Smá update.

Ætla að segja ykkur svoldið skrítið og fyndið. Fyrir nokkrum árum þá kunni ég númerin hjá nánast öllum sem ég þekki. Það þurfti bara að segja manni númerið einu sinni og þá var maður búinn að læra það en á þessari símaveröld þá er þetta ekki hægt lengur. Þurfti að gefa upp heimasímanúmerið MITT í dag og mér leið eins og aula þegar ég sagði - Bíddu, ég þarf að flétta því upp. ÉG GAT EKKI MUNAÐ MITT EIGIÐ HEIMASÍMANÚMER. Eins með afmælisdaga, læknatíma og allt saman, þetta fer allt í dagbókina í símanum.  Eftir nokkur ár verður ábyggilega síminn farinn að pípa á hverjum morgni með þessum skilaboðum - Muna að mæta í vinnu. HHAHAHHAHAHHAHAHKissing Já, segi eins og sagt er, -tíminn líður hratt á gervihnattaöld.

Annars er lítið að frétta héðan. Nú er lífið loksins að komast í sitt rétta horf, nú tekur bara heil vinnuvika við og þetta rétta helgarfrí sem er bara gott. Þó að það sé gott að vera í fríi þá er manneskjan sköpuð þannig að hún vill að allt gangi rétt fyrir sig, eftir rútínu bara. Var að vinna í dag frá 9 til 6 og það var mikið að gera fyrripartinn en seinni partinn varð ég mjög löt. Því miður, verð yfirleitt mjög löt eftir klukkan 4 þá er ég bara búin. Frown Helgin var annars rosalega fín. Vorum eiginlega bara í leti. Það er víst gott líka.

Ég stend mig alltaf jafnvel í að brjóta leirtauið mitt Frown Af hverju getur maður ekki brotið einhvað sem svona frekar má brotna? Nú síðustu daga er ég búin að brjóta konubjórglasið mitt frá Ömmu og svo kóka cola glasið þetta voru bæði stór og góð glös. En jæja er ekki bara verið að segja manni að fara að endurnýja???? Woundering

Gummi kom mér vel á óvart þegar ég kom heim í dag. Hann var að LAGA TIL... Já, ég varð mjög hissa en þetta er bara gott dæmi um það hvað ég er dugleg að ala hann upp. Woundering Held svo líka að hann sé að spá í að fara að taka baðherbergið í gegn. Ohhh, hvað mig hlakkar til þegar það er búið. Ég elska hann Gumma minn. SmileInLoveHeartKissing Betri mann held ég að sé ekki hægt að finna. Hann er one of a kind...

Á morgun er ég svo að vinna til 7 þannig að ég ætla ekki að lofa að blogga þá. Annars er ég að bíða eftir að klukkan verði 11 og þá get ég farið niður að lesa og svo að sofa. Góða nótt elsku bestu bloggvinir mínir. Og munið að skilja eftir einhverskonar far eins og sagt er. W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Já þú segir það ,ekki tala um þetta við hana Vallý hún má sko ekki heyra þetta .Gleyminn er bannorð hjá henni .Sko í sambandi við mig .Ekki segja neinum hún minnti mig á að hringja eitt símtal í dag ,ég gleymdi því auðvitað .

Ég veit ekki hvað á að fara að gera við mig ,held ég þurfi mynniskubb í hausinn  uss uss

Kveðja Mamma held ég  

Fa La La La
 





Ólöf Karlsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:27

2 identicon

Hæ elsku Ásdís mín.

Ég las bloggið þitt í dag. Það var alveg meiriháttar að lesa bloggið þitt og mér finnst það mjög skemmtilegt. Þú ert frábær bloggari, svo að ég komi nú bara hreint fram. Maður þarf ekki alltaf að skrifa mikið til að komast í þann flokk. Það er alveg á hreinu.

Hafðu það sem best elsku vinur og takk fyrir að gerast bloggvinur minn.

Með bestu kveðju og knús inn í nóttina elsku bloggvinkona.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:47

3 Smámynd: Guðrún Pálína Karlsdóttir

Hæ elsku frænka já þú ert orðin létt rugluð einsog við hin.Gleðilegt nýtt ár þið tvö Kv

Guðrún Pálína Karlsdóttir, 8.1.2009 kl. 20:57

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Knúsý knús á ykkur slökun í kvöld Mamma og Vala

Ólöf Karlsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband