16.9.2008 | 18:44
Leiðindarpest.
Þá vitum við það að sjálfsstyrkurinn er ekki nóg til að fá ekki pest. Byrjaði í gær í vinnunni að vera með leiðindar hausverk en tengdi hann við vöðvabólgu. Kom svo heim og fór að verða slöpp en bjó mér til engiferte, fannst ég vera að lagast fór út að labba með Lillu í 10 mín en þegar ég kom til baka þá var ég svo slöpp að ég fór bara beint að sofa. Vaknaði svo í morgun með þann versta höfuðverk sem ég hef fengið og var bara drulluslöpp og tilkynnti mig því veika í vinnuni. Mér líður eins og ég sé bara aumingi. Af hverju þarf ég að ná í hverja einustu pest sem gengur? Á meðan aðrið verða veikir einu sinni til 2 á ári. Kannski gerir maður bara meira úr sínum veikindum ég veit ekki. En nóg um það.
Námið gengur vel og fékk ég 9 fyrir fyrsta uppeldisfræðiverkefnið og já ég er mjög stolt af sjálfri mér. Svo dreif ég mig í gær að skila verkefnabókinni í uppeldisfræði en svo í dag gaf hún öllum frest þangað til á Mánudaginn. Og Dísin náttla búin að skila.
Lady vallí er víst mjög dugleg að heimsækja gömlu kerluna en það er víst alveg stórhættulegt að fá hana í heimsókn allavega skilst mér að hún girnist mjög hurðarhúna hjá fólki Eins gott að fara að festa húninn sinn vel. Ef hún skildi einhverntímann eiga leið austur á land Annars veit ég ekkert hverju ég á að ljúga meira að ykkur.
Bjó til heimsins besta kvöldmat í gær. Fer oft á kaffihúsið og fæ mér crepes og ákvað að prófa að búa til sollis heima. Keypti bara svona fajitas pönnukökur, sauð hrísgrjón og steikti beikon. Svo blandaði ég saman hrísgrjónum, beikoninu, pepperoni og maísbaunir og lét inn í pönnukökuna og svo lét ég e finnson grænmetissósu inn í. Og held ég hafi fengið nokkuð gott hrós frá Gumma allavega sagði hann að þetta væri betra en á kaffihúsinu.
En jæja nenni ekki að blogga meira bæjó.
ps. Lady vallí eins gott að það er ekki hurðarhúnn á bloggsíðunni minni...
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er búin að hlæja mig vitlausa Til hamingju með gott gengi í skólanum þú ert engill gaman að lesa bloggið þitt elskanÞú hefur það frá elsku pabba þínum að fá kvef hann gat alltaf náð sér í svoleiðisOg já láttu Ladývallý heyra það hætta að reyna að stela þessum h------- hurðarhún hann er svo fjári ljóturEn þessi nýji sem kemur hann verður festur kirfilega á hurðina svo hún steli honum ekki líka hún má reyna þaðEn veistu Dísa mín ég elska Vallý hún er svo vitlaus eins og ég kveðja Mamma gamla orkukerlan
Ólöf Karlsdóttir, 17.9.2008 kl. 00:15
Elska ykkur dúllan mín knúskveðja mamma
Ólöf Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 00:01
Þið sem kíkið hér skiljið eftir fingraför mamma hennar Dísu
Ólöf Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.