Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
26.12.2007 | 00:37
Elsku Pabbi minn
Hér kveiki ég á kerti fyrir þig. Ég mun ávallt sakna þín og þú munt ávallt vera í hjarta mínu. Ég elska þig svo endalaust mikið og vildi að ég fengi meiri tíma með þér en ég allavega veit að þú kvelst ekki lengur. Ég veit bara að þú munt ávallt fylgja mér og passa upp á mig. Og þakka ég þér fyrir síðustu mínúturnar með þér.
Ég elska þig alltaf. Kveðja Ásdís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.12.2007 | 17:39
Góða kvöldið :)
Nú er ég ´búin að eiga góða helgi. Er í fríi og var að setja kjöt í pottinn En ég ætla aðeins að segja ykkur frá helginni.
Föstudagur: Var að vinna frá 9 til 6 gerði samt lítið annað þann dag nema glápa á sjónvarpið og svona horfði á útsvar en var svo bara komin á temmilegum tíma upp í rúm.
Laugardagur: Vaknaði um 10 leitið og var bara einhvað að dúlla mér til svona 11 fór þá og dró Gumma minn á fætur, byrjuðum á að skutlast í apótekið og svo var stefna tekin á Egilstaði stoppuðum reyndar og Reyðarfirði og Gummi keypti jólagjöf þar og svo var haldið áfram til Egilstaða. Þar var hoppað í kaffi til tengdó og var stoppað þar alveg ágætlega lengi Skárum út í laufabrauð og steiktum og fórum svo í jólagjafa innkaup og erum langt komin með þau. Svo eftir kvöldmatarleitið var haldið niður eftir aftur vorum komin heim um 11 þá var farið í að ganga frá og svo var bara farið að sofa.
Sunnudagur: Vaknaði um 10 og Gummi rak mig þá í sturtu og sagði að við værum að fara á Breiðdalsvík að hitta Þóru, Palla, Benedikt árna og Oddný eddu. En það var byrjað á því að koma við í vinnunni hjá Gumma og svo þegar það var búið þá var farið í að hringja í þóru en þá sagðist hún vera á leiðinni til okkar Þannig að við fórum bara smá rúnt og svo heim.
Svo komu Þóra og tvíburarnir og það varð að forða öllu brothættu frá þeim. Þau stoppuðu í smá stund og héldu svo áfram að kíkja í heimsóknir. Eftir að þau fóru ákváðum við Gummi að leggjast upp í rúm í smá stund og kúra en það gekk ekki betur en það að ég skreið framm úr klukkan 5 henti kjöti í pottinn og nú sit ég hér og blaðra í ykkur En Gummi sefur enn.
Jæja, Takk fyrir að lesa þetta þið sem gerðuð það og endilega kvittið.
Ps. Það eru bara 4 dagar þangað til ég fer suður JIBBÝ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 19:10
Djöfull er neðri hæðin
orðin flott. Hehe Gummi á sko alveg mikið hrós skilið hann er búinn að standa sig mjög vel Hann er langt kominn með parketið og þetta kemur sko alveg geggjað vel út Núna get ég farið að sofa niðri bara mikið rosalega hlakkar mig til
Jólin eru á næstu grösum og einungis 11 dagar þangað til ég fer suður Ohh mig hlakkar svo til er samt bara búin að kaupa 2 jólagjafir en er búin að ákveða eina í viðbót eða handa Mömmu og Pabba Mig er farið að hlakka svo til jólanna ég bara get ekki beðið er líka búin að vera geggjað dugleg í dag var að vinna til 6 og er bara rosalega orkumikil. Ætla samt ekki að leggjast upp í sófa því þá er voðinn vís. Reyni kannski að mála loftið í dag eða kvöld réttara sagt.
Ég er búin að vera alveg rosalega aum í skrokknum í dag hef legið einhvað illa og finnst ég öll vera í vöðvabólgu. En jæja ætla að fara að elda handa kallinum mínum Bæjó :)
ps. Jólahlaðborðið var mjög gott nema ég varð bara mikið veik en maturinn var æði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 23:05
15 Dagar jibbý
Jæja nú er maður farinn að telja niður og það eru 15 dagar þangað til ég fer suður og mig hlakkar svo til að fá að knúsa familinu. í dag fór ég að vinna klukkan 9 og var að vinna til klukkan 7 fór og keypti mér líka jólaföt í dag er sko að fara á jólahlaðborð á laugardaginn Með vinnunni það verður ábyggilega rosa fjör hehe . Er að vinna á Laugardaginn til klukkan 4 og svo þarf ég að vinna frá 5 til 6 á Sunnudaginn :) og svo er ég í fríi næstu helgi og svo er ég bara farin suður helgina þar á eftir En jæja núna bara nenni ég ekki að blogga meira see ya :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2007 | 22:28
Meira blogg meira blogg
Gott og blessað kvöldið Jæja nú er helgarfríið mitt búið og þá tekur við önnur 2 vikna törn Ohh hvað ég þoli þetta sko ekki. En annars er bara allt gott að frétta af mér er sko búin að vera að laga til í allan dag þá á ég sko við bara jólhreingerning ég er búin að henda alveg slatta miklu Geðveikt dugleg hehe. Er búin að þurrka af öllu og skúra allt saman ohh maður verður svo stoltur af því sem maður gerir :)
Lilla er bara búin aðvera góð voða hjálpleg eins og vanalega held að hún sé að reyna að segja mér að hætta í tölvunni kom aðeins að skoða og svo dró hún bara músina niður hehe
Meira blogg næst see ya all
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.12.2007 | 23:26
1. Desember
Jæja þá er fyrsti í aðventu á morgun Alveg kominn tími á að fara í að setja jólaljósin í gluggann. Er reyndar búin að ætla að gera það síðan síðustu helgi Er bara alltaf svo þreytt þegar ég kem heim úr vinnunni.
En ég er búin að vera í fríi í dag og er sko búin að gera slatta sko Aðalega að eyða peningum samt Hehe en það er svona að vera ég búin að eyða sirka 30.000 + 15.000 sem ég skuldaði Mömmu og pabba. En í morgun vaknaði ég klukkan 9 en lagðist upp í sófa og vaknaði ekki fyrr en Svava hringdi í mig í morgun og bað mig að koma yfir í kaffi og það var sko klukkan 12 Svo fór ég yfir til hennar og stoppaði þar í svona 2 tíma fór svo heim að vekja Gumma og við fórum að eyða peningum og svo komum við heim aftur en hann fór niður að vinna og ég í eldhúsið. Bakaði Lakkrístoppa og svo eldaði ég pulsupasta en náttla snillingurinn ég fattaði það þegar ég var eiginlega tilbúin með allt að ég gleymdi PASTANU svo að ég varð að henda því í pott og sjóða Ég er sko margbúin að segja Gumma að hann á ekki að leyfa mér að koma nálægt eldhúsinu nema til að laga til
Næstu helgar verða alveg vel bókaðar hjá mér sko næstu helgi þá er ég að vinna og að fara á jólahlaðborð og helgina þar á eftir fer ég líka á jólahlaðborð en verð ekki að vinna Og svo helgina þar á eftir þá er ég sko bara stungin af suður Ætla sko að eyða jólunum með fallegu fjölskyldunni minni fyrir sunnan
En jæja ég veit eiginlega ekkert hvað ég á að ljúga meira í ykkur ætla að fara að hengja upp jólaljós og þrífa hehe BÆJÓ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar