31.8.2008 | 11:46
Bíódaga helgi.
Góðann daginn. Var svo upptekin í gær að ég hafði engan tíma til að blogga í gær. Fyrirgefðu mér Mamma En ég skal sko bæta þér það upp núna með góðu bloggi.
Nú ætla ég að segja frá helginni eða allavega það sem er búið af henni.
Föstudagur: Vaknaði, átti að labba í vinnunna í grenjandi rigningu þar sem Gummi var með bílinn. En ég var svo heppinn að æðislegi nágranninn minn hún María lind var að fara einhvað þannig að hún keyrði mig og sagði að hún léti mig sko ekki labba. Takk æðislega María Lind mín. En svo var ég að vinna til klukkan 6 og já það var bara gaman í vinnunni, mér finnst alveg æðislegt að vera búin að fá Elínu mína og Þrúðu til baka. Þegar vinnan var búin þá fékk ég far hjá Siggu minni heim vegna þess að ég náði ekki í Gumma og hélt hann væri bara sofandi en svo kom ég heim og enginn bíll og ég hringi í Gumma og spurði hvar hann væri eiginlega og er hann þá ekki bara inn í Samkaup að sækja Elskuna sína. En í staðinn keypti hann bara góðann mat eða lambasneiðar og það var ofsalega gott. En eftir matinn lögðumst við upp í rúm og ætluðum aðeins að loka augunum en Gummi minn steinsofnaði en ég horfði á myndina sem hann ætlaði að horfa á sem heitir i spy og hún var nokkuð góð. En svo fór ég bara snemma að sofa.
Laugardagurinn: Vaknaði mjög snemma og við Gummi kúrðum smá stund og ég sofnaði svo aftur og vaknaði ekki aftur fyrr en klukkan um 11 og rauk í sturtu hálf sofandi. Svo vaskaði ég upp en svo fórum við Gummi að finna skólabækur. Fórum í tónspil og við fengum nokkrar bækur þar en svo var leiðinni haldið upp á Egilstaði. Komum reyndar við í Byko á Reyðarfirði og hittum svo Garða og strákana á Olís á Reyðarfirði þeir voru að fara á Höfn að sækja Freydísi og litlu prinsessu. Ég spurði Pál helga hvað hann vildi fá í afmælisgjöf og hann sagði transformer grímu eða hjálm. Ætla að sjá hvort ég finni það eða bara einhver fín föt á strákinn minn.
Svo byrjuðum við Gummi á að fara í office og kaupa restina af bókunum svo kíktum við inn í Bónus og keyptum í pylsupasta og senseokaffi út mánuðinn. Svo bauð ég Gumma á Subway og byrjaði þar að fá alveg geggjaðislegan hausverk en við kíktum samt til tengdó og fórum í kaffi þar og fengum sultur. En svo langaði mig svo að kíkja í Samkaup þar og skoða og það er orðið alveg geggjað flott. En þar sem hausverkurinn versnaði og versnaði bara þá var bara farið á hraðferð heim. Þegar heim var komið tók ég inn 2 panodil og Samarin þar sem mér var orðið flökurt líka og mér varð alveg ískalt þannig að ég lá í sófanum með teppi og sæng og steinsofnaði þar og vaknaði um hálf átta. Þá horfðum við Gummi á allar myndirnar sem voru á stöð eitt fórum reyndar smá ísrúnt eftir egyptalands myndina ( Vallý mín þú varst með í huganum á ísrúntinum ) En svo horfðum við á restina af myndunum og horfðum svo á eina til viðbótar sem heitir Ameriacan Crime og vá hvað hún var spennandi en samt þurfti maður sko að vera með tyssjú og reiðin blossaði líka upp. Mæli alveg með þessari mynd en ekki fyrir ofurviðkvæma. En svo var haldið í bólið.
Sunnudagur: Vaknaði um 9 og ákvað að fara bara á fætur kveikti á sjónvarpinu og horfði á skrípó. Hvað þetta er svo notarlegt. En dottaði yfir því en nú sit ég hér og blogga og hlusta á tónlist. En jæja fer að láta þetta duga í bili. Ps. 5 dagar þangað til að ég kem suður
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja bara mikið að gera hjá þer .En hvernig gengur í skólanum.Ég þarf að læra að skrifa ensku það er ekki nóg að tala hana og lesa hana ,skil ekki af hverju mér gengur svona illa að skrifa hana.En það er gott að hafa útvarp og hlusta á góð lög þegar maður er aðdjöflast í tölvunni .Og núna er veðurfréttir ,austurland fær rigningu en við eitthvað gullt sem er á himninumer búin að fá nóg af þessari rigningu.En ég var að fikta í tölvunni og misti út imail adressurnar mínar en þær eru þarna einhverstaðar vantar bara að vita á hvaða takka ég á að íta ,til að fá þetta inn aftur,anars fer ég að grenjaEnn bæ í bili mamma gamla unga
Ólöf Karlsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:22
Hey farðu að vakna elskan mín og farðu að hundskast til að blogga
Hvað er að þér
Kesmtu ekki heim úr vinnunni
Elska þig meira en sólina
stubbaknús
Gamla hróið þitt
Hey núna ertu komin í útivistarbann
Ólöf Karlsdóttir, 4.9.2008 kl. 21:42
Hehe Jájá MÖMMUR ég skal fara að blogga. Nenni því bara engann veginn núna en ég lofa á morgun eða Laugardaginn. Kossar og knús
Ásdís Ósk Valsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.