Smá blogg í morgunsárið...

Góðan daginn bloggvinir mínir nær og fjær. Vonandi hafið þið það gott.

Ég er öll að hressast núna hafði meira að segja orku í að henda inn einni bloggfærslu. Og þá er nú mikið sagt. Annars er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég nenni sko ekki að segja frá því öllu sem á daga mína hefur drifið síðan þá. En ég held að þegar maður man varla lengur aðgangsorðið á sína eigin bloggsíðu þá er kominn tími á blogg.

Eins og er núna þá er ég bara að bíða eftir að fara að vinna. Verð þar til 6 og kem þá heim og fer að ?????? Veit það ekki sjálf. Kannski bara hanga í tölvunni og horfa á sjónvarpið. Gasp

Núna styttist í sumarfrí og mig er farið að hlakka svo geggjað mikið til. Ætla að koma suður og vera þar í smá tíma og svo kemur Gummi. Ég þarf líka að fara í 20 vikna sónarinn fyrir sunnan. Mig hlakkar bara svo til að fá krílið mitt í hendurnar en auvitað á maður að njóta meðgöngunnar líka. En jæja er að verða stopp á orðum þannig að ég blogga meira seinna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Ásdís mín.

Meiriháttar að heyra frá þér. Þú stendur þig rosa vel vinur. Þettta er bara allt saman að ganga vel hjá þér heyrist mér. Gangi þér vel vinur og eigðu góðan dag.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband