Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
27.1.2008 | 23:26
Nú er ég sko lúin og búin á því :(
Maður veit aldrei hvernig maður á að byrja að skrifa í þetta blogg á þetta að fara að vera eins og þegar fólk skrifar dagbók og byrjar þá svona Kæra dagbók. Hei prufum þetta það er alltaf gaman að prófa einhvað nýtt.
Kæra Bloggsíða!
Hjá mér gerist aldrei neitt skemmtilegt lifið heldur bara áfram að ganga sinn vanagang en ég hef mig aldrei í að gera neitt ( ekki allavega ef það er ekki inn á heimilinu). Er búin að ætla að kíkja til Svövu í ábyggilega viku eða einhvað en NEI hvað gerir maður eftir vinnu Leggst upp í sófa og byrjar að mygla þar Hvernig ætli maður færi af ef það væri ekkert sjónvarp til??? Hvað myndi maður eiginlega gera. Minnir að Ma og Pa hafi verið að segja mér að þegar þau voru lítil þá var aldrei sjónvarp á Fimmtudögum. Það hlýtur að hafa verið skrítið.
Nýji meirihlutinn í Reykjavík hefur ekki átt góða byrjun virðist vera sem er nú kannski skiljanlegt voru vel teknir fyrir í spaugstofunni en mér fannst 2 í henni alveg eftirminnilega fyndið það var þegar þau voru þarna á bakvið það er að segja Villi og co þegar ólafur fer einhvað að spyrja hvað eru þau að kalla hættið við og þá sagði einhver Neinei þau eru að kalla Kæst svið :) Og svo í alveg bláendann þegar Löggurnar eru þarna og eru hjá einhverjum valtara og þá lemur önnu löggan í valtarann og segir hvað er þetta valtari og þá segir hin Nei, Ekkert miðað við Ólaf hann er miklu valtari :)
En helgin hjá mér gekk alveg stóraáfallalaust fyrir sig og ég skal segja ykkur einhvað aðeins frá henni.
Föstudagur: Vaknaði og mætti í vinnuna og gerði bara það sama og alltaf í vinnunni sem er ekkert til að segja frá. En þegar ég var búin að vinna þá kom Gummi og sótti mig og við elduðum pissu eða svona keypta úr búð, ( Hvað hún var á tilboði ) og svo var hún bara étin upp til agna og þá var svo bara horft á sjónvarpið.
Laugardagurinn: Vaknaði um 10 leitið og fór í tölvuna og svo ákvað ég að vera dugleg að fara að skúra hérna heima og svo er ég alveg rennsveitt, í Gúmmíhönskum og með skúringarskaftið í höndunum þegar það er bankað. Og er ekki bara Freydís fyrir utan, Mikið varð ég nú glöð að fá smá félagsskap, Gummi er nú ekki mikill félagsskapur þegar hann er sofandi. En já svo vorum við Freydís bara einhvað að spjalla og skoða í myndir og svona í tölvunni, svo ákváðum við að leigja mynd á skjánum leigðum mynd sem heitir Becose I said so og það er alveg snilldar mynd.
En svo kom Garðar og sótti Freydísi og við Gummi kíktum út í búð. Svo hringdi Garða og spurði hvort við vildum panta með honum Pizzu og við sögðum náttla bara jájá þó að við værum að fara á Þorrablót svo koma þau um 6 leitið og við pöntum pizzurnar og þá er sagt að það sé svona 20 til 25 mínútna bið en svo bíðum við og bíðum og eftir klukkutíma gefumst við upp og hringjum aftur og þá á pizzan að vera farin út og við reiknum með að hún fari þá að detta inn bara en hún kemur svona 30 mín seinna og þá vantar eina pizzu og gosið og hinar pizzurnar eru orðnar ísskaldar. Held ég hafi bara aldrei lent í þessu áður en nóg um það ég og Gummi urðum að fara en Garðar og Freydís urðu eftir hérna og biðu eftir hinni pizzunni. Við verðum bara að endurtaka þetta og þá mun ekkert liggja á
En Þorrablótið var mjög vel heppnað í alla staði og er ég mjög ánægð með að hafa prófað það.
Sunnudagurinn: Vaknaði lagaði aðeins til og fór svo að vinna var að vinna til 6 og svo er ég bara búin að hanga fyrir framan tövuna og sjónvarpið fór reyndar í sturtu líka en núna sit ég hér og geri ábyggilega lengsta blogg sem ég hef gert.
Jæja Kæra bloggsíða nú kveð ég þig. Kannski nenni ég að blogga í þig á morgun það er að segja ef einhver kvittar í þig og biður og meira blogg. Þið megið líka alveg biðja mig um að tjá mig um einhver málefni. Ég get alveg tjáð mig um það þó að ég hafi ekkert vit á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.1.2008 | 21:28
Fréttir dagsins
Jæja þá er meirihlutinn sprunginn. Nú þykist ég hafa einhvað vit á þessu en í sannleika sagt hef ég aldrei verið sterk í svona stjórnmálum. En já allavega þá er Davíð ekki lengur borgarstjóri helgur Ólafur F Magnússon og verður hann fyrri hlutann og svo tekur Vilhjálmur við aftur. Hehe það er skipt oftar um Borgarstjóra heldur en nærbuxur.
En það er meira nú er það komið fram að einhverjir keyptu föt fyrir hvorki meira né minna en 1.000000 væri alveg til í að fá þessa upphæð í fatapening sérstaklega þar sem maður er alltaf að skemma fötin sín í vinnunni fá í þau fitubletti og sollis.
Í dag ákvað ég að vera heima er alveg uppfull af kvefi og ógeði er eiginlega bara búin að sofa í dag horfði reyndar á My girl í dag og það er svo góð en samt svo sorgleg mynd grenjaði og grenjaði yfir henni og svo í gær var ég að horfa á mynd sem heitir knocked up hún er líka rosalega góð.
Gummi var að elda hana mér slátur og kartöflur áðan og það var svo gott En jæja blogga meira þegar ég nenni BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.1.2008 | 14:45
Blogg tími :)
Alltaf lofar maður öllu fögru um að ætla að verða dugleg að blogga en ég hef ekki enn sem komið er geta staðið við það. En ég ætla að koma með smá blogg núna.
Í dag vaknaði ég með smá ónot í hálsi og er frekar slöpp held ég sé komin með streptokokka Og ég er svona frekar slöpp núna varð samt að fara að vinna aðeins áðan og kenna einni að baka Annars er þetta fríhelgi hjá mér og ég ætla að njóta þess að vera í fríi. Ætlunin var að fara í barnaafmæli í dag en miðað við líðanina þá held ég að ég fari bara í kvöld.
Í gærkvöldi kom Snorri vinur Gumma í kaffi og það var voða gaman alltaf gaman að fá gesti
En jæja núna held ég að ég sé búin að blogga nóg í bili ætla að athuga hvort ég finni ekki einhvað skemmtilegt að blogga um ætla samt að segja ykkur frá svoldið skrítnu með Lillu. Sko á morgnana þegar ég er að vinna þá vill hún sko ekki fara á fætur en núna þegar loksins ég má sofa út þá byrjar hún að væla alveg eldsnemma svo ég gefst upp og hleypi henni út og er komin á fætur og svona og svo þegar ég er komin á fætur þá er hún alveg til í að sofa meira. Brosti meira að segja svona fallega til mín í morgun þegar ég var komin á fætur og hún upp í rúm Alveg hreint ótrúleg :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2008 | 01:34
4 Janúar 2008
Vá, ég trúi því sko ekki að það sé komið 2008. Maður má varla snúa sér við og þá er bara komið nýtt ár.
En ég hef haft það bærilegt og reynt að eyða bara miklum tíma með fjölskyldunni. Fór til dæmis í dag að passa Maríönu á meðan Geiri og Gummi fóru í rvk að kaupa þvottavél handa Aseneth, ég og maríana skemmtum okkur mjög vel en bara allt í einu þá fór hún að hágráta og ég var búin að gera alllt sem ég gat til að hugga hana og svo allt í einu var Brandur farinn að gráta með henni En svo lét á bara spænska tónlist á handa henni og þá róaðist hún. Svo þegar Aseneth kom heim þá horfðum við á Daddy day camp og meet the robinsons ( báðar voru rosalega góðar) en svo þegar Geiri og Gummi komu þá hjálpaði Gummi Geira að koma vélinni fyrir svo borðuðum við og svo fórum við Gummi heim til Mömmu.
Við vorum svo öll bara að hanga hér heima og fórum svo á Subway og fengum okkur Salat maður verður víst að fá einhvað sollis eftir allar kræsingarnar um jólin en svo komum við heim borðuðum og horfðum á útsvar og svo labbaði Ég, Gummi og Lilla til Sússu og co og sátum við þar í eina 3 tíma eða einhvað og bara að spjalla. Rosa fjör. Svo ætla ég að fara heim á Sunnudaginn og Mamma ætlar að koma með og vera í viku sem er bara gott og blessað.
Á morgun ætla ég að reyna að kíkja til Ömmu og fara svo í Rvk og kíkja í Ikea og sollis svo verðum við bara í afslöppun eftir það og þangað til á Sunnudag og svo fer ég að vinna á Mánudaginn.
En jæja höfum þetta nóg í bili Kossar og knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar