Ég á afmæli í dag :)

Jæja, nú er ég sko búin að eiga góðan dag. Wink Fór að vinna í dag og var að vinna til klukkan 5 ( átti að vera til 7 en skipti við eina) því ég og Gummi ÆTLUÐUM að fara upp á Egilstaði og fara út að borða. En nei, það náttúrulega varð að koma leiðinlegt veður og varð þar af leiðandi bara ófært yfir skarð. Svo að ég og Gummi ákváðum að fara bara út að borða vorum búin að ákveða að fara á Capitano en þar var náttla lokað. Svo að ég og Gummi fórum bara á Kaffihúsið. Fengum okkur crepes og það var svo gott síðan fengum við okkur einn Kaffibolla í eftirrétt. Cool Gummi vildi svo taka smá rúnt svo að ég sætti mig bara við það en núna set ég fyrir framan tölvuna og blogga.

Var að spá í einu með svona afmælisdaga, þegar maður var lítil þá var þetta eiginlega bara mjög heilagur dagur. Maður fékk að halda afmælisveislu og maður varð svo stór. Manni finnst bara spennandi og spennandi að verða eldri þegar maður er yngri. Sko þegar maður er 6 ára þá byrjar maður í skóla og svo er maður í skóla þangað til maður verður 16 ára. En maður fermist náttla þegar maður er 14 ára. Svo verður maður 17 ára og fær bílpróf vá rosalega spennó og ennþá meira spennandi að verða 20 ára því þá má maður fara í ríkið.Smile En eftir 20 ára aldurinn þá kvíðir manni fyrir að verða eldri þá þarf maður að fara að vinna ( svona í flestum tilfellum) og sjá um heimili, borga reikninga, eignast börn og þegar maður er kominn í þann hring þá er sko ekki aftur snúið. Lífið batna varla fyrr en maður er orðinn eldri svona sirka 67 ára og fer á eftirlaunaaldurinn. Þá byrjar lífið aftur. Þá eru börnin farin að heiman, maður er búinn að borga upp öll lán og maður er hættur að vinna, þá fyrst getur maður farið að leika sér aftur. Þá fer maður að fara í utanlandsferðir, eða kaupir sér húsbíl og er bara á flakki allt árið.

Stjórnmálin eru alltaf að koma upp í kollinn á mér. En þetta er bara svo erfitt að skilja. Gummi er alltaf að reyna að kenna mér einhvað en ég segi bara jájá en er engu nær.

Maður ætti nú samt að reyna að opna hugann fyrir þessu en ég bara get ekki einu sinni munað nafn stjórnmálamanna. Það var einhver stjórnmálamaður í kastljósi um daginn og hann hélt því fram að þessi einkaþota sem þeir leigðu sér væri ódýrara heldur en að kaupa almennt fargjald en það kom svo í fréttunum að þessi einkaþota hafi verið 200 til 300 þús. dýrari heldur en venjulegt fargjald. Hvað ætli þessir menn séu með svo há laun að þeim muni ekkert um 200 -300 þús kr. En það sem málið er að ég held að við borgum þennan pening.

En jæja núna er ég hætt þessu blaðri reyni að nota restina af afmælisdeginum í einhvað annað en blogg. Woundering

ps. Kíkið aðeins á efri hluta bloggsins. þegar ég var að lesa yfir þá tók ég eftir að það var alveg helling af orðinu  maður eða manni, allir að koma með hugmynd um orð sem ég gæti notað í staðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja það er bara svona maður er bara alveg lens .En ég vona að veðrið fari að lagast hjá ykkur þarna

Ekki svona mikin snjó rekið hann í burtu

Hvað ætlið þið að gera við allan þenna snjó eiginlega

 svona burt með með hann

'Eg spái því að það fari að rigna eftir helgi en hvað um það bæbæ elska ykkur.Til hamingju með daginn ástin mí ,Kv Mamma

Mamma (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband