Nýjar myndir :)

Wink Í albúmi sem heitir sumarmyndir 2008. Cool

Jæja þá er komið að bloggfærslu og ætla ég að byrja á því að biðjast fyrirgefningar á að hafa ekki bloggað fyrr það er bara búið að vera alveg nóg að gera hjá mér og ætla ég að reyna að segja frá heilli viku en tek bara einn dag í einu.

Föstudagur: Var að vinna til 6 og ég og Gummi fórum að keyra á móti Mömmu og co hittum þau á Egilstöðum. Fórum með þau á pizza 67 og fengum okkur pizzu svo var haldið áfram niðureftir. Þegar heim var komið var bara aðeins spjallað og svo var farið að sofa snemma allir orðnir þreyttir eftir þann daginn.

Laugardagur: Vöknuðum öll hress og kát ( líka Gummi en hann fór að vinna ) og fórum á einhvað flakk. Það var náttla nóg um að vera þar sem það var sjómannadagshelgi Wink Ég og Mamma fórum í system og keyptum okkur föt ég keypti mér leggings, kjól, pils og hlýrabol og var alveg geggjað ánægð með það allt saman. Svo fór Mamma og varð að kaupa sér líka einhvað svo hún keypti sér leggings og kjól Cool Annars man maður svo lítið frá þessu. Man að við fórum í sund hér á nesk og það var alveg æðislegt ég og Mamma syntum meira að segja nokkrar ferðir og fórum í gufu og á meðan skemmtu Konnig og Berglind sér mjög vel í rennibrautinni. Minnir að svo hafi bara verið farið heim og slakað á enda er það alltaf nauðsynlegt svona inn á milli.

Sunnudagur: Vöknuðum snemma um 8  leitið og fórum í siglingu klukkan 10 og það var alveg æðislegt. Þetta var alveg 2 tíma sigling og sem betur fer var Elín inn í búð að opna annars hefði verið opnað seint þann daginn. Mætti svo í vinnu og Berglind náttla með og hún var með mér alveg til klukkan 6 dugnaðarforkur alveg. Eftir vinnu var svo bara farið heim og spjallað og svona og líka horft á Næturvaktina  og það var sko æði Wink Mamma eldaði alveg súpergott spagettý þann daginn líka hehe sést á einni mynd af konna :)

Mánudagurinn: Var mikill ævintýradagur. Fór að vinna og var þar til klukkan 6. Veit eiginlega ekkert hvað fólkið gerði á meðan nema að fara í sund. En þegar ég var búin að vinna var eldað Grjónagrautur og þegar allt var að verða tilbúið þá varð náttla ein býfluga að fljúga inn og við náttla öll alveg dauðhrædd við þær og vorum öll komin út á stétt á meðan býflugan lét sem hún ætti heima hér. Ég var búin að standa með eitrunarbrúsann í hendinni en hafði mig ekki í að spreyja á hana en Mamma var sko ofurhuginn og spreyjaði á hana og hún dó strax ( og ég náttla með samviskubit yfrir að hún væri dáin).  Haha verð að segja ykkur frá því sem Konni sagði eftir að búið var að drepa býfluguna hann sagði - Amma þú hefðir átt að segja við býfluguna GAS GAS áður en að þú sprautaðir á hana LoL Haha. Svo var horft meira á næturvaktina lol lol.

 

Þriðjudagur:Fór að vinna klukkan 9 og þar sem það var frekar rólegt þá fékk ég leyfi til að fara heim klukkan 3 og við fórum því öll í sund á Eskifirði og það var æði Smile Nema að sundlaugin var allt of köld og litli heita potturinn líka og hinn potturinn var of heitur ( Greinilega erfitt að gera mér til hæfis) En eftir sundið fórum við krónuna og versluðum rosalega góðan mat þetta var svona síðasta máltíðin saman í bili allavega. Og svo var klárað að horfa á síðustu 3 þætti af næturvaktinni og þar með var serían búin Crying.

Miðvikudagur: Ég þurfti að vakna snemma því ég átti tíma hjá tannlækni mætti hjá honum um 8 leitið og svo í vinnu klukkan 9 og það var ekki mjög gaman hjá honum. Þurfti enn og aftur að deyfa 2 sinnum og aftur í góminn. Held að ég sé orðin ónæm fyrir deyfingunni. Mamma, Konni og Berglind komu að kveðja mig í búðinni og lögðu snemma af stað ( var samt soldið erfitt að kveðja). Eftir vinnu hjá mér var alveg ferlegar skrítið að vera allt í einu ein Gummi að vinna og bara ég og Lilla heima það var skrítið. Úff nenni þessu varla lengur.

Fimmtudagur: Vaknaði fór að vinna, kom svo heim, lagaði aðeins til og fór svo út að labba með Lillu kom aðeins við hjá Svövu á leiðinni heim og svo var bara farið að sofa.

Föstudagur. Fór að vinna, var til klukkan 6 kom heim og fór í fín föt. Ætluðum að fara í ferðalag en hættum við því tjaldið er einhvað leiðinlegt. Ætlum að fara á morgun að leita að nýju tjaldi. En við grilluðum kjöt og ostapylsur og það var mjög gott og nú sit ég hér og er að blogga og er sko komin með nóg af bloggi í bili en segi bara bæjóTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá..ég man kannski 2-3 daga  en jæja...kvitterí kvitt!!

Svanhildur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband