Góða kvöldið :)

Nú er ég ´búin að eiga góða helgi. Er í fríi og var að setja kjöt í pottinn Happy En ég ætla aðeins að segja ykkur frá helginni.

Föstudagur: Var að vinna frá 9 til 6 gerði samt lítið annað þann dag nema glápa á sjónvarpið og svona horfði á útsvar en var svo bara komin á temmilegum tíma upp í rúm.

Laugardagur: Vaknaði um 10 leitið og var bara einhvað að dúlla mér til svona 11 fór þá og dró Gumma minn á fætur, byrjuðum á að skutlast í apótekið og svo var stefna tekin á Egilstaði stoppuðum reyndar og Reyðarfirði og Gummi keypti jólagjöf þar og svo var haldið áfram til Egilstaða. Þar var hoppað í kaffi til tengdó og var stoppað þar alveg ágætlega lengi Skárum út í laufabrauð og steiktum og fórum svo í jólagjafa innkaup og erum langt komin með þau. Svo eftir kvöldmatarleitið var haldið niður eftir aftur vorum komin heim um 11 þá var farið í að ganga frá og svo var bara farið að sofa.

Sunnudagur: Vaknaði um 10 og Gummi rak mig þá í sturtu og sagði að við værum að fara á Breiðdalsvík að hitta Þóru, Palla, Benedikt árna og Oddný eddu. En það var byrjað á því að koma við í vinnunni hjá Gumma og svo þegar það var búið þá var farið í að hringja í þóru en þá sagðist hún vera á leiðinni til okkar Smile Þannig að við fórum bara smá rúnt og svo heim.

Svo komu Þóra og tvíburarnir og það varð að forða öllu brothættu frá þeim. Þau stoppuðu í smá stund og héldu svo áfram að kíkja í heimsóknir. Eftir að þau fóru ákváðum við Gummi að leggjast upp í rúm í smá stund og kúra en það gekk ekki betur en það að ég skreið framm úr klukkan 5 henti kjöti í pottinn og nú sit ég hér og blaðra í ykkur LoL En Gummi sefur enn.

Jæja, Takk fyrir að lesa þetta þið sem gerðuð það og endilega kvittið.

Ps. Það eru bara 4 dagar þangað til ég fer suður JIBBÝKissing

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það er bara sona ,vinna sofa og aftur frí  .Hlakka mikið til að fá ykkur suður  ef þið tímið að koma suður ,það er svo fínt hjá ykkur .Gott veður og sona ,ok bæbæ sjáums á föstudag

Mamma og hinn helmingurinn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:16

2 identicon

Hlökkum til að fá ykkur suður á morgun.

Kossar og knús Akurbrautargengið

karl valsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband