegt.
Það var alveg rosalega erfitt að vakna á Mánudagsmorguninn en maður lét sig hafa það. Þurfti meira að segja að fara í blóðprufu um morguninn en svo fór ég að vinna og var að vinna til klukkan 6 fór þá heim og át afganga. Gerðum Grýtu eitt kveldið og það var svo mikill afgangur að við borðuðum það í Kvöldmat, Ég í hádegimat og svo var það aftur í kvöldmat í gær en svo í dag gerðum við lambarif og það var svo rosalega gott. var sko að laga til í frystinum til að koma ískökunni fyrir. Við verðum bara 3 í mat ( 4 með Lillu á morgun) en ég keypti ísköku fyrir 12 manns Ja allur er varinn góður. Við gætum fjölgað okkur. En jæja nú er ég orðin svo þreytt að ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að sofa.
En smá svona auka. Þann 28 Desember átti Ástþór Ingi frændi minn afmæli hann var 17 ára og er kominn með bílpróf. Innilega til hamingju Elsku Ástþór minn.
Því miður dömur hann er frátekinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2008 | 22:50
Gleðileg Jól.
Elsku vinir mínir. Nú er erfiðasti dagurinn á þessum jólum liðinn. Það er Aðfangadagur því þá var eitt ár síðan hann elskulegur pabbi minn dó. Ég vildi svo óska þess að ég fengi að hafa hann hjá mér. En ég reyndi að vera glöð og ánægð því ég veit að hann hafi viljað það.
Netið heima er úti þannig að ég vona að þið fyrirgefið bloggleysið hjá mér. Núna sit ég heima hjá Tengdó og blogga.
Jólin voru fín hjá mér. Var að vinna fram að hádegi á Aðfangadag og fór svo heim fékk mér kaffibolla og fór í jólabaðið og svo var gert allt tilbúið til að leggja af stað. Ég keyrði yfir á Reyðarfjörð að sækja Gumma og það gekk rosalega vel en ég var pínu smeyk að mæta bílum En það gekk þó og svo var haldið til Egilsstaða. Þar var góður matur á boðstólnum rjúpur og hamborgarahryggur alveg rosalega gott en ég smakkaði bara smá rjúpur. Svo var ís í eftirrétt og svo var farið í að opna gjafirnar. Það sem að við fengum var.
Frá Geira, Aseneth og Maríönu=Kaffikarfa og mynd af Maríönu.
Sússu og börnum= Glös svona safnglös sko
Mömmu. Ég fékk bók sem heitir hvernig á að baka brauð en Gummi fékk hellahandbókina.
Tengdó. Ég fékk bók með fullt af kjúklingaréttum og Gummi fékk Flotta sokka, útkall í eyjum bókina og man ekki meira í augbnablikinu
Þóra systir Gumma og co= Rosalega flott ljós
Bjössi bróðir Gumma og co= Kaffi og konfekt.
Annars ætla ég að láta þetta gott heita í bili. ps Ég náði uppeldisfræðinni með 8 en fékk bara 4 í Íslenskunni hefði þurft 4,5 til að ná en tek það bara aftur. En hafið það gott og vonandi njótið þið jólanna. Munið bara að ég er netlaus heima þannig að vonandi fyrirgefið þið þó að ég bloggi ekki strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.12.2008 | 09:42
Lent í suðri :)
Góðan daginn!
Þá er ég komin og á því búin neinei segi bara svona. Við lentum í gær um klukkan 13:30 og leiðinni var strax haldið í kringluna Að eyða peningum haha. Í kriglunni hittum við Sússu og Berglindi. Það var byrjað á því að éta og svo var skipt liði og fólk fór þangað sem því langaði og reynt var að klára að versla jólagjafir, en þar sem Gummi minn var orðinn vel þreyttur þá urðum við að fara fljótt heim. ( Hann var sko á næturvakt og ekkert búinn að sofa). En svo var skutlað Gummanum heim að sofa en ég og Mamma fórum heim til Geira, Aseneth og Maríönu já og Isabel náttla líka. Þar fengum við rosalega gott að borða það var grýta og hvítlauksbrauð. Maríana tók alveg ástfóstri við mér og var sko alveg til í að sýna mér dótið sitt og allt. En þegar við vorum búin hjá Geira þá var farið heim og náð í Gumma og svo var farið í kaffi til Stínu. Þegar við vorum búin að drekka Stínu út á gaddinn þá var farið heim að sofa. Planið fyrir daginn í dag er að versla og versla og versla Og matarboð og svo er farið í heimsóknir á morgun. En hafið það gott ætla að fara að telja peningana. Hahahahahhahahahahahahhahahaha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.12.2008 | 08:38
Tilraun 2
Mér til mikillar ama var ég búin að segja frá helginni en svo datt allt út. En hver hefur svo sem ekki lent í því svo hér kemur tilraun 2
Föstudagur: Var að vinna frá 8 til 6 og kom heim fór í sturtu og gerði mig tilbúna fyrir jólahlaðborðið. Það var sko jólahlaðborð og show í Egilsbúð og við fórum með hluta af Samkaup, það voru fáir sem komust. En allavega þetta var mjög fínt og´mjög gaman. Gummi fór fyrr heim en ég þar sem að hann þurfti að mæta snemma í vinnu en ég fékk far hjá Kristíni og Villa. Þegar heim var komið var bara kíkt aðeins í tölvuna og svo farið að sofa( enda klukkan orðin margt)
Laugardagur: Ég byrjaði daginn á að sofa yfir mig. Ætlaði sko að mæta aðeins fyrir klukkan 11 af því að það átti eftir að taka saman baksturinn en nei mín vaknaði 15 mín yfir 11 enda var bara hoppað inn á klósett og svo út. Var svo að vinna til klukkan 6. Kom þá heim og eldaði bara svona smátterý það var sko lambasneiðar, rósapiparsósa og grænmeti handa mér. Ekki samt skilja það þannig að ég hafi ekki tímt að gefa Gumma grænmeti hann bara borðar það ekki. En svo horfði ég á Spaugstofuna en fannst hún ekki svo góð. Svo hringdi ég í hann Kalla bróður minn bara svona til að minna hann á mig ( og hann er alltaf sami prakkarinn og þóttist ekki þekkja mig) haha. Svo ætluðum við Lilla að vera rosalega góðar að taka á móti Gumma en fórum aðeins of seint af stað í göngutúr þannig að hann var á undan okkur heim. Horfði svo á mynd sem heitir Mexíkóinn og hún var alveg geggjað góð en svo var bara farið snemma í bólið.
Sunnudagur: Vaknaði um 9 leitið fór í sturtu og hellti mér svo upp á kaffi og sat og horfði á tv. Fór svo að skúra hérna. Kem hérna með eitt kreppuráð. Þið sem hafið lítið á milli handanna núna þá getið þið sleppt því að þrífa hjá ykkur og tekið svo lóið sem kemur og búið til kodda. Og ef það er mjög skítugt hjá ykkur þá getið þið kannski gert sæng líka. En nóg um það Þegar ég var búin að skúra þá fór ég að setja í þvottavél og brjóta saman þvott og svo henti ég í Lakkrístoppa og kornflexsmákökur maður verður nú að baka einhvað. Var sko með jólalög á hæsta styrk og naut mín vel :) En jæja svo var bara tiltekt í frystinum í matinn svo tókum við Lilla stóran göngutúr og tókum á móti Gumma svo spjölluðum við saman og svo var bara fljótlega farið að sofa. Gleymdi að segja frá einu ég leigðii mér líka mynd sem heitir over her dead body og hún var mjög góð.
En jæja ætla að segja þetta gott í bili
ps: dagar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.12.2008 | 22:24
7 dagar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.12.2008 | 12:48
Nú er Gunna á nýju skónum...
Nú er að koma jól. Já, það styttist í þetta. Við Gummi fórum á Egilstaði í gær að kaupa nokkrar jólagjafir Gott að vera byrjuð á þessu Maður þarf víst ekki að vera á síðustu stundu með allt, eða ég vona ekki. Á ég að segja ykkur smá frá helginni? Þið ráðið, ha, hvað segið þið? Já, ekki málið ég skal segja frá.
Föstudagur: Byrjaði daginn frekar snemma á að halda áfram að læra undir Íslenskupróf sem gekk svo því miður ekki nógu vel En ég var allavega með 8,4 í vetrareinkunn þannig að vonandi næ ég með því að ná þessu eina próf upp. En svo fór ég í vinnuna og var þar til klukkan 6, það var held ég í 1 skipti sem ég dreif mig ekki heim enda bjóst ég ekki við Gumma strax þar sem hann var búinn að segja að hann yrði að vinna til svona 00:00 en ég og Lilla láum upp í sófa og vorum að horfa á útsvar þegar útidyrahurðin opnaðist og inn kom húsbóndinn á heimilinu mér og Lillu til mikillar gleði En þar sem mannskapurinn var orðinn frekar lúinn eftir ævintýri dagsins þá var farið snemma að sofa
Laugardagur: Gummi vaknaði um 6 eða einhvað og svo kom ég framm úr um 9 leitið og þá var ákveðið að byrja daginn bara snemma svo að ég dreif mig í sturtu og fór svo í apótekið og svo var leiðinni haldið yfir skarð. Við vorum komin á Egilstaði um 11 eða 11:30 og þar beið okkar soðin ýsa með kartöflum, smjöri og tómatsósu og að sjálfsögðu ísköld mjólk. Og svo eins og tengdamömmu er lagið þá var búðingur í eftirrétt. Upp á Egilstöðum voru Þóra, Benedikt Árni og Oddný Edda og þau eru náttla ennþá jafnmiklar dúllur. Benni kann allastafin og er farinn að læra fuglana líka ekkert smá duglegur Svo fórum við Gummi í Bónus að versla smá jólagjafir og sollis. Svo var haldið heim til tengdó að skera út í laufabrauð og steikja. Það tók alveg tímann sinn og þar sem mig langaði til að fara í kaupfélagið þá kom Heiða bara með mér þar sem Gummi var upptekinn við að pressa laufabrauð. Í kaupfélaginu keypti ég bók sem heitir gerðu besta vininn að ennþá betri vin þetta er bók sem fjallar um uppeldi á hundum. Svo um klukkan 18:30 fórum við að fá okkur að éta, Ég, Gummi og Heiða fórum á yfirborðið og það var svo gott fengum sko pizzu og hvítlauksbrauð. Svo kíktum við á litla sleðakappa Bjössason hann er sko alger dúlla :) Svo var leiðinni haldið niður eftir. Vorum komin heim um 12 og það var svo bara farið snemma að sofa enda búið að gera margt þennan dag
Sunnudagur eða það sem búið er af honum: Gummi vaknaði jafn snemma og venjulega og ég aðeins seinna og þá horfðum við saman á skrípó og drukkum kaffi. Svo fórum við að brasast. Ég að baða Lillu og hann að laga einhvað til niðri. En nú sit ég hér með jólalagið á fullu og ætla að fara að laga aðeins til líka og svo að læra undir próf þar sem ég ætla að ná þessu prófi En hafið það gott elskurnar minar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.12.2008 | 21:42
Kvíði, Kvíði og enn meiri kvíði.
Prófin nálgast óðum. Íslensku prófið mitt er á Föstudaginn og mér er farið að kvíða svo fyrir Vona bara innilega að ég nái þessu.
Annars gengur lífi bara sinn vanagang hér í Borghól. Í dag var ég alveg viss um að ég myndi koma of seint í vinnuna þar sem ég vaknaði svo seint og ég var lengi að þurrka Lillu og svona en Nei allt benti til að ég myndi ná þessu svo ég geng út í bíl og bara yess ég verð ekki sein Og þar sem Gummi var búinn að fræða mig svo vel um það hvernig ég ætti að losa bílinn ef hann myndi festast í stæðinu en Nei ég labba að bílnum og hvað haldiði. - HELVÍTIS LÆSINGIN ER FROSIN. Þannig að ég varð að játa mig sigraða og hringdi og lét vita að mér myndi seinka smá þar sem ég þyrfti að labba í vinnuna en Elín var svo yndisleg að hún var að fara að færa bílinn þannig að hún skutlaðist bara eftir mér. Annars gekk vinnudagurinn bara eins og á að ganga. Það kom greni og mig langar svo að kaupa sollis bara upp á lyktina. Af því er svo æðisleg lykt
Svo kom ég heim fékk far hjá einni og byrjaði á að moka tröppurnar hérna og svona og vitiði hvað ég held ég hafi barasta fattað hvernig á að beita skóflunni Sem betur fer þar sem karlinn er alltaf að vinna og hefur sko engann tíma til að moka snjó svo kom ég inn og eldaði. Í matinn var Fajitas pönnukökur með hakki og öllu sem því fylgir nammi svo gott. Svo gekk ég frá eftir matinn og fór svo í sturtu. Gummi fékk stóran + fyrir að setja upp annað ljós inn í þvottarhús - nú sér maður hvað maður er að þvo og svo braut ég saman þvott og horfði á mæðgurnar það var sko sorglegur þáttur. Svo nú sit ég hér og BLOGGA fyrir ykkur og ég vill að allir sem lesa kvitti annars kemur hahahaha
Neinei segi bara svona hann er upptekinn sendi bara jólasveininn á ykkur í staðinn Ég er að spá í því að draga Gumma með mér að versla jólagjafir um helgina við verðum sko bæði í fríi þá svo þið megið alveg segja mér hvað þið viljið í jólagjöf. Aðalega hugsað til Þorsteins Inga, Thelmu Lindar, Davíðs Freyr, Jón Stéfáns, Ástþór Inga, Berglind og Maríana Maður veit ekkert hvort að maður á að gefa þessum krílum sínum Föt eða dót :) En jæja hafið það gott og munið það eru bara 17 dagar þangað til ég kem suður Og mig hlakkar svo til langar orðið svo að knúsa krúttin mín öll sem ég tel upp hér :) Sendi ykkur bara hérna Fingurkoss og Stubbaknús
Over and out :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar