12.1.2009 | 19:12
Hér er sko allt á kafi í snjó :)
Já, þessi snjór. En förum í smá pollyönnu leik og hugsum um hvað hann birtir vel hjá okkur. Litla Dísin ég er komin í nám, veit ekki alveg hvaða vitleysa þetta er hjá mér. En kannski maður eigi eftir að standa sig bara í þessu, vonum það allavega. Ætlaði sko bara fyrst að taka Ísl 212 en ég fann bara ísl 603 og svo 203 og 212 á bakvið. Svo að ég skráði mig í það en ákvað svo að ég væri bara að gera vitleysu og skráði mig í Sál 103. ( Athugið ætlaði bara að taka eitt fag þessa önnina). En í morgun þá var ég skráð í bæði. Ég hringdi upp í skóla og þurfti þá bara að vera búin með ísl 203 til að ég mætti taka þennan áfanga, og hann er ég búin með þannig að ég lét hann bara vera inni og líka sálfræðin. Ojæja hefur maður nokkuð betra að gera við tímann?
Kreppan virðist vera farin að hafa áhrif á alla, hún er meira að segja komin í Samkaup, nú vinn ég frá 10- 18 í staðinn fyrir 09:00 til 18. En ég er ennþá til 7 á Fimmtudögum. Verð svo bara að vera duglegri að taka aukavinnu. En við Gummi björgumst alveg sko.
En jæja ætla að fara að athuga hvort ég eigi þessar skólabækur sem þarf að hafa. Og svo að brjóta saman þvott. Hafið það gott og njótið hvers dags því sami dagurinn kemur aldrei aftur.
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir Ásdís að vilja vera bloggvinur,kveðja frá Klúku í Vogonum.
Svandís Magnúsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:24
Sko ég gamlan skal með glöðu koma á foreldrafundi hjá þér ,ef ég kemst vegna elli En sú gamla er að ganga saman ,ég ætti að léttast sko eftir öll þessi átök,Knús mamma og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 12.1.2009 kl. 20:42
Hæ Ásdís mín. Langaði bara að segja hæ við þig hérna á blogginu. Ég vona svo innilega að þú hafir það rosalega gott og að þú njótir hvern dag sem best.
Hafðu það rosa gott í kvöld sem og alla aðra daga.
Með kveðju og knúsi...
Valgeir.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 20:51
Hæ frænka, þú átt eftir að brjótast í gegnum þetta nám einsog elding! Þú getur allt sem þú vilt geta gert....eða eitthvað haha
Svanhildur (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 22:22
Dóra mín hvaða átak ?????????
Haha nei þetta gengur fínt. Er búin að hreyfa mig eins mikið og ég nenni en svo er ég búin að slaufa fram hjá öllu Nammi, gosi, sætabrauði og ís síðan ég byrjaði og það gengur vel :) Vona bara að ég muni sjá árangur erfiðis míns fljótt :)
Ásdís Ósk Valsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:49
Dísa mín vertu góð við mömmu Geiri er alltaf góður við mömmu sína Ég veit þú ert líka góð við við mig og elskar mig mikið Elska þig líka ég er búin að missa 3 kíló ,fór ekki rétt að því en .Knús á ykkur elskan elskum þigMamma og Vala
Ólöf Karlsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.