Úti er alltaf að snjóa.

Já, það má sko með sanni segja það því hér snjóar. En annars er alveg rosalega fallegt veður. mjög hlýtt og gott. Héðan úr Neskaupsstað er allt gott að frétta. Reyndar er Mamma farin og ég sakna hennar alveg óendanlega mikið en við tölum þó frítt við hvor aðra í gegnum símann Happy. Segi bara takk síminn fyrir símavinina.

Vörutalningin gekk rosalega vel og dró ég Mömmu með mér og hún hafði alveg rosalega gaman að þessu held ég.  Það var reyndar rosalega mikið til upp á hilllunum held ég en þetta gekk samt alveg þrusuvel. Gummi sótti okkur Mömmu svo um 6 leitið og þá var farið heim pissað, náð í Lillu og dótið hennar Mömmu og svo var leiðinni haldið til Egilstaða. Við vorum komin til Egilstaða um 7:30 og við sáum fram á að hafa tíma til að koma við á Subway og kaupa okkur að borða. Mamma fékk sér bræðing með kál... Glætan að ég fari að segja hér hvað við öll fengum okkur á bátinn Smile Ég fékk reyndar óvart ostasósu. Bað ekki um hana en hún lét hana óvart á. Var ekki að gera neitt mál úr því enda var þetta alveg stórfínn bátur. En nóg um það. Vélin fór með hana móður mína í loftið um 20:30 og var mikill söknuður eftir henni.  Það var reyndar vesen fyrir hana að komast frá flugvellinum og heim til sín en hún Sigga reddaði því og skaust eftir henni. Takk æðislega Sigga mín. Ég sagði við Mömmu að ég hefði sótt hana en ég hefði þurft að vera helvíti snögg. Að koma henni upp í vél á Egilstöðum og hafa svo klukkutíma til að keyra til Reykjavíkur að ná í hana. Haha.

Þegar gamlan var farin í loftið þá kíktum við til Tengdó. Þar var fullt hús af góðu fólki og var stoppað þar í smá stund. Svo var leiðininni haldið til Eskifjarðar og kíkt á Freydísi, Garðar og Pálínu Hrannar. Þar var stoppað í smá stund og svo var haldið á leiðarenda. Þegar heim var komið kíkti ég í tölvuna og fór svo að horfa á mynd með Gumma Matrix einhvað en þar sem ég var orðin svo þreytt þá ákvað ég að fara niður í bólið. Ég vaknaði svo ekki fyrr en klukkan 12 í dag og fór þá í sturtu og svo að laga til og nú er ég búin að vaska upp, svindlaði reyndar pínu og tróð því sem komst í uppvöskunarvélina, og lét svo í þvottavél. Og nú sit ég hér að tala við Stínu á msn, setja inn myndir á facebook og blogga. Að lokum ætla ég að setja inn eina rosalega fallaega mynd af Lillu.

IMG_1130


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

Já, ég lét hana sko púla hér. Það er sko enginn atvinnulaus fyrir austan :)

Ásdís Ósk Valsdóttir, 3.1.2009 kl. 16:02

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það voru allir uppteknir .En Vallý mín ég flyt bara austur það er svo rólekt þar.

Ég sakkna ykkar líka mikið .Kveðjuknús til ykkar .Mamma

Ólöf Karlsdóttir, 3.1.2009 kl. 16:33

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hæ dúllan mín ,við vala erum búnar að vera í faðmi sófusar ,voða notalegt 

Kveðja mamma og vala 

Ólöf Karlsdóttir, 5.1.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband