29.11.2008 | 15:53
Snjór, snjór og meiri snjór :)
Já eins og þið sjáið þá er ég að verða komin á kaf í snjó. Tek kannski nokkrar myndir á eftir. Þessi vika er búin að vera mjög erfið og ég hef ekki komið mér í að gera neitt annað en að vinna, sofa og læra enda er ég búin að skila frá mér öllum verkefnum og þá eru bara prófin eftir. Verð að viðurkenna að ég er pínu kvíðin þeim. Vona bara að pabbi yrði stoltur af mér
Er að fara að elda mér pizzu á eftir, ( Gummi fær náttla líka ) en hann er sofandi núna þannig að það er spurning hvort að hann vakni ekki við matarlyktina, vona það allavega að hann sé eins og Lilla og fari framm úr þegar hún finnur matarlykt. Það á að kveikja á jólatrénu á eftir og mikið væri ég til í að fara en ég hef engan að fara með. Vil ekki klína mér upp á Garðar og Freydísi . Annars reikna ég með að taka því bara rólega í dag og kvöld. Ætla allavega ekki að taka upp meiri skólabækur í dag, er búin að fá nóg af þeim í bili.
Ekki fæ ég bónorð eins og Mamma. Hún vinnur mig í öllu kerlan gamla.
Mig kvíður fyrir aðfangadag en hlakkar samt til. Gummi fær kannski frí og við verðum ábyggilega upp á Egilstöðum. En það er svo erfitt að á aðfangadag síðan að Pabbi minn dó og mér finnst eins og ég eigi bara að verða leið þann dag. En málið er að ég hef alltaf verið mikið jólabarn og skammast mín í dag fyrir að hlakka til. Hvernig á maður að hugsa? Hvað er rökrétt hugsun. Ég veit allavega að pabbi vissi hvað mér þótti vænt um hann og hann vill ábyggilega að ég gleðjist á þessum degi. Elska þig elsku pabbi minn.
En jæja nóg í bili ætla að fara að brenna við pizzu
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem betur fer ertu með efri hæð líka ,sko þú getur stokið af pallinum niður í snjóskaflinn hehe .Hvað er það pizza a la Ásdís núna fór Gummi að vinna
Ég myndi vilja vera fyrir austan um jólin en ég er líka að berjast við samviskubit
Ég verð að fara með kerti á aðfangadag á leiðið
Ég kem austur þegar vel liggur á mér
Knús á þig og ykkur elska ykkur meira en sólina
Svo eruð þið að koma suður það verður gaman
Bæ bæ mamma tengdó amma
Ólöf Karlsdóttir, 29.11.2008 kl. 19:37
Nei nei ekki búin að hætta við...ég læt betur vita af þessu þegar Kiddi er mættur á landið :)
Svanhildur (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 20:50
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 22:58
Haha Vallý góð Kannski maður ætti bara að skella sér á Indverskuna Svona til vonar og vara
Ásdís Ósk Valsdóttir, 30.11.2008 kl. 09:55
Hæ elsku frænka.Þetta gengur allt upp hjá þér elskan Kv
Guðrún Pálína Karlsdóttir, 5.12.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.