Helgarblogg

Góðan daginn. Vonandi hafið þið getað notað helgarinnar.

Mín helgi hefði alveg mátt vera betri það er einn hlutur sem ég þrái svo innilega og það er ekki víst að ég fái nokkurn tímann að njóta þess. En nóg um það

Á föstudaginn eftir vinnu fór ég náttla beint í tölvuna eins og ég geri alltaf, það þarf sko að fylgjast vel með ykkur rugludöllunumDevil Svo fékk ég mér að éta borðaði pítubrauð með grænmeti, skinku og að  sjálfsögðu pítusósu. Svo horfði ég á útsvar og svo kom húsbóndinn heim um 9 leitið og fékk sér að borða og svo kíktum við á rúntinn og hann reyndi að fræða mig meira um þessa kreppu en svo fórum við heim og ég var orðin svo þreytt á öllu þessu krepputali að ég fór bara beint niður í rúm nennti varla að bursta tennurnar Sleeping

Á Laugardaginn var ég bara að hangsa hérna heima og fór mörgum sinnum niður að vekja letidýrið mitt en hann ætlaði bara ekki að vakna. En ég náði honum framm úr um 12 og þá var farið yfir á Reyðarfjörð. En þegar á Reyðarfjörð var komið þá var lokað í Byko vegna vörutalningar þannig að ekki fengum við mikið timbur þar. Þá var leiðinni haldið í Húsasmiðjuna en Gumma leyst ekkert á timbrið þar og svo var það rándýrt þannig að þetta var bara fýluferð. En við ætluðum að gera gott úr þessari fýluferð og kíkja til Garðars og Freydísar en þá voru þau bara á leiðinni út úr dyrunum. Þannig að við urðum bara að gjöra svo vel að halda heim á leið. Þegar heim var komið fór ég að lesa er að lesa núna bók sem heitir flugdrekahlauparinn og hún er svo góð en svo ætlaði ég að aðeins að loka augunum í svona 15 mín en Nei mín vaknaði klukkan 19:00 og var sko ekki sátt. Hélt þá reyndar að það væri bara komin nótt því það var svo dimmt og allt slökkt. Gummi lagði sig niðri í rúmi. Ég náði honum nú framm úr á endanum og við horfðum bara á sjónvarpið og svona LoLGleymdi að segja að ég fór í gær í blómabúðina og notaði gjafabréfið mitt sem ég fékk í Apríl keypti bolla og mjókurglas í því sem ég er að safna heitir held ég Ritsenhoff alveg geggjað flott.

Og núna í dag er ekkert planað ætla reyndar að reyna að laga vel til hérna og svo kannski fara út að labba með Lillu eða einhvað. Kannski býður maður einhverjum í kaffi Smile En jæja þetta hlýtur að vera nóg blogg fyrir ykkur. Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Rugludolludósin mín það sem þig langar mest í það kemur bara seinna

En voruð þið ekki bara á rúntinum ,það getur verið gaman líka 

Það er nauðsin að fara fýluferð þá kemst maður á rúntinn 

Kveðja rugludalladósar mamma

Ólöf Karlsdóttir, 12.10.2008 kl. 14:25

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Elsku dúllan mín bloggið mitt náði ekki að verða Knúsí knús mamsa

Ólöf Karlsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Smá fikt

Ólöf Karlsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:57

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús á þig og eitt ljúft fallegt bros

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:28

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Risa stórt stubbaknús á þig elskan mín,mamsan þín

Ólöf Karlsdóttir, 14.10.2008 kl. 22:16

6 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt dúllan mín elska ykkur ruglumamsa

Ólöf Karlsdóttir, 16.10.2008 kl. 23:40

7 Smámynd: Ásdís Ósk Valsdóttir

Ég lofa að blogga í kvöld eða á morgun. Það verður svo mikið að gera hjá mér um helgina að mér kvíður fyrir henni eiginlega. Hef ekki sett í þvottavél í viku eða einhvað þannig að það stækkar og stækkar fjallið inn í þvottarhúsi og svo er það lærdómurinn, eða eitt stykki rannsóknarritgerð í norrænni goðafræði...

Ásdís Ósk Valsdóttir, 17.10.2008 kl. 08:22

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Kláraðu prófið bloggaðu svoKnúskvitt mamsan þín

Ólöf Karlsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband