Varð að setja þetta hérna inn.

SmileVar að tala við Sússu systir mína áðan og vorum að tala um lífið og tilveruna og hún kom með svo fallega setningu það er - enginn er svo vondur að hann hafi ekki einhvað gott í sér. Mér finnst þetta svo satt.

Annars er lítið að gerast hjá mér en samt nóg að gera væri alveg til í að geta klónað mig sólarhringurinn er ekki nógu langur fyrir mig. Og námið er orðið svo erfitt. Og því miður er ég orðin pínu lítið eftir á en ég reyni að vinna það upp eins vel og ég get. Reyni að gera einhvað um helgina. Annað en að láta lita á mér hárið. Talaði reyndar við Svövu áðan og við vorum báðar svo þreyttar að við ákváðum að lita hárið bara um helgina og reyna að kíkja á kaffihúsið og svona. Það verður fjör. Smile

Dagurinn í dag var mjög erfiður. Ég verð ábyggilega ekki lengi að sofna. Tek líka allt of mikið inn á mig í vinnunni. Það er ekki allt mér að kenna verð að fara að koma því inn í hausinn á mér. En nóg um vinnutal.

Davíð Oddson reitir víst bara af sér brandar í kreppunni en ég hef svo lítið vit á þessari kreppu. Veit ekkert hvað þessir stýrivextir eru veit bara að þeir hækka um helming en fatta það samt ekki því mér skildist að þeir væru í 12% en hækkuðu í 18% get ekki fengið 50% út úr því. Ef einhver fattar þetta megið þið alveg reyna að útskýra þetta fyrir mér. En jæja fer að segja þetta nóg í bili og ef þetta er ekki nóg lestrarefni handa ykkur - FÁIÐ YKKUR ÞÁ BÓK.

hehe Dóra draslið úr stiganum er ekki ennþá farið og maturinn er farinn að kólna hvenær kemur eiginglega??? Lady vally ertu bara hætt að stela hurðarhúnum?

Mamma hvernig gengur nýja eldavélin???? Hvað ertu búin að elda eina máltíð á henni??

Hafið það gott elskurna :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Nei 2 eldaði í kvöld Hita upp á morgun restinaKvitt og knús dúllan mín Rugludósar mamman þín í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 01:11

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.10.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband