Giftingar...

 

 

Hafið þið einhverntímann spáð í hefðum í giftingum? Ég var að lesa í Skakka turninum nokkra fróðleika um giftingar og ég ætla að taka mér það bessaleyfi að setja nokkra punkta hér inn.

Af hverju er brúðurin með blæju?

Þessi siður á uppruna sinn til þess tíma þegar foreldrar brúðhjóna sáu alfarið um hjónabönd barna sinna og litið var á hjónabönd fyrst og fremst sem bandalög milli fjölskyldna. Oft var brúðurin beinlínis seld fjölskyldu brúðgumans. þá var hún látin vera með blæju við hjónavígsluna til að minnka hættuna á að brúðguminn hætti við á síðustu stundu þegar hann uppgvötar að brúðurin væri forljót, tannlaus, bólugrafin...

Af hverju leiðir faðir brúðarinnar hana inn kirkjugólfið?

Það er svo að hún hætti ekki við á síðustu stundu. LoL

Njótið þessa vel... Og þessar hefðir haldast enn þann dag í dag :) Vonum samt bara að það sé ekki af sömu forsendum.

Helgin gekk annars ágætlega fyrir sig. Var að vinna og passa Töru. Haha Tara þessi stóri hundur tróð sér inn í búrið hennar Lillu snéri sér við og labbaði út aftur og vitið þið það að ég beið alltaf eftir að búrið myndi springa.

En jæja ætla að fara að hætta þessu röfli og fara að læra. Megið endilega setja inn ef þið vitið einhvað meira um giftingar :)

Kveðja Litli vitleysingurinn fyrir austan :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Hey þetta er nokkuð fróðlekt ,og gaman að lesa Vildi að ég fyndi svona upp annaðslagiðOg svo hefði ég viljað sjá stóra hundinn fara inn í búrið hennar LilluÞað var ábygilega fyndin sjónVar Lilla mín ekki abbó hún hefur knúsað ykkur þegar Tara var farin og elskað ykkur í tætlur hahaKveðja mamma Gamla vitleysingur og rugludallur

Ólöf Karlsdóttir, 22.9.2008 kl. 19:19

2 identicon

þegar þú ætlar að GIFTA ÞIG þá ætla ég að vera viðstödddddddddddddddddddddddd  þá lítur þú svona út   og Gummi svona hahahahahahahaha   en við skvísurnar ú KEF svona   og segjum GO FORID  stattu þig

Sína Frænka og Fj (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 12:45

3 Smámynd: Fjölskyldan Akurbraut

hæhæ ég er komin með nýja bloggsíðu...endilega kíkja

Fjölskyldan Akurbraut , 23.9.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Dísa mín bara svo þú vitir  þá er rok og rigning hér ,fer öruglega með bát í vinnuna Kveðja rugludalla mamma

Ólöf Karlsdóttir, 23.9.2008 kl. 22:58

5 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Er þreytt eftir bátsferðina

Ólöf Karlsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband