Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

blogg dagsins

HELLÚ.

Humm ákveð að blogga og veit svo ekkert hvað ég á að segja. Hehe

En ég skal reyna að bulla einhvað í ykkur.Helgin hjá mér var mjög fín, fór samt ekki neitt var loksins heima í slökun. Eldaði pizzu í gær eða Gummi og ég þreif allt hér og svo fengum við feðgana í mat og það var bara gaman. Horfum á Billy madison sem er bara alveg snilldar mynd hehe. En veit ekki hvað ég á að bulla meira það les þetta hvort eð er enginn, En Kalli bróðir minn og hans fjölskylda ætlar að koma næstu helgi og það verður sko bara gaman, Jei hlakka til ætla að búa til Lasagne fyrir þau en nenni þessu ekki meir ætla að henda mér í sturtu og fara svo að kúra hjá kallinum BLESS


Innlit/ Útlit (Úps)

Fór illa að ráði mínu áðan. Gummi var nýbúinn að vera að elda handa mér þetta fína sítrónukryddaða læri alveg rosalega gott Takk GUMMI minn InLove En svo fór ég að horfa á innlit útlit og fór frekar illa að ráði mínu Undecided Það byrjaði á því að Einn maður var með svo geðveikt bað hjá sér og mig langaði sko bara að fara í bað og ég var að segja við Gumma að ég hefði frekar átt að fá mér þann mann. Ekki nóg með það að þá kemur annar maður sem var með barn á leiðinni og svo kom næsti maðurinn sem var að elda svo góðar kjúklingabringur Og Gummi var farinn að horfa svona frekar mikið á mig og ég fór að segja við hann að hann þyrfti að fara að finna sér einhvað að gera svo ég myndi vilja hann. Svo sagði ég við Gumma - Nei nei Gummi minn ég elska þig þó þú eigir ekki fallegt bað, Það er ekki barn á leiðinni og þú (næstum búin að segja eldar ekki góðan mat. Úps ég fæ ábyggilega bara núðlur næstu mánuði fyrir þetta.

En nóg um það. Ég fer í sumarfrí eftir aðeins meira en mánuð og mér er farið að hlakka mjög mikið til ætla að fara suður og vera þar í svona viku. Og svo fáum við ábyggilega húsið afhent áður en ég fer að vinna aftur. Og fyrir þá sem ekki vita þá var ég og Gummi að kaupa okkur hús eigum að fá það afhent 1 Júlí.

En jæja Gummi vill fara að horfa á Get rich or die tryin best að fara að kúra hjá honum. Reyni að blogga meira á morgun KOSSAR OG KNÚSAR Heart


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband