19.11.2008 | 22:27
Smá blogg :)
Góða kvöldið! Hvað segið þið gott í dag? Ég segi bara fínt. Átti samt smá erfitt að vakna í morgun, hvað það er bara svo gott að kúra. Það var reyndar alveg geggjað mikið rok í nótt og Gummi svaf lítið en ég svaf náttla eins og steinn eins og vanalega, átti reyndar frekar erfitt með að sofna.
Kláraði bók í gær sem heitir hvort barnið er mitt og er um fólk sem eignast barn sömu nóttina og svo fer rafmagnið af og börnin ruglast. Rosalega góð en ég reyni að klára bók sem heitir hjarta voltaries á samt erfitt með að ákveða hvort mér finnist hún góð eða ekki. Svo fékk ég 2 bækur í dag sem heita hálfgul sól og bláir skór og hamingja er sko í svona bókaklúbb og fæ svona sirka 2 bækur í mánuði. Þessar bækur eru ábyggilega góðar.
Borðaði í gær reykta ýsu með stöppuðum kartöflum og bráðið smér og það er svo gott En ég var löt í dag og keypti bara pizzu hún er frá Matur og Mörk og er alveg rosalega góð. Annars er ég alltaf svo hugmyndalaus þegar kemur að því að finna kvöldmat, mér finnst ég alltaf vera með það sama. Er líka alltaf svo þreytt eftir vinnu að ég nenni ekki að vera að elda einhvað sem tekur langan tíma. Lít sko upp til þeirra húsmæðra sem ná að sameina vinnu, eldamennsku, þrif, börn og maka. Þið eruð mjög duglegar. Var að hugsa það um daginn að svona venjulega þá er ég að vinna til klukkan 6 og segjum að ég ætti 2 börn. Eftir vinnu ætti ég eftir að gefa að borða, hjálpa við heimalærdóm baða og koma börnunum í bólið og svo ætti maður kannski eftir að ganga frá eftir matinn, brjóta saman þvott og allt það. Úff verð bara þreytt að hugsa um það en ég hugsa samt að þetta væri allt þess virði.
Lærdómurinn gengur, hann mætti náttla alveg ganga betur en á meðan þetta rúllar þá sleppur þetta svo er það spurning hvort að maður ætti að gera þetta aftur á næstu önn Haha kemur bara í ljós sé allavega hvort að ég nái núna. Fékk allavega 7,7 fyrir próf sem ég hélt að ég fengi 0 í þannig að það var fínt. En jæja ætla að segja þetta gott í bili. Ætla að fara að fara smá blogghring en svo fer ég að sofa bara. en lesa smá fyrst sko. Hafið það gott dúllurnar mínar :)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er að hugsa um að fara aftur í þenna bókaklúb Hvort barnið er mitt er hún úr þessu bókaklúb.Kveðja mamma
Ólöf Karlsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:48
Nei, Hvort barnið er mitt er bók sem þú átt úr rauðu seríunni. Manstu þú lánaðir litla barninu þínu nokkrar bækur austur :)
Ásdís Ósk Valsdóttir, 20.11.2008 kl. 08:45
Viltu koma með þá bók þegar þú kemur suður elskan mín Knús mamma
Ólöf Karlsdóttir, 22.11.2008 kl. 01:33
Góða nótt dúllan mín Er búin að blogga smá Knús Mamma
Ólöf Karlsdóttir, 22.11.2008 kl. 23:46
Takk takk fyrir mig elsku Ásdís mín og góða nóttina mín kæra
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.