18.8.2008 | 22:33
Á ég að segja ykkur leyndó???
Ég skráði mig í fjarnám í dag. Ætla að reyna að taka íslensku 303 og uppeldisfræði 103 og hlakkar geggjað til. Veit reyndar ekki hvort ég komist inn en það er bara að krossa puttana. Gummi var líka að skrá sig bara cool sko ég er alveg komin með 56 einingar og það eru ekki nema 140 sem maður þarf til að verða stúdent. Þannig að ég er svona næstum því hálfnuð. Það er samt einn mikill ókostur og það er að ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að læra. Ætli ég myndi ekki bara reyna að verða stúdent að félagsfræðibraut held það sé svona almennt bara.
Annars er lítið að frétta héðan. Helgina var rosalega góð. Á Laugardaginn fórum við Gummi upp á egilstaði og vorum bara að leika okkur fórum í bónus og svona og svo kíktum við yfir til Freydísar og Garðars en Freydís var bara heima ásamt Mömmu sinni og heilum krakkaskara. Það var nú eitt fyndið sem skeði þar ég tók Magnús Orra upp til að knúsa hann og Lilla var sko ekki sátt vældi bara og vældi , hvernig ætli hún verði þegar ég eignast börn En svo komu við Gummi bara hingað heim og elduðum Lasagne og svo var bara tekið þvi rólega um kveldið. Fengum okkur göngutúr og það var alveg æðislegt það var orðið dimmt en frekar heitt úti og þetta var svo kósý.
Á sunnudaginn fórum við Gummi aftur upp á Egilstaði og Mamma hans Gumma var að taka út sultuvinninginn og bauð okkur öllum í kaffi á Skriðuklaustri og það var sko bara gott. Það var alveg rosalega gaman að fylgjast með Benna og Oddný Eddu hlaupa um þau skemmtu sér sko alveg konunglega. En svo um kveldið var bara komið hér heim lagað til og svo leigði Gummi mynd sem heitir three musketers veit ekki hvort ég skrifa rétt en ég náði ekki að horfa á hana þar sem ég var orðin frekar þreytt og skreið inn í rúm.
Dagurinn í dag er búinn að vera mjög góður það var reyndar alveg hrillilega erfitt að vakna í morgun en ég kom mér framm úr á endanum. Ég var að vinna til klukkan 6 og kom svo heim og fékk mér kryddbrauð með smjör og osti. Svo vaskaði ég upp og þurrkaði af borðinu og svo hékk ég í tölvunni í smá stund en svo fór ég út að labba með Lillu. Eftir göngútúrinn talaði ég við Mömmu smá stund og svo fór ég í sturtu. En nú sit ég hérna fyrir framan tölvuna og blogga. Svo er ég að fara til tannsa í fyrramálið það er eins gott að fara því að sofa núna
ps. Smá ábending til ykkar. Þegar þið takið bensín takið þá eftir hvað stendur á dælunni sjálfri. Tók eftir því áðan á orkunni að á stóra skiltinu stóð að líterinn ætti að vera á 165, einhvað en á dælunni sjálfri stóð 172 þannig að spáið smá í þessu.
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.