Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 15:53
Snjór, snjór og meiri snjór :)
Já eins og þið sjáið þá er ég að verða komin á kaf í snjó. Tek kannski nokkrar myndir á eftir. Þessi vika er búin að vera mjög erfið og ég hef ekki komið mér í að gera neitt annað en að vinna, sofa og læra enda er ég búin að skila frá mér öllum verkefnum og þá eru bara prófin eftir. Verð að viðurkenna að ég er pínu kvíðin þeim. Vona bara að pabbi yrði stoltur af mér
Er að fara að elda mér pizzu á eftir, ( Gummi fær náttla líka ) en hann er sofandi núna þannig að það er spurning hvort að hann vakni ekki við matarlyktina, vona það allavega að hann sé eins og Lilla og fari framm úr þegar hún finnur matarlykt. Það á að kveikja á jólatrénu á eftir og mikið væri ég til í að fara en ég hef engan að fara með. Vil ekki klína mér upp á Garðar og Freydísi . Annars reikna ég með að taka því bara rólega í dag og kvöld. Ætla allavega ekki að taka upp meiri skólabækur í dag, er búin að fá nóg af þeim í bili.
Ekki fæ ég bónorð eins og Mamma. Hún vinnur mig í öllu kerlan gamla.
Mig kvíður fyrir aðfangadag en hlakkar samt til. Gummi fær kannski frí og við verðum ábyggilega upp á Egilstöðum. En það er svo erfitt að á aðfangadag síðan að Pabbi minn dó og mér finnst eins og ég eigi bara að verða leið þann dag. En málið er að ég hef alltaf verið mikið jólabarn og skammast mín í dag fyrir að hlakka til. Hvernig á maður að hugsa? Hvað er rökrétt hugsun. Ég veit allavega að pabbi vissi hvað mér þótti vænt um hann og hann vill ábyggilega að ég gleðjist á þessum degi. Elska þig elsku pabbi minn.
En jæja nóg í bili ætla að fara að brenna við pizzu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.11.2008 | 22:14
Þynnkublogg :)
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hefur ekkert verið blogg um helgina. En ég hef afsökun, ég er búina að vera þunn. Þannig að þetta er bara smá blogg núna. Verð bara pínu illt í maganum að hugsa um kveldið. En smá gleðifréttir. Það eru komnir gluggar í húsið mitt.
Nokkrar myndir.
Svo eru fleiri myndir í myndaalbúmi. En hafið það gott :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.11.2008 | 22:27
Smá blogg :)
Góða kvöldið! Hvað segið þið gott í dag? Ég segi bara fínt. Átti samt smá erfitt að vakna í morgun, hvað það er bara svo gott að kúra. Það var reyndar alveg geggjað mikið rok í nótt og Gummi svaf lítið en ég svaf náttla eins og steinn eins og vanalega, átti reyndar frekar erfitt með að sofna.
Kláraði bók í gær sem heitir hvort barnið er mitt og er um fólk sem eignast barn sömu nóttina og svo fer rafmagnið af og börnin ruglast. Rosalega góð en ég reyni að klára bók sem heitir hjarta voltaries á samt erfitt með að ákveða hvort mér finnist hún góð eða ekki. Svo fékk ég 2 bækur í dag sem heita hálfgul sól og bláir skór og hamingja er sko í svona bókaklúbb og fæ svona sirka 2 bækur í mánuði. Þessar bækur eru ábyggilega góðar.
Borðaði í gær reykta ýsu með stöppuðum kartöflum og bráðið smér og það er svo gott En ég var löt í dag og keypti bara pizzu hún er frá Matur og Mörk og er alveg rosalega góð. Annars er ég alltaf svo hugmyndalaus þegar kemur að því að finna kvöldmat, mér finnst ég alltaf vera með það sama. Er líka alltaf svo þreytt eftir vinnu að ég nenni ekki að vera að elda einhvað sem tekur langan tíma. Lít sko upp til þeirra húsmæðra sem ná að sameina vinnu, eldamennsku, þrif, börn og maka. Þið eruð mjög duglegar. Var að hugsa það um daginn að svona venjulega þá er ég að vinna til klukkan 6 og segjum að ég ætti 2 börn. Eftir vinnu ætti ég eftir að gefa að borða, hjálpa við heimalærdóm baða og koma börnunum í bólið og svo ætti maður kannski eftir að ganga frá eftir matinn, brjóta saman þvott og allt það. Úff verð bara þreytt að hugsa um það en ég hugsa samt að þetta væri allt þess virði.
Lærdómurinn gengur, hann mætti náttla alveg ganga betur en á meðan þetta rúllar þá sleppur þetta svo er það spurning hvort að maður ætti að gera þetta aftur á næstu önn Haha kemur bara í ljós sé allavega hvort að ég nái núna. Fékk allavega 7,7 fyrir próf sem ég hélt að ég fengi 0 í þannig að það var fínt. En jæja ætla að segja þetta gott í bili. Ætla að fara að fara smá blogghring en svo fer ég að sofa bara. en lesa smá fyrst sko. Hafið það gott dúllurnar mínar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.11.2008 | 19:27
Ekki í bloggstuði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.11.2008 | 12:20
Held að það sé kominn tími á nýtt blogg :)
Eruð þið ekki sammála ?????
Annars er allt mjög gott að frétta af mér. Tíminn í vinnunni líður svo hratt að það tekur því varla fyrir mann að mæta á morgnana því maður er svo bara á leið heim strax Held það séu bara 2 dagar í vikunni og það er Föstudagur og Mánudagur Hvað segið þið þarna fyrir sunnan og norðan og allt þar á milli? Líður tíminn ekki svona hratt þar?
Fór í klippingu á Fimmtudaginn og ég er svo ánægð. Ætlunin var að lita hárið ljóst aftur og byrja rólega og svo lýsa það bara meira og meira en ég er svo ánægð með útkomuna að ég gæti haldið henni bara einhvað lengur hér er smá mynd af mér með sætuna :)
Mér finnst þetta svo flott en dæmi hver fyrir sig :)Reyndar er toppurinn einhvað farinn úr skorðum þarna haha
Í gær fórum við Gummi yfir á Eskifjörð í mat og það var svo gott það var kjúklingabringur og bananar manni brá pínu fyrst að sjá kjúkling og banana saman en vá þetta var bara alveg æðislega gott. Fjölskyldan þar hafði minnkað svoldið mikið allavega þessa helgina því það var bara Garðar, Freydís og Pálína Hrönn náði einni góðri mynd af Pálínu Hrönn þar sem hún er alveg skælbrosandi ætla að setja hana hér inn
Hún er svo mikil prinsessa þarna var mamma hennar að stríða henni og hún sko grenjaði úr hlátri
Annars var Lilla góð með sig áðan. Ég fór aðeins í tölvuna og hún fór að væla og vildi komast í fangið á mér, svo að ég tók hana upp en lét hana svo í stólinn hérna við hliðin á mér og ákvað svo að gefa henni bara bein. Svo lá hún hérna í kollnum við hliðin á mér og var að naga beinið og þá fór ég að klappa henni og segja við hana að ég væri ( Mamma) hennar og hefði sko alltaf tíma fyrir hana þó að ég væri í tölvunni og vitið þið hvað mín gerði hún hoppaði niður af kollnum. Lærdómur þó að foreldrar hafi alltaf tíma fyrir börnin þá hafa börnin ekki alltaf tíma fyrir foreldrana.
En jæja nú veit ég ekki hvað ég að segja ykkur meira. Ef pabbi væri enn á lífi þá hefði hann orðið 62 ára í gær 14 Nóvember. Innilega til hamingju með daginn pabbi minn.
See ya all .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.11.2008 | 19:56
Æðisleg helgi yfirstaðin :)
Þessi helgi er búin að vera mjög góð. Föstudagurinn fór bara í að vinna og það var bara fínt. Svo var komið heim og ég horfði á útsvar svo kom Gummi heim um 9 leitið alveg dauðþreyttur eftir erfiðan dag. En svo lágum við bara hérna og gláptum á sjónvarpið og svo var bara farið snemma í háttinn. Laugardagurinn kom svo upp ekki svo bjartur en það rættist vel úr honum. Byrjaði á því að koma mér á fætur og fór svo í tölvuna og svona dútl bara. Ákvað svo að þrífa þar sem mér gekk ekki nógu vel að koma karlinum á fætur. Setti ryksuguna í gang og lét útvarpið á og kallinn rumskaði ekki einu sinni. Svo skúraði ég efri hæðina og fór svo niður og reyndi hvað ég gat að koma karlinum á fætur kom með alveg snilldarhugmynd sagði við hann að ég myndi koma með geðveikt fallega b*** kellu inn en þá fattaði ég að ég myndi aldrei ná honum frammúr þannig að ég var ekki lengi að taka þetta til baka. En á endanum náði ég karlinum og hundinum upp í sófa. Ákvað svo að fara í Samkaup að kaupa einhvað smátterý úr bakaríinu og sagði við kallinn að hann yrði annaðhvort að vera búinn að raka sig eða fara í sturtu þegar ég kæmi til baka, en ég var svo heppinn að hann var búinn að bæði þegar ég kom heim. Því var hent í sig matnum og svo var rokið út.
Leiðinni var haldið upp á Egilstaði. Þegar þangað var komið var byrjað á að fullnægja þörfum mínum og fara með mig í bónus og var verslað smá þar svo var farið til Tengdó í kaffi. Lét tengdó líka hafa nokkrar buxur til að laga sagði að hún mætti taka sinn tíma en hún var búin með þetta þegar við vorum búin að fara út að éta. Þessa helgi græddi ég 3 nýjar buxur Einar sem ég var búin að gleyma en rennilásin farinn að stríða mér. Svo voru tvær buxur sem voru með saumsprettu og ég lét bara laga það. Klukkan 7 var svo mæting í matinn. Fyrir þá sem ekki vita var boðið út að borða með vinnunni hans Gumma. Í matinn var sjávarréttasúpa ( var að fara að fá mér eina skeið þegar ég heyrði einhvern segja - þetta er sjávarréttarsúpa ) En ég smakkaði samt á henni en fannst hún ekki góð. Svo fengum við rosalega gott kjöt og grænmeti og kartöflumús og sósu. Í eftirrétt var svo rosalega góð súkkulaðikaka með rjóma var bara orðin svo södd að ég gat ekki klárað. Svo var bara setið smá lengur og sötrað rauðvín og spjallað og einhvað um 12 var haldið heim á leið. Þegar heim var komið var bara farið að sofa enda búið að vera langur dagur.
Sunnudagurinn rann upp. Vaknaði klukkan 10 lagðist upp í sófa og fór að horfa á skrípó það var bara æði. Vona alveg innilega að ég fái einhvern tímann að horfa á skrípó með barninu mínu. Var að læra það í uppeldisfræði að það er mjög hollt fyrir börnin að það sé horft með þeim á sjónvarpið og leyfa þeim að spyrja eftir á. Var svo bara að hangsa í tölvunni. Svo kom Gummi frammúr og þá hringdi systir hans Gumma og ákvað að kíkja í heimsókn. Og það var alveg rosalega gaman að fá þau. Oddný Edda og Benedikt Árni eru algjörir gullmolar og það var æðislegt að fá þau í heimsókn. En svo ákváðu þau að halda áfram í heimsóknum og við Gummi og Lilla vorum bara 3 eftir á heimilinu og við vildum ekki hafa það þannig svo að við buðum Garðari, Freydísi og co í mat og ætluðu þau að koma. En svo hringdi Freydís og afboðaði þau þannig að ég og Gummi urðum bara að sætta okkur við að vera ein eftir hér.
Ég er svo bara búin að vera að læra hérna heima, og mér finnst ég hafa verið dugleg. Ég skar allt í pulsupastað og Gummi eldaði svo núna sit ég hér og blogga fyrir ykkur yndislegu bloggvini. En hafið það gott og ég vona að helgin hjá ykkur hafi verið jafn góð og mín.
ps. Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér hvernig á maður að skrifa orðið typpi???? Er það typpi eða tippi. y er flottara en ég veit ekki hvað er rétt. Var spurð að þessu um daginn
Over and out ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
5.11.2008 | 22:43
Rosalega eruð þið vondar við mig :(
Hahahahha. Vallý segir að bloggið mitt sé farið að lykta. Er það ekki bara ilmvatnið sem ég lét á bloggið Og Dóra segir mér að fara að segja einhvað af viti eða fara að sofa. En ég ætla nú að eyða út lyktinni, segja einhvað af viti og fara svo að sofa
Ætla því allra síst að tala um stjórnmál. Sérstaklega ef ég á að segja einhvað af viti Þá held ég að það sé meira vit í því hvað ég borðaði í kvöld og það var Hamborgari með eggi og hvítlauksbrauð a la Gummi. Nammi namm. Heiða systir hans Gumma kom hérna til okkar. Var varla komin inn úr dyrunum þegar það var bankað og ég náttla hrökk við, það er sko saga til næsta bæjar ef ég fæ gesti. En Heiða borðaði með okkur og það var rosalega gaman. Alltaf gaman að breyta til.
Mig hlakkar svo mikið til helgarinnar. Fæ helgarfrí með Gumma núna. Gummi er búinn að vera að taka svo mikla aukavinnu að ég er eiginlega hætt að þekkja hann. Og svo talar hann ekki um annað en viðhaldið, mér er farið að líða stundum illa bara þegar hann er að segja mér frá vinnunni en þá er hann að sjálfsögðu að tala um einhvað viðhaldsteymi sem lagar vélarnar, eða hvort að það sé viðhaldsdagur hjá þeim...
Nenni ekki að ljúga meira í ykkur. Hafið það gott. Ummm góð lykt hérna núna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.11.2008 | 12:25
Ég man...
Eftir því þegar ég var lítil eða svona gloppum hér og þar. Það er til alveg hellingur af videoum heima hjá Mömmu frá því að ég var lítil. Mikið í útlöndum og svona. Ég man daginn óljóst þegar ég kom heim og Pabbi var kominn með videokameruna. Þessi videokamera átti eftir að marka stór spor í lífi mínu og ég elska þessi myndbönd. Eitt er tekið úti í Florida þegar ég fór með Mömmu, Pabba og vinafólki þeirra, og vá hvað það var gaman. Pabbi var alveg óður með videokameruna og var liggur við allt sem við gerðum tekið upp. Eitt myndband er þegar ég var í baði og ég söng eins og ég veit ekki hvað. Ég var sko ekki að syngja lög úr leikskólanum nei ég var að syngja um daginn og veginn. Bara bull sko. Þennan hæfileika hef ég sko ekki í dag. Svo er á þessu sama myndbandi ég í sundi ásamt tveimur stelpum sem töluðu ensku. Ég spjallaði alveg helling við þær og fannst ég skilja allt sem þær sögðu enda var svar mitt við öllu Yes. Það var held ég eina orðið sem ég kunni fyrir utan að ég held Coffe og Breakfast. Mamma leiðréttu mig ef ég fer með einhverja vitleysu.
Videokamerunu var líka hægt að nota í meira hún var hægt að nota sem vopn. Ég var í brjáluðu skapi inn í einhverr verslunarmiðstöð man ekki hvað það var sem ég vildi fá en það var einhvað og pabbi var náttla með videokameruna og tók myndband af prinsessunni sinni í brjáluðu skapi. Man eftir því sem mamma sagði við mig þá og ég var sko ekki sátt við það. Hún sagði að ef ég myndi ekki hættu þessu þá myndi hún sýna Rögnu Ömmu myndbandið þá kom ábyggilega einhver svipur á mig. ég meina hver vill láta Ömmu sýna sjá sig óþekka. Veit nú samt ekki hvort þetta hafði þau áhrif að ég hætti frekjunni eða hvað. Mamma kannski svarar því.
En það var meira sem tekið var upp til dæmis ein jólin þegar ég var að lesa á pakkana og mig minnir að ég las það þannig að þeir voru allir til mín. Man svo eftir einni jólagjöf sem ég fékk frá Kalla bróður það var videospóla einhvað með Línu Langsokk var búin að horfa á hana mjög oft inn í Hagkaup. Eigum líka til á myndbandi þegar ég og Ástþór vorum að prufa traktorinn hans Pabba ég hef ábyggilega verið í kringum 9- 10 ára og Ástþór hefur verið 2-3 ára og þegar ég er á traktórnum þá er hann að leiðbeina mér. Krakkinn ekki ennþá farinn að tala en hann er samt að kenna stóru frænku að keyra. En svo breyttist dæmið við, og í sumar fór ég með Ástþór í æfingarakstur.
En jæja þarf að fara að læra. En hafið það gott og vonandi verður þetta skemmtileg lesning fyrir ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.11.2008 | 21:57
þessi er góður
Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.
Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.
Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað sjúkraþjálfarann að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.
Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.
Sjúkraþjálfarinn sagði það ekki nema sjálfsagt.
Svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar