Þið megið velja fyrirsögn :)

Jæja þá er komið að blogginu sem margir hafa beðið eftir. Margir héldu víst að ég ætlaði að sofa yfir veturinn, en það var ekki hægt að klóna mig, maður verður víst að vinna þegar það er kreppa að ganga yfir LoLÉg tala ekki um annað en kreppu núna haha. Var að stríða Gumma í gær, hann kom svangur heim úr vinnu og eins og vanalega var húsfreyjan ekki búin að elda ofan í karlinn sinn svo hann fékk sér bara cherrios, en húsfreyjunni fannst hann nota einum of mikla mjólk og sagði því þessi ódauðlegur orð, - Ekki nota svona mikla mjólk veistu ekki að það er kreppa í gangi... Haha þetta er svona...

En líklegast þar sem margir voru farnir að vilja fá blogg er best að koma með einhverjar smá lýsingar á þessu lífi manns. Wink Vikan er bara búin að fara í þetta venjubundna vinna, sofa og Skíta mikið :) Fór að taka mataræðið í gegn og tók út allt nammi og sætabrauð og fæ mér alltaf nupo létt einn ávöxt og kaffibolla í morgunmat. Eftir þessu breytingu er ég bara búin að vera á skítstofunni, Algjör úthreinsun í gangi sko. Það er ein sem er að vinna með mér og við erum í þessu saman og á Föstudaginn þá stakk hún nammi upp í sig og ég var sko ekki sátt en hún hrækti því strax út úr sér en svona er þetta, maður étur og étur og spáir ekki einu sinni í það sem er að fara ofan í mann.

Rigningar suddi er búinn að vera að fara yfir Austurlandið og ég held að það sé búið að rigna hérna síðan ég kom heim af ljósanótt Crying Þessir Sunnlendingar hafa greinilega fest rigninguna aftan á vélina þegar ég sá ekki til. Ég hef sko nokkra grunaða. Skamm skamm skammm.

Nýju gleraugun hafa gert ljómandi lukku og öllum finnst ég voða sæt með þau Smile Reyndar ætlaði ég að fara í dag og láta stilla þau en þá var farið að hafa lokað í Birtu á Laugardögum þannig að það varð fíluferð sem varð ekki lengi því ég var búin að vera með svo mikinn hausverk að ég vildi bara komast heim og leggja mig. Vorum komin heim um 3 leitið og ég ætlaði að leggja mig í svona klukkutíma en Nei, Dísin vaknaði klukkan 18:00 en jæja ég rak því bara karlinn á heimilinu í að henda bayone skinkunni í pottinn. Svo náði ég að laga vel til hérna tók allt og ryksugaði og skúraði og er sko geggjað stolt svo skipti ég um á búrinu hennar Lillu :) Ég er Hörkukvendi sko...

Jamm og jæja veit ekki alveg hvað ég hef meira skemmtilegt að segja ykkur. Set kannski inn myndir af ljósanótt :) Elska ykkur öll. Bless í bili :)W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Skituvikan mínEr fyrirsögninn þín gæskaOg gott að þú ert komin til að blogga það var tími komin á þaðOg flottar myndir hjá þér dúllan mín Kv mamma gamla 

Ólöf Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 23:38

2 identicon

Sælar kæra frænka.Það er gaman að filgjast með þér og vita að þú sért hamingjusöm elsku Ásdís mín.Hitta Geira og hann sagði mér frá því að það sé væntalekt lítið kríli á næsta ári.Til hamingju.'I dag er verið að skíra hjá svönu minni.Ég veit nafnið búinn að vita það síðan hún fékk að vita að þetta yrði stelpa.Það verður gaman að sjá svipin á fólkinu.Jæja kæra frænka hafðu það sem allra best.ps gott hjá þér að fara í skóla pétur fór áfram sem betur fer.Þín frænka Gunna

Gunna frænka (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 12:43

3 identicon

NÚPO SKÍTUR

Stína STUÐ (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband