Góða kvöldið :)

Jæja hvað segið þið gott?

Nú er Gummi byrjaður á vöktum var að taka sína 1 núna og það er næturvakt og svo á hann að vinna alla helgina á næturvöktum. Er nú eiginlega með smá áhyggjur af honum, hann vaknaði svo snemma í morgun og gat ekkert sofnað í dag það var alltaf verið að trufla hann.

En á Miðvikudaginn náði ég að detta niður stigann hérna heima, en hef ekki hugmynd um hvernig ég fór að því og fór þar af leiðandi ekki að vinna á Fimmtudaginn. Komst varla í buksur var svo slæm í bakinu. En ég var bara hérna heima með Lillu og við létum okkur leiðast saman Errm

En já svo fór ég að vinna í dag og það var bara fínt, við Gummi fengum okkur kjúlla áður en hann fór að vinna en núna erum við Lilla bara einar heima.

Ég pantaði mér hillu af Ikea alveg hrikalega flotta það er molger hillueining vantaði svo hrikalega mikið einhvað undir handklæði og svoleiðis. Hún kom svo í dag fékk sko kortið hennar Mömmu til að kaupa hana  og nú hlakkar mig svo til þegar hún verður sett saman. Gummi ætlar að gera það fyrir mig á morgun. Hann eiginlega bannaði mér að opna sko kassann. Hann þekkir mig greinilega mjög vel. Cool Hún hefði sko ábbygilega verið á hlið þegar hann hefði komið heim :)

En já maður veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja á svona bloggi. Sérstaklega þegar maður á sér ekkert líf.

Þorsteinn Ingi frændi minn á að fermast á Sunnudaginn og óska ég honum alveg innilega til hamingju með það. Kissing En ég á einmitt að vera að vinna á Sunnudaginn.

Er samt alveg í fríi á morgun og mig hlakkar mikið til ætla samt að fara til Reyðarfjarðar og láta stilla gleraugun mín. Þau eru sko meira en skökk. Cool

En jæja ég veit ekki hverju meira ég á að ljúga í ykkur. Svo ég segir bara BLESS BLESS :)

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja ekki gott að detta svona passaðu þig nú. Gummi að vinna og hvernig er svo byrjunin hjá honum 

Og svo er það lilla min hvað er hjá henni  

Mamma (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband