Sumarfríið 2008.

Mér skilst að fólk vilji fá blogg og myndir úr ferðalaginu svo ég skal reyna að bæta aðeins úr því. Og segja frá í stuttu máli. Eða löngu eða whatever bara Cool

Miðvikudagurinn 25 Júní: Dísin ætlaði að vera alveg rosalega dugleg og vera tilbúin með allt þegar Gummi kæmi heim eftir næturvaktina en Neinei ég lá ennþá og kúrði undir sæng þegar hann kom heim en jæja við lögðum af stað á endanum, ja eða frekar svona seint og síðarmeir. Lögðum af stað frá egilstöðum um klukkan 16:00 minnir mig. Keyrðum svo til ásbyrgis og gistum þar eina nótt og þar er sko bara fallegt og svo var bara skoðað svæðið. Wink

Fimmtudagur 26 Júní: Var haldið til Keflavíkur og vorum við þar þangað til þriðjudaginn 1 Júlí og ég ætla að segja frá Keflavíkinni í punktum bara

* Hittum ættingja.

* Horfðum á sjónvarp

* Rúntuðum um

* Var farið í Rúmfatalagerinn

* Fórum í pönnukökur til Sússu og Viðars.

* Kíktum á prinsessu Garðars og Freydísar

Og bara svona hitt og þetta sem hægt er að gera á Sunnlenski svæði.

1 Júlí þá fór ég í plokkun og litun í Keflavík og var svaka gella eftir það og svo var farið heim að éta þangað kom svo Geiri Brósi minn og við Mamma röltum í bakaríið og keyptum ýmislegt í svanga munna og Geiri borðaði með okkur.  Svo var farið í Rvk með Stínu, Mömmu og Gumma og Lillu náttla líka. Þar keypti mamma sér nýjan svefnsófa og ýmislegt fleira. Verð að segja ykkur eina fyndna sögu af þessu. Mamma, Konni og Stína fóru að fá sér að borða á Kínastaðnum bak við rúmfó en ég og Gummi fórum í Bónus en svo þurfti ég að fara inn að pissa og þar hitti ég Mömmu og co og eiginlega það fyrsta sem ég gerði var að fá mér af diskinum hennar fór svo að hugsa ætli fólk hafi ekki haldið að ég væri bara að labba upp að næsta borði og fá mér næringu.

En jæja svo var leiðinni haldið vestur til Hólmavíkur og vorum við komin þangað um kvöldið en þar var svo hryllilega leiðinlegt veður að við urðum að sofa í bílnum en það var nú ekki verra en hvað annað.

2 Júlí. Vöknuðum í sól og blíðu á Hólmavík og ákváðum að halda lengra skoðuðum margt á leiðinni en enduðum svo á Ísafirði. Lentum þar í leiðinlegu veðri líka en létum okkur hafa það að tjalda.

3 Júlí: Vorum  vöknuð um 8 leitið fengum okkur þá kaffi og með því og ákváðum svo að fara að skoða nágrenni Ísafjarðar kíktum á Bolungarvík og einhvað fjall þar líka en svo vorum við búin að skoða nóg og ákváðum að halda bara áfram ferð okkar um vestfirði.

Keyrðum í gegnum skrítnustu göng sem ég hef farið í því inn í þeim er gatnamót keyrðum inn í þau á Ísafirði fórum svo út á Suðureyri fórum svo inn í þau aftur og komum út á Flateyri bara snilld. En svo skoðuðum við allt saman þarna Súðavík og allt en enduðum svo á Bíldudal. Varð sko að fá að skoða gamla bæinn minn. Skoðaði svona soldið þar en ákváðum að gista á tjaldstæðinu á Tálknafirði og sjáum sko ekki eftir því Þetta er ábyggilega besta tjaldstæði sem ég hef verið á.

4 Júlí: Vöknuðu fengum okkur morgunkaffi og fórum svo í sund héldum svo áfram að skoða bíldudal þar hitti ég Mömmu Örnu vinkonu minnar og hún mundi vel eftir mér og ég var svo ánægð með það Smile Svo var haldið aftur á Tálknafjörð ákváðum að vera aðra nótt þar og skoðuðum þann bæ vel.

5 Júlí. Lögðum af stað frá Tálknafirði og planlögðum að halda bara heim núna en þar sem við komum norðuleiðina þá eiginlega urðum við að fara suðurleiðina til baka bara svona svo að við værum búin að fara stóran hring um Ísland og keyrðum og keyrðum tókum svo skyndiákvörðun um að gista eina nótt í Þjórsárdalnum. Mættum í dalinn um 10 leitið og byrjuðum á að fara til Kalla og Kollu og kíkja á þau en þau sögðu að það kæmi ekki til greina að við værum að tjalda þar sem þau höfðu nóg pláss hjá sér. Svo við vorum mjög ánægð með það. Þorsteinn Ingi og Thelma Lind voru ekki í dalnum Frown 

6 Júlí héldum heim á leið og vorum orðin mjög þreytt og því var bara farið beint í rúmið. En nú er ég orðin svo þreytt á þessu bloggi þannig að ég bið bara að heilsa ætla að fara að setja í þvottvél og svona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nóg að gera hjá þér! Ég öfunda þig svakalega...langar svo að pakka niður krökkunum og leggja af stað í ferðalag hehe  en það verður víst að bíða betri tíma....næsta sumar verður voðalega skemmtilegt

Svanhildur frænka (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband