8.4.2008 | 13:23
Góðan og blessaðan daginn.
Hvað segist gott í dag???
Hjá mér segist allt sæmilegt er reyndar búin að vera einhvað pínu döpur í dag og í gær. Ætli það sé ekki bara árstíminn, alveg að koma sumar en það er samt svo langt í það Langar helst að fá sumarið bara í dag. Vá, það á ábyggilega eftir að vera geggjað sumar hjá mér eða ég vona það allavega. Ég ætla að byrja á því að reyna að fara suður eftir 15 maí og taka allt mitt dót þar sem Mamma er að fara að flytja. Á samt eftir að sakna stekkjargötunar alveg geggjað mikið en Mamma ætlar sem betur fer að taka að ég held borðið hans Pabba og sófann hans og elsku myndin af honum og pípan hans verður þar líka.
Ég og Gummi ætlum líka að reyna að fara til Vestmanneyja í sumar hef nefnilega aldrei komið þangað ætlum að reyna að draga mömmu með líka, en ætli það þurfi nokkuð að draga hana með trúi því frekar að hún komi alveg sjálfviljug . Svo verða einhverjar styttri ferðir líka. Langar alveg geggjað mikið að reyna að fá öll systkyni mín og konur þeirra og menn og börnin náttla líka til að hitta mig og Gumma einhverstaðar á miðri leið og gista saman öll á einhverju tjaldstæði. En það er spurning hvort maður nái þeim öllum í svoleiðis óvissuferð. Það er víst búið að plana einhvað ættarmót hjá Gumma family í júní þannig að það er alveg möguleiki að maður kíki þangað En svo ætla ég mér sko að reyna að fara til útlanda næsta sumar og jájá engar áhyggjur Gummi má audda koma með .
Er eiginlega í fríi í dag er í svona hreinsa hugann fríi og það sem ég er búin að gera í morgun er eiginlega bara að vera í leti ég er búin að sauma pínu og svo horfði ég á Bend it like Beckham alveg snilldarmynd. En annars er ekkert búið að gerast hérna megin við fjallið. Það er reyndar fjall af þvotti sem ég á eftir að brjóta saman
Annars er ég búin að vera að láta mér líða vel. Gumminn minn kemur heim um 5 og hann er búinn að segja að við ætlum að gera einhvað skemmtilegt. Svo verður helgin vonandi alveg frábær stefnan er sett á að Berglind komi og mig hlakkar svo til. Þá verður sko gert einhvað spennó hef sko ekki hitt neinn af minni fjölskyldu síðan í Janúar og ég er farin að sakna þeirra svo mikið. En jæja það er kannski best að segja þetta gott í bili BÆjó...
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
'Eg vona að þú sért að ná þér á strik núna.Sumarið á leiðini ,og við á leið til Vestmannaeyja.Það væri virkilega gaman ef allir gæfu sér tíma 1 helgi í sumar og koma saman og tjalda það væri bara æði pæði.Gott að hreinsa hugan ég þarf að gera það líka,Davíð hjálpar mér með það .Já það er gott ef Berglind kemst til þín um helgina,held að hún voni að það sé laust sæti kl 11 eða 1 þá er lending 12 eða 2 bæ í bili heiri í þér annað kvöld elska ykkur öll bæbæ Mamma
Mamma (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.