Ljósanæturævintýrið á enda.

Jæja, þá er komið að lokum þessara ljósanætur ætla að segja frá henni.

Föstudagur: Var að vinna til klukkan 6 fór þá beint heim fór úr vinnufötunum og svo var leiðinni haldið til Egilstaða. Þar voru tvíburarnir Benedikt Árni og Oddný Edda þau töluðu alveg helling við okkur Gumma en svo varð Gummi að fara að vinna. Ég varð eftir og Sveina tengdamamma var að hjálpa mér á kennsluvefinu og fann loks út hvernig ég átti að ná í verkefnin. En svo keyrði Jóhann tengdapabbi mig út á flugvöll. Ég lenti í Reykjavík um klukkan 22:00 þar biðu frænkur mínar Svanhildur og Sigga eftir mér Takk æðislega fyrir að sækja mig frænkur. Wink En svo var leiðinni haldið beint suður til Keflavíkur og  þar hitti ég hana móður mína en þar sem við mæðgur vorum báðar orðnar mjög þreyttar eftir erfiðan dag þá var farið snemma að sofa.

Laugardagur: Vaknaði um 8 leitið og fór í sturtu og svo keyrði Mamma mig til Geira bróðurs þar hitti ég Maríönu og Aseneth líka og það var svo gaman að hitta þau aftur. Og hún Maríana mín er orðin svo stór Happy En svo einhvað um hádegi hringdi Berglind og bað mig um að sækja sig. Geiri bróðir var svo æðislegur að lána mér bílinn sinn sem ég mátti hafa bara og það var alveg æðislegt. Svo hafði ég samband við Heiðu systir Gumma og ég náði í hana upp á flugvöll og hún kom með mér og öllum hinum að labba út í bæ. Svo keyrði ég hana heim og fékk að sjá hjá henni íbúðina.  Svo skutlaði ég Berglindi heim og fór í mat til Geira þar fékk ég ofnbakaðan laxarétt. Svo eftir matinn hringdi ég í Heiðu og dró hana með mér út í bæ. Þar var náttla alveg helling um að vera og við biðum eftir flugeldasýningunni og svo fórum við heim til Geira bróðurs að ná í Lillu. Stoppuðum þar í smá stund og fórum svo og ég gerði tilraun til að kaupa mér nammi í 10 11 en mér hefur ekki verið ætlað að fá nammi þar. Segi ykkur frá því seinna. Svo keyrði ég Heiðu heim og fór að sofa.

Sunnudagur: Vaknaði um 11 fór smá stund í tölvuna og svo heim til Geira. Var þar að leika við Maríönu en svo þurfti Aseneth að fara að vinna en ég Geiri, Maríana og Lilla fórum á rúntinn. Kíktum til Rögnu ömmu og sollis. Svo þegar rúnturinn var búinn þá fór ég heim og gerði verkefnið í uppeldisfræði. Þangað heim kom Berglind og þá ákvað ég að hafa smá stelpukvöld prófaði að hringja í Heiðu og athuga hvort hún vildi borða með okkur en hún þurfti svo mikið að læra Crying En ég Berglind og Thelma lind pöntuðum okkur pizzu og borðuðum hana og fórum svo heim til Geira. Stoppuðum þar í smá stund en svo keyrði ég Berglindi heim og svo Thelmu stoppaði smá stund heima hjá Kalla og Kollu fór svo og náði í Mömmu og við kíktum á Stínu fínuSmile Svo var haldið af stað heim á leið. Og núna sit ég hér og blogga Cool.

Ætla að láta eina fyndna sögu með.

Geiri bróðir sat í tölvunni og prumpaði all svakalega og sagði svo Ásdís ég myndi færa mig en ég sagði - Nei, Ég geri það bara þegar lyktin kemur. Svo stuttu seinna er ég að skoða sjampóið sem ég keypti handa Lillu og var að þefa af því og sagði svo - Umm, hvað það er góð lykt af þessu, Aseneth viltu finna. Og Geiri var fljótur að snúa sér við. Hélt að prumpulyktin væri komin til mín LoLSick Hahaha 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Ásdís mín sakna þín strax bara strax og ég keyrði ein heim frá flugvellinum ..Og skrítið við tölum meira saman í siman en núna þegar þú komst .Fyrgefðu hvað ég var þreitt og fór snemma að sofa en við áttum góðan dag í dag .Elska ykkur bæbæ mamma gamla unga hróið

Ólöf Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:31

2 identicon

HÆ HÆ hvað þurfið þið alltaf að vera sofandi ?þá finnst mér ekki skrítið að gamla hróið segist fara í afslöppun Austur þá hefur hún meiri tíma til að hvíla sig en hér heima því hún hefur ekki tíma til að heima hjá sér

þetta er svona þegar maður er laus og liðugur eða er það ekki rétt veit það ekki sjálf því ég er ekki svona liðug eins og gamla HRÓIÐ

Stína STUÐ (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 23:59

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Dísa mín við klukkum Stínu fínu

Ólöf Karlsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:05

4 identicon

Gamla HRÓIÐ heldur að hún geti náð mér þá held ég að hún meigi æfa sig lengi að hlaupa  Svona myndi hún líta út ef hún myndi hlaupa nokkra metra haldið þið það ekki

Heyrumst , Sjáumst

Stína STUÐ (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband