Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

28 Nóvember 2007

Úff hvað tíminn líður hratt! Maður er varla búinn að koma sér framm úr á morgnana og þá er maður kominn upp í rúm aftur :( Alveg hreint ótrúlegt og pirrandi líka. Mér finnst ég vera að vinna svo mikið að ég á mér sko ekkert líf utan vinnu. Þegar maður kemur heim eftir vinnu þá byrjar maður á því að elda, borða og ganga frá, Svo eftir það er kannski smá tími til að horfa á einn þátt eða fara í tölvuna svo er það bara sturtan og svo upp í rúm.

Nú á ég frí um helgina og þess vegna ætla ég bara að krossa puttana og vona að ég fái útbogað á föstudaginn ( ætla mér sko upp á Egilstaði og kaupa jólagjafir) Veit ekki alveg hvort ég fer með Gumma eða Svövu og Þuríði. En ég ætla sko að njóta þess að vera í fríi LoL 

Neðri hæðin gengur ágætlega, en eins og er þá þarf ég að fara út til að fara í sturtu vegna þessa að Gummi er búinn að taka stigann, Gæti kannski prófað að hoppa niður en ég held samt ekki Blush Gummi er svo að klára að einangra þar sem stiginn er og þá er einangrunin búin Wink Pabbi hans Gumma ætlar að reyna að koma um helgina og hjálpa honum og þá eru herbergin eftir eða svo sem klára að mála og leggja parket ( stefnum á það að klára það fyrir jól ) Og þegar það er tilbúið þá verður strax orðið rýmra um okkur hérna. Svo eftir áramót verður farið í að taka þvottahúsið og baðið setja sturtuna upp og þvotttarhús niður :) En jæja kveð í bili BÆJ'O Kissing


Blabla

Jæja það er nú kannski best að reyna að baskra einhvað við að blogga meira. Þó að það lesi þetta sko enginn :( En allavega helgin er nú víst búin Sick og þá tekur við 2 vikna törn í vinnunni, ohh ég þoli þetta sko ekki en ætla samt að láta mig hafa það fram yfir áramót.

Ég og Gummi erum búin að ákveða að vera fyrir sunnan um jólin þannig að það verður mjög gaman, er meira að segja búin að fá frí í vinnunni eða svona næstum því, - á bara eftir að spyrja Zögu um að skipta við mig Wink Er samt alveg nokkuð viss um að hún segir JÁ hehe.

Það er eiginlega alveg hellingur að gera hjá mér núna bara á næstunni, er að fara að vinna á morgun og verð til 7 og þá get ég farið að mála herbergið niðri Gummi er sko búinn að grunna ( sem betur fer því lyktin af því er alger vibbi ) en svo á Miðvikudaginn þá fæ ég að losna úr vinnunni klukkan 2 til að fara upp á Egilstaði og segja mig úr einum lífeyrirsjóði er alveg í 3 sko sem er allt of mikið Crying Svo ætla ég að reyna að hafa það gott ( reyna að fá tengdamömmu til að bjóða mér í mat :) Síðan er ég náttla að vinna um helgina en svo er ég í fríi helgina þar á eftir og ætla að reyna að fara upp á Egilstaði og kaupa jólagjafir ( er sko að fatta að það er allt eftir ) en svo helgina þar á eftir þá fer ég á jólahlaðborð með vinnunni og líka helgina þar á eftir þannig að það verður nóg að gera.

Ætla að reyna að fara suður 21 Des og vera til 26 Des þannig að mig hlakkar mikið til að hitta allt fólkið mittHalo En jæja er þetta ekki orðið gott í bili ég skal reyna að finna upp einhverjar vangaveltur fyrir næsta blogg þannig að ég segi bara pass á eftir efninu :) Þetta segir alltaf ein kona sem pantar hjá okkur :) hehe bæbæ


Meira blogg

Góðann og blessaðan daginn :) Hvað segið þið gott?

Ég er núna loksins búin að kaupa mér nýja tölvu er sko búin að vera tölvulaus lengi úff þetta er erfitt en það fyndna er að svo þegar maður er kominn í tölvuna þá veit maður ekkert hvað maður á að gera. Annars er eiginlega ekkert nýtt að frétta af mér Woundering það gerist aldrei neitt hjá mér.

Húsið gengur nokkuð vel, Gummi á sko alveg hrós skilið hann er búinn að standa sig mjög vel Kissing Núna á bara eftir að mála og setja parket í hjónaherbergið niðri. Ég nenni samt varla að blogga meira um þetta ætla bara að blogga um lífið og það sem ég er að hugsa.

Bíómyndir: Hef verið að spá í því með bíómyndir, það er svo fyndið að þegar kvennfólk vaknar þá er það bara málað og allt vildi að það væri svona hjá mér. Myndi bara vakna með málinguna á mér og hárið slétt og flott.

Æji ég nenni þessu ekki ætla að setja inn myndir :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband