Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 22:28
Alkólistinn ég...
Búin að drekka 3 bjóra. reyndar síðan í Desember eða einhvað. reyndar einn í sumar en þarf nokkuð að taka hann með? Segi bara SKÁL við ykkur rugludalladósir Og já hættið að hlæja að mér
Annars er lítið að frétta héðan. Ég vinn bara og vinn og Gummi líka en mesta erfiðis vinnan er hjá Lillu það er ákveða hvort hún eigi að kúra í sófanum eða rúminu ;)
Mig er búið að langa svo í Fisk eins og Pabbi minn heitinn bjó alltaf til í raspi með kartöflum og sítrónusafa, á fisk í frystinum kannski ég taki hann út og prófi. Kannski pabbi hjálpi mér. Veit ekkert hverju ég á að ljúga í ykkur er hafið það gott :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2008 | 21:52
Varð að setja þetta hérna inn.
Var að tala við Sússu systir mína áðan og vorum að tala um lífið og tilveruna og hún kom með svo fallega setningu það er - enginn er svo vondur að hann hafi ekki einhvað gott í sér. Mér finnst þetta svo satt.
Annars er lítið að gerast hjá mér en samt nóg að gera væri alveg til í að geta klónað mig sólarhringurinn er ekki nógu langur fyrir mig. Og námið er orðið svo erfitt. Og því miður er ég orðin pínu lítið eftir á en ég reyni að vinna það upp eins vel og ég get. Reyni að gera einhvað um helgina. Annað en að láta lita á mér hárið. Talaði reyndar við Svövu áðan og við vorum báðar svo þreyttar að við ákváðum að lita hárið bara um helgina og reyna að kíkja á kaffihúsið og svona. Það verður fjör.
Dagurinn í dag var mjög erfiður. Ég verð ábyggilega ekki lengi að sofna. Tek líka allt of mikið inn á mig í vinnunni. Það er ekki allt mér að kenna verð að fara að koma því inn í hausinn á mér. En nóg um vinnutal.
Davíð Oddson reitir víst bara af sér brandar í kreppunni en ég hef svo lítið vit á þessari kreppu. Veit ekkert hvað þessir stýrivextir eru veit bara að þeir hækka um helming en fatta það samt ekki því mér skildist að þeir væru í 12% en hækkuðu í 18% get ekki fengið 50% út úr því. Ef einhver fattar þetta megið þið alveg reyna að útskýra þetta fyrir mér. En jæja fer að segja þetta nóg í bili og ef þetta er ekki nóg lestrarefni handa ykkur - FÁIÐ YKKUR ÞÁ BÓK.
hehe Dóra draslið úr stiganum er ekki ennþá farið og maturinn er farinn að kólna hvenær kemur eiginglega??? Lady vally ertu bara hætt að stela hurðarhúnum?
Mamma hvernig gengur nýja eldavélin???? Hvað ertu búin að elda eina máltíð á henni??
Hafið það gott elskurna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2008 | 19:47
Stormur á Austurlandi.
Mig langar að gráta núna var búin að skrifa helling en það datt allt út er búin að gefast upp í kvöld. Fáið kannski blogg á morgun ef þið eruð stillt. Hvort finnst ykkur flottara?
Eða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2008 | 21:26
Vá ég hef bara ekki undan...
með til hamingju óskirnar hér koma 2
Vil óska Freydísi til hamingju með afmælið og Pálínu Hrönn til hamingju með daginn
Annars er lítið að frétta héðan held stundum að ég eigi bara ekkert líf það er það sama alla daga eða svona nánast Fór í dag í skírn hjá Pálínu Hrönn, ( fyrsta skipti sem ég fer í skírn í heimahúsi og þetta var allt rosalega fallegt. En Pálína Hrönn var einhvað með í maganum greyið og grét stanslaust í hálf tíma eða einhvað.
Eftir skírnina fórum við í Samkaup og svo heim að elda Bayoneskinku. Það reyndar vantaði svo mikið með henni. Við vorum bara með karöflur og rabbabarasultu vantaði sósu og baunir fyrir mig. Prumpa alltaf svo vel af þeim Hehe en ætla að láta þetta gott heita í bili er í svo litlu bloggstuði. Over and out...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.10.2008 | 18:52
Til hamingju :)
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Konni, Hann á afmæli í dag
Hann er 14 ára í dag, hann er 14 ára í dag
Hann er 14 ára hann konni... Til hamingu með daginn ástin mín :)
Nenni ekki að blogga núna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2008 | 20:05
Dúndrandi snilld :)
Þetta er í tilefni kreppunnar alltaf gott að hlæja smá :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.10.2008 | 09:49
Lærdómurinn
Þessi helgi fer í ritgerðarsmíði. Ég þarf að gera ritgerð úr norrænni goðafræði. Ég ákvað að gera ritgerðina um örlög Svanhildar en hún var tröðkuð niður af hestum. Ef þið vitið einhvað um hana þá meigið þið alveg setja það hérna inn.
Annars er allt gott að frétta héðan úr Borghól. Lífið gengur bara sinn vanagang. Allir sinna sínum verkefnum. Gummi stendur sig mjög vel í tröppusmíði og það vantar bara handriðið núna. Og ég er alveg rosalega sátt með minn mann. Hann er að vinna núna, en eins og flestir ættu að vita þá er ég hætt að vinna um helgar og það er sko bara æðislegt. Ég og Lilla verðum því bara einar að dóla okkur hérna heima. Veit ekki alveg hvað ég á að segja ykkur. Ætla að segja ykkur svona fyndnar sögur af Lillu bara í staðinn, svona á meðan ég hugsa.
Þegar ég er úti að labba með Lillu þá vill hún alltaf stoppa hjá vinnufélaga mínum og nágranna hún er sko með 2 kisur og svo segir maður Lilla komdu og hún horfir alltaf á mig og það er eins og hún sé að hugsa - Hvað ætlaru ekki í heimsókn??
Lilla lá í sófanum um daginn og var svona hálfsofandi og ég var einhvað að syngja hérna og svo leit ég á hana og þá horfði hún á mig og það var eins og hún væri að hugsa - Þú ert alveg rammfölsk, en ég elska þig samt :)
Hún á það líka til að líta undan ef það er einhvað í sjónvarpinu og hún sér einhvern alþingismann sem hún er ekki sátt við.
Eitt enn en það er svona bara hugarangrar mínir. Þetta er í sambandi við það þegar fólk er að kveðja hvort annað þá á það til að koma með alveg sígildar setningar. Og ætla ég að setja þær hérna inn.
- Við heyrumst bara. ( Við hverju býstu manneskjan stendur við hliðin á þér )
- Við verðum svo bara í bandi ( Já, viltu binda mig núna eða )
Man ekki meira í augnablikinu en ef þið munið eftir meiru þá endilega skrifið það og munið að skilja eftir Fingra og fótaför :) Takk fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.10.2008 | 09:33
Afmælisbarn dagsins er?
Þessi sæti herramaður Þorsteinn Ingi Karlsson. Innilega til hamingju með 14 árin
14 ára í dag hann er
þessi sæti strákur
það er eins og vera ber
að hann borðar ekki krákur.
Haha var smá að leika mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 10:54
Helgarblogg
Góðan daginn. Vonandi hafið þið getað notað helgarinnar.
Mín helgi hefði alveg mátt vera betri það er einn hlutur sem ég þrái svo innilega og það er ekki víst að ég fái nokkurn tímann að njóta þess. En nóg um það
Á föstudaginn eftir vinnu fór ég náttla beint í tölvuna eins og ég geri alltaf, það þarf sko að fylgjast vel með ykkur rugludöllunum Svo fékk ég mér að éta borðaði pítubrauð með grænmeti, skinku og að sjálfsögðu pítusósu. Svo horfði ég á útsvar og svo kom húsbóndinn heim um 9 leitið og fékk sér að borða og svo kíktum við á rúntinn og hann reyndi að fræða mig meira um þessa kreppu en svo fórum við heim og ég var orðin svo þreytt á öllu þessu krepputali að ég fór bara beint niður í rúm nennti varla að bursta tennurnar
Á Laugardaginn var ég bara að hangsa hérna heima og fór mörgum sinnum niður að vekja letidýrið mitt en hann ætlaði bara ekki að vakna. En ég náði honum framm úr um 12 og þá var farið yfir á Reyðarfjörð. En þegar á Reyðarfjörð var komið þá var lokað í Byko vegna vörutalningar þannig að ekki fengum við mikið timbur þar. Þá var leiðinni haldið í Húsasmiðjuna en Gumma leyst ekkert á timbrið þar og svo var það rándýrt þannig að þetta var bara fýluferð. En við ætluðum að gera gott úr þessari fýluferð og kíkja til Garðars og Freydísar en þá voru þau bara á leiðinni út úr dyrunum. Þannig að við urðum bara að gjöra svo vel að halda heim á leið. Þegar heim var komið fór ég að lesa er að lesa núna bók sem heitir flugdrekahlauparinn og hún er svo góð en svo ætlaði ég að aðeins að loka augunum í svona 15 mín en Nei mín vaknaði klukkan 19:00 og var sko ekki sátt. Hélt þá reyndar að það væri bara komin nótt því það var svo dimmt og allt slökkt. Gummi lagði sig niðri í rúmi. Ég náði honum nú framm úr á endanum og við horfðum bara á sjónvarpið og svona Gleymdi að segja að ég fór í gær í blómabúðina og notaði gjafabréfið mitt sem ég fékk í Apríl keypti bolla og mjókurglas í því sem ég er að safna heitir held ég Ritsenhoff alveg geggjað flott.
Og núna í dag er ekkert planað ætla reyndar að reyna að laga vel til hérna og svo kannski fara út að labba með Lillu eða einhvað. Kannski býður maður einhverjum í kaffi En jæja þetta hlýtur að vera nóg blogg fyrir ykkur. Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
10.10.2008 | 22:24
Leti blogg...
Vá hvað ég er hryllilega þreytt og löt. Erfiður dagur í dag, allar tölvurnar hrundu hjá okkur í dag í smá stund allavega urðum að loka búðinni í smá tíma. En þar sem ég nenni ekki að blogga þá koma smá kreppulög eða textinn við þau.
Þetta er nýr texti við lag Vilhjálms Vilhjálmss. söknuður:Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.
Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd
Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.
Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Höfundur ókunnur
Nýji texti við ísland er land þíttÍsland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt ...Njótið vel um að gera í kreppunni að reyna að hlæja smá líka þó svo að allt sé að fara fj***** til. Eitt smá fyndið áður en ég lýk þessari bloggfærslu. Var að tala við Lillu mína áðan og var samt einhvað annars hugar og hló mikið þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt. Lilla var að væla við hurðina hérna uppi og þar sem það er enginn stigi til að komast í grasið þá sagði ég við Lillu- þarftu að pissa? Komdu þá niður það er betra klósett þar Hef ætlað að leyfa henni að pissa í sturtubotninn eða einhvað. Over and Out. Dísin kveður að sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar