2.11.2008 | 12:25
Ég man...
Eftir því þegar ég var lítil eða svona gloppum hér og þar. Það er til alveg hellingur af videoum heima hjá Mömmu frá því að ég var lítil. Mikið í útlöndum og svona. Ég man daginn óljóst þegar ég kom heim og Pabbi var kominn með videokameruna. Þessi videokamera átti eftir að marka stór spor í lífi mínu og ég elska þessi myndbönd. Eitt er tekið úti í Florida þegar ég fór með Mömmu, Pabba og vinafólki þeirra, og vá hvað það var gaman. Pabbi var alveg óður með videokameruna og var liggur við allt sem við gerðum tekið upp. Eitt myndband er þegar ég var í baði og ég söng eins og ég veit ekki hvað. Ég var sko ekki að syngja lög úr leikskólanum nei ég var að syngja um daginn og veginn. Bara bull sko. Þennan hæfileika hef ég sko ekki í dag. Svo er á þessu sama myndbandi ég í sundi ásamt tveimur stelpum sem töluðu ensku. Ég spjallaði alveg helling við þær og fannst ég skilja allt sem þær sögðu enda var svar mitt við öllu Yes. Það var held ég eina orðið sem ég kunni fyrir utan að ég held Coffe og Breakfast. Mamma leiðréttu mig ef ég fer með einhverja vitleysu.
Videokamerunu var líka hægt að nota í meira hún var hægt að nota sem vopn. Ég var í brjáluðu skapi inn í einhverr verslunarmiðstöð man ekki hvað það var sem ég vildi fá en það var einhvað og pabbi var náttla með videokameruna og tók myndband af prinsessunni sinni í brjáluðu skapi. Man eftir því sem mamma sagði við mig þá og ég var sko ekki sátt við það. Hún sagði að ef ég myndi ekki hættu þessu þá myndi hún sýna Rögnu Ömmu myndbandið þá kom ábyggilega einhver svipur á mig. ég meina hver vill láta Ömmu sýna sjá sig óþekka. Veit nú samt ekki hvort þetta hafði þau áhrif að ég hætti frekjunni eða hvað. Mamma kannski svarar því.
En það var meira sem tekið var upp til dæmis ein jólin þegar ég var að lesa á pakkana og mig minnir að ég las það þannig að þeir voru allir til mín. Man svo eftir einni jólagjöf sem ég fékk frá Kalla bróður það var videospóla einhvað með Línu Langsokk var búin að horfa á hana mjög oft inn í Hagkaup. Eigum líka til á myndbandi þegar ég og Ástþór vorum að prufa traktorinn hans Pabba ég hef ábyggilega verið í kringum 9- 10 ára og Ástþór hefur verið 2-3 ára og þegar ég er á traktórnum þá er hann að leiðbeina mér. Krakkinn ekki ennþá farinn að tala en hann er samt að kenna stóru frænku að keyra. En svo breyttist dæmið við, og í sumar fór ég með Ástþór í æfingarakstur.
En jæja þarf að fara að læra. En hafið það gott og vonandi verður þetta skemmtileg lesning fyrir ykkur
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já hann skildi aldrei þessa vél frá sérÞað mátti ekki sína ömmu Þið 3 voruð allar yes dömur þið náðuð mjög vel samanÞað var frábært þegar Ástþór var að kenna þér á traktorinnMamma þín
Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:50
Góða nótt Ásdís mín Mamma þín
Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:44
Passaðu bara að Dóra dúlla festist ekki undir stiganum
Ólöf Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:47
haha það hefði kannski verið fínt. þá hefði hún geta varað mig við áður en ég datt. Já ég datt sko niður stigann áðan og ég er að drepast í rassinum Vill einhver kyssa á bágtið?????
Ásdís Ósk Valsdóttir, 2.11.2008 kl. 22:28
Já auðvitað kyssir mamma á bágtið En það á ekki að renna sér niður stigan samt
Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 09:18
Hehe hvað varst þú að ná þér í svona stóran marblett ,en Gummi fékk hann líka marblett Hættið þið að renna ykkur svona í stiganumKnús mamma
Ólöf Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:50
Hæ hæ ég er loksins flutt! Er bara ekki búin að týna úr kössunum mínum....á soldið af þeim eftir. En allavega þá er þetta allt saman að koma...þarf bara núna að venja mig á það að búa í bænum!!!! hehehehehe :) Þarf að fara í Ikea á eftir.þ..keypti og stuttar gardínustangir inn í hergergin hjá krökkunum :/ Heyrumst og hlakka til að sjá þig í desember...vildi bara að Kalli og Kolla kæmu líka.
Svanhildur (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.