Leti blogg...

Vá hvað ég er hryllilega þreytt og löt. Erfiður dagur í dag, allar tölvurnar hrundu hjá okkur í dag í smá stund allavega urðum að loka búðinni í smá tíma. En þar sem ég nenni ekki að blogga þá koma smá kreppulög eða textinn við þau.

Þetta er nýr texti við lag Vilhjálms Vilhjálmss. söknuður: 


Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
Og heldur blankur, því er verr
Ef væri aur hjá mér, væri ég glaður
Betur settur en ég er

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Við gátum spreðað, gengið um,
gleymt okkur í búðunum.
Engin svör eru við stjórnarráð
Gengið saman hönd í hönd,
Saman flogið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja lán.

Horfið er nú hlutabréf og lánsfé
Í veski mínu hefur eymdin völd
Í dag ræður bara sultarólin
Nú einn ég sit um skuldavönd

Eitt sinn verða allir menn að borga
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt verð ég að segja,
að lánið fellur allt of fljótt.

Ég horfi yfir bankann minn
Hugsi hvort hann hleypi mér inn
Ég alltaf gat treyst á þig
Í að fjármagna mig
Ég reyndar skulda allstaðar
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.

Höfundur ókunnur

Nýji texti við ísland er land þítt

Ísland var land mitt, ég aldrei því gleymi,
Ísland í gjaldþroti sekkur í sæ,
íslensku krónun´í banka ei geymi
við íslenska hagkerfið segi ég bæ,
Ísland í erfiðum tímum nú stendur
Íslenska stjórnin hún failar margfallt
Íslenski seðillinn er löngu brenndur
Ísland er landið sem tók af mér allt ...
Njótið vel um að gera í kreppunni að reyna að hlæja smá líka þó svo að allt sé að fara fj***** til. Eitt smá fyndið áður en ég lýk þessari bloggfærslu. Var að tala við Lillu mína áðan og var samt einhvað annars hugar og hló mikið þegar ég fattaði hvað ég hafði sagt. Lilla var að væla við hurðina hérna uppi og þar sem það er enginn stigi til að komast í grasið þá sagði ég við Lillu- þarftu að pissa? Komdu þá niður það er betra klósett þar LoLHef ætlað að leyfa henni að pissa í sturtubotninn eða einhvað. Over and Out. Dísin kveður að sinni.Kissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Við biðjum innilega vel að heilsa og óskum ykkur innilega góða ljúfa helgi og knús knús og bestu kveðjur til ykkar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Dugleg að finna svona Þú Linda og Thelma þið eruð með svo fallekt Kveðja og knús elska ykkur og knúsaðu Lillu frá mér mamsa

Ólöf Karlsdóttir, 11.10.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband