Á morgun, ó morgundagur kær

Á morgun reikna ég með að fara suður Smile Og mig hlakkar geggjað mikið til.

Annars náði flensan að festa sig á mér, vildi að það væri ekki til neitt sem heitir flensa. Hún byrjaði sko á Mánudaginn Bolludaginn sjálfan kom heim eftir vinnu og fór að elda fiskibollur í tómatsósu og var búin að hafa mikið fyrir þessu en loksins þegar maturinn var til þá gat ég borðað eina bollu var svo lystarlaus og KALT. En ég lagðist upp í sófa undir bæði sæng og teppi og horfði á One three Hill. Svo fór ég beint niður að sofa.

Vaknaði alveg kasúldin á sprengidag. Og hringdi mig veika inn í vinnu. Lá svo bara að horfa á sjónvarpið. Gerði svo eitthverja tilraun til að búa til baunasúpu en hún var ekki alveg að virka held ég. Sko hún var góð og allt það en rófurnar, gulræturnar karöflurnar og allt það var bara komið í mauk og mér fannst baunirnar frekar leiðinlega láu samt í bleyti yfir nótt. En nóg um það svo kom Gummi heim og ég lét hann hjálpa mér. Ég lét hann sjá um matinn á meðan ég fór í sturtu. Svo hjálpuðumst við bara við ég gat nú borðað alveg ágætlega af súpunni en svo lagðist ég upp í sófa. Fór svo fljótt niður að sofa.

Öskudagurinn: Hélt ég væri orðin hress og fór að vinna en það var ekki svo mikið rétt hjá mér. Þó svo að maður geti eldað mat þá er ekki þar með sagt að maður geti verið heilan dag í vinnunni. En ég náði að tóra til klukkan 6 þá kom ástin mín og sótti mig. Honum leist nú ekkert á mig karlræfilinn og var eins og ljós við mig. Stjanaði vel við mig. Smile Fékk mér bara ristað brauð að borða og smá kakósúpu en lagðist svo upp í sófa Woundering Var varla að nenna að bíða eftir bráðavaktinni en lét mig hafa það og fór svo niður að sofa.

Nóttin var ekki góð. Vaknaði upp í tíma og ótíma í hóstakasti. Svo þurfti maður vatn og svo þurfti maður að pissa. En þar sem ég fann það að ég myndi ekki þrauka heilan dag í vinnu þá hringdi ég mig inn veika. Og er náttla með bullandi samviskubit yfir því en það þýðir sko ekkert. Maður verður bara að láta líkamann segja sér hvort maður sé tilbúinn eða ekki. Svo núna vona ég að þessi helvítis pest sé bara að verða búin ætla að verða orðin hress á morgun. Bara taka því rólega held ég. En jæja nóg um það Mamma mig hlakkar geggjað til að sjá þig á morgun :) Bæjó :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já bara 1 dagur ,en þú að kafna úr kvefi og ég að taka út baunasúpuna ,er með mikla bauga undir augunum .,En hvað um það ,það lagast þegar við knúsumst annað kvöld .Gummi góður við þig hann er bara engill ,hann hefur kannski matað þig líka hehe ,og strokið þér með þvottapoka um andlitið .Góður

Sjáumst á morgun hlakka mikið til  

Ólöf Karlsdóttir, 26.2.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég sakkna ykkar ofsalega mikið ,og hér er leiðindarveður Knúsý knús ,Mamma og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 3.3.2009 kl. 14:38

4 identicon

takk fyrir afmæligjöfina elsku frænka

Davíð (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:16

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Vona að þú sért að ná þér af flensunni ,en passaðu bara að þér slái ekki niður ,ekki fara of fljótt út mundu það .Elska ykkur og sakna ykkar rosalega mikið ,knúsý knús mamma Og Vala byður að heilsa ,við erum í slökun í dag

Ólöf Karlsdóttir, 8.3.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband