23.6.2008 | 20:51
Dularfulla lyklahvarfið!!!
Á Djúpavogi. Hehe langaði að hafa einhver djúsi fyrirsögn en ég kem að lyklamálinu á eftir Ætla að byrja á að segja frá helginni.
Föstudagur: Var hérna heima að laga til og gera allt tilbúið fyrir ættarmótið svo um 6 leitið fór ég að sækja Gumma. Lögðum af stað frá Reyðarfirði rétt fyrir 7 og vorum komin á klaustur einhvað á milli 10-12 man ekki alveg en þá var bara byrjað á að setja upp tjaldið og svo var aðeins spjallað og svo var bara farið að sofa.
Laugardagur: Vaknaði um 11 leitið og byrjuðum daginn á að fá okkur kaffibolla og svo um 13:00 var farið í göngutúr. Löbbuðum upp á systrastapa minnir að það heiti það og það var mjög fallegt þar. Vorum komin til baka úr göngunni um 15:00 og þá var bara drukkið meira kaffi og svo tók ég og Gummi smá rúnt síðan um svona 18:00 fékk ég minn daglega hausverk og lagðist inn í tjald í smá tíma og svo var farið inn að borða og svo eftir matinn voru einhver skemmtiatriði. Svo fórum við Gummi inni í tjald að spjalla og svo sofnaði hann mjög snemma sem var ekki nógu gott því hann var víst að passa. Ég var svo viss um að hann hafi verið vakandi þegar ég fór vegna þess að hann opnaði augun og ég var búin að spjalla helling við hann áður en ég fór inn en það versta er að hann mundi ekkert eftir þessu daginn eftir. Kannski var þetta einhvað skrítinn bjór sem hann hafði verið að drekka.
Sunnudagur: Gummi vakti mig klukkan 08:00 og það var bara byrjað á að fara að fá sér kaffisopa og hreyfa Lillu og svona og svo átti að vera myndataka en þar sem flestir voru sofandi varð ekkert úr því. Ég, Gummi, Heiða og Palli fórum á systrakaffi og fengum okkur að borða þar ( Mæli alveg með þeim stað þar er sko góður matur) En svo um 13:00 lögðum við Gummi af stað austur. Við tókum okkur góðan tíma þar sem við vorum búin að ákveða að fara ekki alla leið og skoðuðum alveg helling en svo stoppuðum við á Djúpavogi hentum tjaldinu upp og suðum okkur pulsur. Svo sátum við bara til svona 11 eða 12 og fórum svo að sofa.
Nú skal ég segja frá dularfulla lyklamálinu sem ég leysti í dag. Sko á kvennaklósettinu eru 2 klósett og einn sturtuklefi. Og ég tók eftir því að það var bara happa glappa hvort ég gæti læst að mér og ég var búin að segja Gumma frá þessu og var búin að spá helling í þetta. En svo í dag þá fattaði ég að það er bara einn lykill og það var bara misjafnt hvort hann var á öðru hvoru klósettinu eða í sturtunni. Alveg undarlegt. Þeir ættu að nota tjaldgjaldið og láta gera fleiri lykla
Mánudagur: Ég vaknaði fyrst um 08:00 og fór að ná í Lillu og pissa og svoleiðis en svo lagðist ég inn hjá Gumma og svaf alveg til 11:00 og þá fórum við framm úr. Fengum okkur að eta og tókum svo tjaldið niður og þá var leiðinni haldið til Breiðdalsvíkur. Þegar við komum þangað voru Benni og Oddný edda sofandi en þau vöknuðu bara 2 mín eftir að við komum eða einhvað. En hjá þeim var alveg rosalega gaman. Held að þau hafi sýnt okkur allt dótið sitt og Benni kom og settist hjá mér og var að sýna mér bókina sína og Oddný Edda lærði að segja Gummi og Dísa mér og Gumma til mikillar gleði. Þóra var síðan svo myndarleg að hún var barasta að baka gerði rosalega góðar brauðbollur og það var mjög gott.
Þegar heim var komið var farið í kærkomna sturtu og það var bara æðislegt. Svo fór Gummi að vinna og hér sit ég og Blogga. En fer að segja þetta gott í bili.
ps. Sá minnsta tjald sem ég hef á ævi minni séð og ég var sko ekki að trúa því að maðurinn svæfi í þessu ég sjálf myndi fá geggjað mikla innilokunarkennd. Ætla að setja inn eina mynd af þessu hérna
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já lyklar eru umhugsunarefni .Þetta var þá góð útilega hjá ykkur það var nú gott .En það hefði þurft að setja mig í spennitreyju eftir nótt í svona flottu tjaldi.En kveð í bili mammaG
Mamma gamla (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:54
Hæ frænka...það er eitthvað breytt við þig...varstu að lita hárið?? hehe Bið að heilsa!
Svanhildur (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.