30.1.2009 | 08:38
Þá er komin helgi!
Eina ferðina enn. Í mínum huga eru bara 2 dagar í vikunni það er Mánudagur og Föstudagur. Tíminn líður svo fljótt það mætti halda að einhver hafi átt við klukkuna Sett hana Óvart eitt ár fram þannig að í rauninni sé þá bara 30 Janúar 2008 Hver veit???
Annars hefur lífið gengið bara sinn vanagang hérna fyrir austan. Ég og Lilla erum búnar að vera alveg rosalega duglegar að fara að labba stóran hring og það er bara svo rosalega gott. Sefur vel eftir á. En það gengur eiginlega erfiðara að halda sig frá sætindunum. Sérstaklega þar sem maður er með nammibarinn í augunum allan daginn og þarf svo kannski að fylla á hann líka. Ég held að ég hafi einu sinni náð að fylla á hann án þess að smakka eitt nammi.
Pólitík vikunnar hefur verið mjög umdeild en ég nenni eiginlega ekki að tjá mig um einhvað sem ég þekki ekki nóg til. Veit það bara að það er mjög líklegt að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra. Svo finnst mér að það ætti að segja öllum þessum köllum sem að afsöluðu húsunum sínum til konu sinnar á meðan þeir stóðu fyrir framan alþjóð og sögðu að bankinn stæði á traustum grunni. Þessir karlar hefðu bara gott af því að fara á atvinnuleysisbætur eða fá vinnu með kannski svona 150 þúsund á mánuði. Hvernig myndu þeir ná að borga sínar skuldir, kaupa mat á heimilið og föt á börnin ????? Mig langar að sjá þetta lið lifa á þessum pening líka... og hana nú Kannski maður bjóði sig bara framm í framboð
En jæja er að fara að taka próf í sálfræði þannig að það er kannski best að ég hætti þessu þvaðri og fari að læra undir það, svona áður en ég fer að vinna. Blogga ábyggilega meira um helgina.
En við ykkur sem lesið þetta vil ég bara bjóða ykkur góðrar helgar og takið frá svona 15 mín fyrir ykkur sjálf. Naglalakkið ykkur eða eitthvað.
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að standa þig rosalega vel Ásdís min. Þetta er meiriháttar hjá þér. Þú tsendur þig bara mjög vel. Það er gaman að fylgjast með lífi þínu hérna á blogginu. Ég vona að þér gangi sem allra best og eigðu góðan föstudag og góða helgi.
Með bestu kveðju og knús.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 09:01
knús knús í hús ljúfust frá okkur.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.1.2009 kl. 21:08
Já komin helgi en og aftur ,hver er að fikta í klukkunni,ekki ég það er öruggt .
Stundum stenst maður stundum ekki :?
Já þessi pólitík er orðin skelfileg hver höndin upp á móti annari ,og sammála þér þeir þurfa að prufa að lifa á verkamanna launum í smá tíma ,þeir eru orðnir svo veruleikafirti þessi grey
En hvað um það lakkaði á mér tásuneglurnar
Knús og kram á ykkur og Berglindi.
Mamma og vala
Ólöf Karlsdóttir, 31.1.2009 kl. 15:41
þú ert alveg meiriháttar að spá í pólitík..:P ég reyni alltaf að flýja það að pæla i henni:P hehehe:P það er kannski afþví að ég skil ekkert í henni;) hehehe:P en já það er gott að sjá hvað þið eruð duglegar að labba þú og Lilla er mjög stolt af ykkur:P
og það að við eigum að eiga svona 15 mín í að naglalakka okkur eða eitthvað piff tilhvers:P hehehe:D það fer alltaf af strax:D hehehe,)
En já flott blogg hlakka til að sjá næsta;) (sorry hvað ég er sein að commenta...:P var löngu búin að lesa bloggið en byrjaði alltaf að commenta svo lokaði ég alltaf glugganum án þess að vista þetta hehe:P
En jáhh sé þig fljótlega kannski ám orgun;)
Love Gerður:*
Gerður Ósk... (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 01:02
Hæ Ásdís mín.
Langaði bara að senda á þig risa knús. Hafðu það sem best.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.