Kvíði, Kvíði og enn meiri kvíði.

Prófin nálgast óðum. Íslensku prófið mitt er á Föstudaginn og mér er farið að kvíða svo fyrir Crying Vona bara innilega að ég nái þessu.

Annars gengur lífi bara sinn vanagang hér í Borghól. Í dag var ég alveg viss um að ég myndi koma of seint í vinnuna þar sem ég vaknaði svo seint og ég var lengi að þurrka Lillu og svona en Nei allt benti til að ég myndi ná þessu svo ég geng út í bíl og bara yess ég verð ekki sein Smile Og þar sem Gummi var búinn að fræða mig svo vel um það hvernig ég ætti að losa bílinn ef hann myndi festast í stæðinu en Nei ég labba að bílnum og hvað haldiði. - HELVÍTIS LÆSINGIN ER FROSIN.  Þannig að ég varð að játa mig sigraða og hringdi og lét vita að mér myndi seinka smá þar sem ég þyrfti að labba í vinnuna en Elín var svo yndisleg að hún var að fara að færa bílinn þannig að hún skutlaðist bara eftir mér. Cool Annars gekk vinnudagurinn bara eins og á að ganga. Það kom greni og mig langar svo að kaupa sollis bara upp á lyktina. Af því er svo æðisleg lykt Halo 

Svo kom ég heim fékk far hjá einni og byrjaði á að moka tröppurnar hérna og svona og vitiði hvað ég held ég hafi barasta fattað hvernig á að beita skóflunni Pinch Sem betur fer þar sem karlinn er alltaf að vinna og hefur sko engann tíma til að moka snjó svo kom ég inn og eldaði. Í matinn var Fajitas pönnukökur með hakki og öllu sem því fylgir nammi svo gott. Svo gekk ég frá eftir matinn og fór svo í sturtu. Gummi fékk stóran + fyrir að setja upp annað ljós inn í þvottarhús - nú sér maður hvað maður er að þvo Smile og svo braut ég saman þvott og horfði á mæðgurnar það var sko sorglegur þáttur. Svo nú sit ég hér og BLOGGA fyrir ykkur og ég vill að allir sem lesa kvitti annars kemur Police hahahaha

Neinei segi bara svona hann er upptekinn sendi bara jólasveininn á ykkur í staðinn Wink Ég er að spá í því að draga Gumma með mér að versla jólagjafir um helgina við verðum sko bæði í fríi þá svo þið megið alveg segja mér hvað þið viljið í jólagjöf. Aðalega hugsað til Þorsteins Inga, Thelmu Lindar, Davíðs Freyr, Jón Stéfáns, Ástþór Inga, Berglind og Maríana Tounge Maður veit ekkert hvort að maður á að gefa þessum krílum sínum Föt eða dót :) En jæja hafið það gott og munið það eru bara 17 dagar þangað til ég kem suður Smile Og mig hlakkar svo til langar orðið svo að knúsa krúttin mín öll sem ég tel upp hér :) Sendi ykkur bara hérna Fingurkoss og Stubbaknús InLove 

Over and out :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Elsku dúllan mín ef þú gerir bara þitt besta þá er allt í lagi og gengur vel Og hvað mig hlakkar mikið til að knúsa ykkur Er spent að fá Lillu líka Ég get ekki beðið nú eru bara 16 dagarKnús á ykkur mamsa

Ólöf Karlsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:45

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Fór á jólahlaðborð og það var gott Og birja að taka til á morgun svo þið komist inn í herbergið ,hér er allt í keiosBæbæ er að telja niður

Ólöf Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband