Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
23.4.2007 | 21:29
Hehe
Nú er ég búin að vera að skamma Geira fyrir að blogga ekki fyrir Maríönu og svo blogga ég EKKI sjálf hehe ég verð að ráða fram úr því.
Það er nú samt eiginlega aldrei neitt að gera hjá mér nema þetta sama gamla VINNA;VINNA OG VINNA hehe geri yfir leitt ekki mikið í frítíma mínu. En hér kemur smá blogg.
19 Apríl eða Sumardaginn fyrsta var ég og Gummi í fríi svo að við kíktum yfir á Eskifjörð að hitta hann Garðar vin okkar í nýja húsinu hans. Kíktum þar í kaffi og vorum þar í smá tíma. Svo kíktum við á Egilstaði í mat og kíktum svo á Seyðisfjörð þar var alveg rosalega gaman. Vorum þar alveg framm á nótt og fórum svo og vorum hjá Tengdó um nóttina þar sem Mamma var að koma um morguninn.
20 Apríl komu Mamma og Berglind. Ég og Gummi fórum aðeins að leita að ísskáp áður en að þær komu en svo var bara haldið af stað á Nesk þar sem ég þurfti að mæta í vinnu klukkan 1 en ég var bara að vinna til klukkan 6 og þá kom ég heim og þar var bara legið í leti.
21 Apríl var eiginlega bara legið í leti reyndar fórum við í sund en það var eiginlega það eina sem ég gerði nema ég fór út að borða með stelpunum úr vinnunni um kvöldið.
22 Apríl þá vorum við komin út um hádegi kíktum upp á Egilstaði og fengum okkur smá rúnt upp í Hallormsstað þar hitt Mamma einhverjar stelpur sem hún var að vinna með sem eru í húsmæðraskólanum og þær sýndu okkur eiginlega allt sem var bara cool og svo var haldið í að skoða trjásafnið í Hallormstað fengum okkur smá rölt þar svo fórum við í Kaffi til tengdó. Ákváðum að fara aðeins á eiðar og sýna mömmu þann stað og svo var bara haldið aftur til Tengdó í mat og svo var skilað Mömmu og Berglindi til baka. Held að Pabbi hafi verið mjög ánægður að fá þær aftur :)
En jæja blogga meira seinna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2007 | 13:19
Páskadagur
Nú er alveg heilmikið búið að vera að gera hjá mér. Í gær var skírn hjá henni maríönu litlu sætustu frænku minni hún var rosalega stillt og góð í kirkjunni. Og svo eftir skírnina var haldið heim til Geira og Aseneth og þar var þetta fína kaffi og kökur. Eftir það var farið heim og þar var Berglind knúsuð og kysst því hún átti afmæli í gær

En svo komu sorgarfréttir hún Amma mín Súsanna lést í gær og vil ég bara segja við hana ég mun alltaf elska þig og muna eftir þér Elsku Amma mín

En nú skal ég bara láta þetta gott heita í bili stefnt er að því að fara í bíó í kvöld á Bean in holiday blogga bara meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2007 | 23:27
jæja komin suður.
Í dag hefur svo verið alveg helling að gera ég vaknaði um 10 og fór að borða og leika við Lillu svo kom Geiri í heimsókn og svo bættust Nonni, Davíð og Thelma lind í hópinn. Krakkarnir komu með hjartasúkkulaði mola handa mér

En svo var leiðinni haldið upp á Sjúkrahús og hitta Pabba og svo fórum við til Geira og Aseneth og Maríönu. Ohh hún var svo sæt alveg yndisleg og hún var svo góð hjá mér

Svo þegar heim var komið kíktu Kalli og Kolla og börnin og það var fínt. En nú ætla ég að fara að koma mér í bólið er að leka niður af þreytu

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2007 | 13:35
Fyndið :)
Hæhæ þið fáu sem lesið bloggið mitt Má ég biðja ykkur um eitt?? Mig langar svo að biðja ykkur um að kvitta fyrir ykkur það er svo gaman að sjá hverjir nenna að lesa þetta. Annars gæti ég alveg eins talað við vegginn hérna hjá mér
En nóg um það.
Í gær kíktum við Gummi á Akureyri fórum í Rúmfatalagerinn og Hagkaup og svona versluðum okkur tölvuborð og svona núna vantar okkar bara tölvustól við sáum engan sem okkur fannst þægilegur En það var bara hörkufjör fórum á Subway sem var sko bara gott hehe. EN svo fórum við að borða á Pizza 67 á Egilstöðum og á meðan við vorum að borða kom kona inn með kransaköku og mig langaði svo að segja hei ég á ekki afmæli fyrr en á þriðjudaginn
En svo þegar ég kom á Norðfjörð þá fór ég að hitta stelpurnar úr vinnunni sem var bara gaman fór reyndar ekki á ballið.
En eitt sem ég var að spá þegar ég fór einu sinni suður með flugi þá var ég orðin frekar svöng og eins og flestir vita þá er ekki boðið upp á neinn mat í flugvélinni nema kaffi,vatn, te eða svala og ég lenti í því að þiggja einn kaffibolla en þegar ég opna borðið þá blasir við mér Hangikjöt, uppstúf,baunir og kartöflur og það var bara erftitt að horfa á þetta ég sé enn þá eftir því að hafa ekki beðið um hníf og gaffal það hefði verið nokkuð fyndið hehe
Ég gerði alveg stórmerkilega uppgvötun í morgun, sko Gummi var að gera þarfir sínar og beint fyrir ofan klósettið þar er svona skítafílusprey en hann gat að sjálfsögðu ekki spreijað svo ég fer inn á eftir honum þannig að ég fattaði það að Djöfullinn bjó karlmenn til en til að hafa hemil á körlunum þá bjó Guð til konuna
Og eitt í viðbót í gær var viðtal við einhvern mann frá stöð 2 í sambandi við að þeir hækkuðu áskriftargjaldið um einhver 9 prósent eða einhvað og þeir segja að ástæðan fyrir því hafi verið að það sé orðið svo dýrt að kaupa sjónvarpefni og svoleiðis en ef þið spáið í því að þeir gætu hafað hækkað það bara til að hafa opna dagskrá 1,2 og 3 Apríl hehe þetta er bara fyndið
Okey nú er ég komin í stuð en það er bara þetta eina í viðbót svo lofa ég að tala bara við vegginn eða einhvað. En Allavega það sem ég tók eftir í gær er það að það munar 4 krónum á bensínlítranum á sömu bensínstöðinni á Akureyri og Egilstöðum, Ég meina Halló þetta er sama bensínstöðin og sama bensínið hvernig geta þeir þetta????? og ég skal koma með verðið það er 111 krónur líterinn á Akureyri og 115 á Egilstöðum pælið í þessu.
En hafið það gott og ég sé mína fjölskyldu eftir aðeins 3 daga :)
Ps. Geiri minn villtu fara að blogga fyrir Maríönu takk takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar