Ég ætla í átak.

Það er kannski betra að segja öllum það þannig að maður standi sig betur. Ég geri sko allt til að draumur minn rætist og ef það þýðir að ég þurfi að fara í aðhald þá er það bara alveg þess virði. Smile Eina sem er að hrjá mig er að maður veit ekki hvað maður má éta. Kannski að það skipti ekki öllu máli hvað maður étur ef maður nær að taka út allt nammi og gos. Maður er bara svo þreyttur þegar maður er búinn að vinna um 6 eða 7 og þá nennir maður ekki alveg að fara að elda einhverja rosalega máltíð Smile

Annars er allt gott að frétta héðan. Ég vaknaði reyndar soldið seint í morgun eða snúsaði til klukkan 11. Hefði bara átt að fara framm úr þegar ég vaknaði um klukkan 8 í morgun. Fór í smá göngutúr í morgun og ætlaði að hitta Svövu en hún var ekki hérna. Ég var búin að passa mig svo vel allan tímann á að detta ekki en svo þegar ég var að verða komin heim þá náttla datt ég og meiddi mig svoldið í hendinni og hnjánum. Vonandi fæ ég ekki mar samt. En þetta er í annað skiptið sem ég dett í þessari hálku. Fékk líka nóg í dag og keypti mér mannbrodda. Þannig að ég vona að ég verði örugg það sem eftir að af þessum vetri. Svo fór ég í Samkaup og ætla að kaupa kjúkling til að prófa grillið frá Kalla og Kollu en það var náttla ekki til. Prófa þá bara næstu helgi. Garðar og Freydís, ykkur er boðið í mat til mín og Gumma þá ef þið lesið þetta.

Annars er ég bara búin að vera í leti hérna heima. Er reyndar búin að þrífa aðeins inni í eldhúsi og þvo þvott. Alltaf nóg að gera í því.

En jæja ætla að segja þetta gott í bili. Endilega kommentið. Og ein snilldarsetning í lokin. Þið fitnið ekki af því sem þið borði milli Jóla og nýárs, þið fitnið af því sem þið borði milli nýárs og jóla.

Over and out.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með ákvörðunina Ásdís mín. Þú ert að standa þig alveg frábærlega vel. Þú ert hetja. Það er ekki hægt að segja annað. Ég tek ofan fyrir þér. Þú ert að gera svo marga góða hluti. Þú ert bara svo dugleg og active. Það mættu sko aðrir taka þig til fyrirmyndar.

En það er oft gott að vera bara í leti heima. Það getur ekki verið slæmt, allavega allt í lagi að vera stundum í leti. Það er ekkert að því.

Hafðu það sem best Ásdís mín. Þú ert æðisleg og svo góður vinur.

Knús og kærleiks kveðjur.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 20:54

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:07

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Varð lasin kl um 10 fór þá upp í rúm í þykkum náttfötum og ullarsokkum og flís ponsjó

Og núna er ég búin að æla og æla og illt í hálinum eftir það   

Mér líður enþá ekki vel ætla aftur upp í rúm 

Ólöf Karlsdóttir, 11.1.2009 kl. 00:24

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ólöf Karlsdóttir, 11.1.2009 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband