Lærdómurinn

Þessi helgi fer í ritgerðarsmíði. Ég þarf að gera ritgerð úr norrænni goðafræði. Ég ákvað að gera ritgerðina um örlög Svanhildar en hún var tröðkuð niður af hestum. Ef þið vitið einhvað um hana þá meigið þið alveg setja það hérna inn.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Borghól. Lífið gengur bara sinn vanagang. Allir sinna sínum verkefnum. Gummi stendur sig mjög vel í tröppusmíði og það vantar bara handriðið núna. Wink Og ég er alveg rosalega sátt með minn mann. Hann er að vinna núna, en eins og flestir ættu að vita þá er ég hætt að vinna um helgar og það er sko bara æðislegt. Ég og Lilla verðum því bara einar að dóla okkur hérna heima. Veit ekki alveg hvað ég á að segja ykkur. Ætla að segja ykkur svona fyndnar sögur af Lillu bara í staðinn, svona á meðan ég hugsa.

Þegar ég er úti að labba með Lillu þá vill hún alltaf stoppa hjá vinnufélaga mínum og nágranna hún er sko með 2 kisur og svo segir maður Lilla komdu og hún horfir alltaf á mig og það er eins og hún sé að hugsa - Hvað ætlaru ekki í heimsókn?? Wink

Lilla lá í sófanum um daginn og var svona hálfsofandi og ég var einhvað að syngja hérna og svo leit ég á hana og þá horfði hún á mig og það var eins og hún væri að hugsa - Þú ert alveg rammfölsk, en ég elska þig samt :)

Hún á það líka til að líta undan ef það er einhvað í sjónvarpinu og hún sér einhvern alþingismann sem hún er ekki sátt við.

Eitt enn en það er svona bara hugarangrar mínir. Þetta er í sambandi við það þegar fólk er að kveðja hvort annað þá á það til að koma með alveg sígildar setningar. Og ætla ég að setja þær hérna inn.

- Við heyrumst bara. ( Við hverju býstu manneskjan stendur við hliðin á þér )

- Við verðum svo bara í bandi ( Já, viltu binda mig núna eða )

Man ekki meira í augnablikinu en ef þið munið eftir meiru þá endilega skrifið það og munið að skilja eftir Fingra og fótaför :) Takk fyrir mig Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég þarf að fara að koma og taka út tröppusmíði í BorghólHann er án efa flottasturVeit ekkert um þessa SvanhildiHin er að hugsa um börn og búKveðja mamsan þín vertu svo stilt rugludósin mín elska þig bæó

Ólöf Karlsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:43

2 identicon

Hva er mín bara í skóla, líst vel á þig, annars veit ég því miður ekkert um þessa Svanhildi.

Gaman tröppusmíðin gangi vel, vildi að minn maður væri jafn duglegur og þinn þegar að kemur að því að gera eitthvað (áður en það fer að leka). Já það er ferlega næs að vinna ekkert um helgar, ef þér leiðist þegar að kaddlinn er að vinna er þér alltaf velkomið að kíkja í heimsókn, ekki langt að fara.

Kv. Hinn vinnufélaginn og nágranni með einn kött.

Maria Lind (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:57

3 identicon

Hæhæ. Nú er ég aðeins búin að fletta í gegnum bloggið hjá þér og lesa gömul skrif. Skemmtilegt að skoða hér en ég vissi ekki að pabbi þinn væri látinn. Ég votta þér samúð mína.

En vona bara að þið hafið það gott.

Arna Margrét (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 18:42

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:53

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ég er búin að blogga var á undan þér Dúllan mínEr að fara blogghring

Ólöf Karlsdóttir, 20.10.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband