Helgin búin :(

Ohh hvað ég þoli það ekki hvað helgarnar eru fljótar að líða. Maður er varla búin að setjast niður á Föstudagskvöldi  og þá er bara allt í einu kominn Mánudagsmorgun Alveg óþolandi Shocking

En annars var helgin ágæt! Það var mjög mikið að gera í vinnunni svo að eftir hana þá var eiginlega bara farið beint að sofa. Ætlaði reyndar að horfa á Útsvar en þá var það komið í frí og Gettu betur byrjað í staðinn. held ég hafi farið upp í rúm um 12 leitið eða einhvað.

En á Laugardaginn fór ég að baka með Gerði og var frá 11 til 1 svo fór ég heim og gerði ekki neitt nema þrífa.

Á Sunnudaginn fór ég og Gummi upp á Egilstaði. Kíktum í Bónus og Kaupfélagið ( Mollheilkennin voru farin að segja til sín Wink ) En svo komum við bara heim í góða veðrið, reyndum að fara til Garðars og Freydísar en það var enginn heima á þeim bænum. Þegar heim var komið var glampandi sól svo vorum við bara einhvað að bardúsast heima. Garðar, Freydís, Páll helgi og Magnús Orri kíktu svo á okkur og við ákváðum að borða bara öll saman. Gummi eldaði Lasagne með kjúkling rosalega gott. En svo urðu þau að fara heim því strákarnir voru orðnir vel þreyttir og ég og Gummi og Lilla fórum svo fljótlega að sofa.

Mánudagurinn var sko ekkert að láta bíða eftir sér. Vildi stundum að ég ætti svona Klukkur þar sem ég gæti stoppað tímann þannig að ég gæti bara sofið pínu lengur en það er víst ekki búið að finna það upp. En ég fór á Bílnum í vinnuna og kom svo heim í hádeginu og fór að leika við Lillu var svo skrítin í maganum að ég vildi ekkert borða. Sick Reyndi samt bara að vera dugleg í vinnunni og kom svo heim klukkan 6 fór þá bara í tölvuna og einhvað svona dútl. En núna nenni ég ekki þessu bloggi meira Heyrumst. Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það væri gott að eiga klukku sem hægt er að snúa fram og til baka þetta er svo fljótt að líða,kanski fáum við sollis seinna,bæbæ

mamma (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband