28 Nóvember 2007

Úff hvað tíminn líður hratt! Maður er varla búinn að koma sér framm úr á morgnana og þá er maður kominn upp í rúm aftur :( Alveg hreint ótrúlegt og pirrandi líka. Mér finnst ég vera að vinna svo mikið að ég á mér sko ekkert líf utan vinnu. Þegar maður kemur heim eftir vinnu þá byrjar maður á því að elda, borða og ganga frá, Svo eftir það er kannski smá tími til að horfa á einn þátt eða fara í tölvuna svo er það bara sturtan og svo upp í rúm.

Nú á ég frí um helgina og þess vegna ætla ég bara að krossa puttana og vona að ég fái útbogað á föstudaginn ( ætla mér sko upp á Egilstaði og kaupa jólagjafir) Veit ekki alveg hvort ég fer með Gumma eða Svövu og Þuríði. En ég ætla sko að njóta þess að vera í fríi LoL 

Neðri hæðin gengur ágætlega, en eins og er þá þarf ég að fara út til að fara í sturtu vegna þessa að Gummi er búinn að taka stigann, Gæti kannski prófað að hoppa niður en ég held samt ekki Blush Gummi er svo að klára að einangra þar sem stiginn er og þá er einangrunin búin Wink Pabbi hans Gumma ætlar að reyna að koma um helgina og hjálpa honum og þá eru herbergin eftir eða svo sem klára að mála og leggja parket ( stefnum á það að klára það fyrir jól ) Og þegar það er tilbúið þá verður strax orðið rýmra um okkur hérna. Svo eftir áramót verður farið í að taka þvottahúsið og baðið setja sturtuna upp og þvotttarhús niður :) En jæja kveð í bili BÆJ'O Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ er búin að vera á leiðinni að kíkja á síðuna hjá þér. Það er búið að vera geðveikt að gera í vinnunni hjá mér ,ég er búin að vera að vinna frá 8-5 í marga daga (það eru alltaf svo mikil veikindi á þessum stelpum sem eru að vinna með mér í frístund) Svo þegar maður kemur heim þá byrjar maður á því að taka til,elda og þvo þvott . Krökkunum gengur vel í skólanum og allir biðja að heilsa. kv Kolla       

                       p,s, kíki fljótlega aftur inná síðuna hjá þér 

Kolbrún Lind (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 17:55

2 identicon

'A að snúna húsinu á hvolf núna ,eða bara snúa því við

mamma (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband