Færsluflokkur: Bloggar

Rosalega eruð þið vondar við mig :(

Hahahahha. Vallý segir að bloggið mitt sé farið að lykta. Er það ekki bara ilmvatnið sem ég lét á bloggið Smile Og Dóra segir mér að fara að segja einhvað af viti eða fara að sofa. En ég ætla nú að eyða út lyktinni, segja einhvað af viti og fara svo að sofa Wink

Ætla því allra síst að tala um stjórnmál. Sérstaklega ef ég á að segja einhvað af viti LoL Þá held ég að það sé meira vit í því hvað ég borðaði í kvöld og það var Hamborgari með eggi og hvítlauksbrauð a la Gummi. Nammi namm. Heiða systir hans Gumma kom hérna til okkar. Var varla komin inn úr dyrunum þegar það var bankað og ég náttla hrökk við, það er sko saga til næsta bæjar ef ég fæ gesti. En Heiða borðaði með okkur og það var rosalega gaman. Alltaf gaman að breyta til.

Mig hlakkar svo mikið til helgarinnar. Fæ helgarfrí með Gumma núna. Gummi er búinn að vera að taka svo mikla aukavinnu að ég er eiginlega hætt að þekkja hann. Og svo talar hann ekki um annað en viðhaldið, mér er farið að líða stundum illa bara þegar hann er að segja mér frá vinnunni en þá er hann að sjálfsögðu að tala um einhvað viðhaldsteymi sem lagar vélarnar, eða hvort að það sé viðhaldsdagur hjá þeim...

Nenni ekki að ljúga meira í ykkur. Hafið það gott. Ummm góð lykt hérna núna Smile


Ég man...

Eftir því þegar ég var lítil eða svona gloppum hér og þar. Það er til alveg hellingur af videoum heima hjá Mömmu frá því að ég var lítil. Mikið í útlöndum og svona. Ég man daginn óljóst þegar ég kom heim og Pabbi var kominn með videokameruna. Þessi videokamera átti eftir að marka stór spor í lífi mínu og ég elska þessi myndbönd. Eitt er tekið úti í Florida þegar ég fór með Mömmu, Pabba og vinafólki þeirra, og vá hvað það var gaman. Pabbi var alveg óður með videokameruna og var liggur við allt sem við gerðum tekið upp. Eitt myndband er þegar ég var í baði og ég söng eins og ég veit ekki hvað. Ég var sko ekki að syngja lög úr leikskólanum nei ég var að syngja um daginn og veginn. Bara bull sko. Þennan hæfileika hef ég sko ekki í dag. Wink Svo er á þessu sama myndbandi ég í sundi ásamt tveimur stelpum sem töluðu ensku. Ég spjallaði alveg helling við þær og fannst ég skilja allt sem þær sögðu enda var svar mitt við öllu Yes. Það var held ég eina orðið sem ég kunni fyrir utan að ég held Coffe og Breakfast. Mamma leiðréttu mig ef ég fer með einhverja vitleysu.

Videokamerunu var líka hægt að nota í meira hún var hægt að nota sem vopn. Ég var í brjáluðu skapi inn í einhverr verslunarmiðstöð man ekki hvað það var sem ég vildi fá en það var einhvað og pabbi var náttla með videokameruna og tók myndband af prinsessunni sinni í brjáluðu skapi. Man eftir því sem mamma sagði við mig þá og ég var sko ekki sátt við það. Hún sagði að ef ég myndi ekki hættu þessu þá myndi hún sýna Rögnu Ömmu myndbandið þá kom ábyggilega einhver svipur á mig. ég meina hver vill láta Ömmu sýna sjá sig óþekka. Veit nú samt ekki hvort þetta hafði þau áhrif að ég hætti frekjunni eða hvað. LoL Mamma kannski svarar því.

En það var meira sem tekið var upp til dæmis ein jólin þegar ég var að lesa á pakkana og mig minnir að ég las það þannig að þeir voru allir til mín. Man svo eftir einni jólagjöf sem ég fékk frá Kalla bróður það var videospóla einhvað með Línu Langsokk var búin að horfa á hana mjög oft inn í Hagkaup. Wink Eigum líka til á myndbandi þegar ég og Ástþór vorum að prufa traktorinn hans Pabba ég hef ábyggilega verið í kringum 9- 10 ára og Ástþór hefur verið 2-3 ára og þegar ég er á traktórnum þá er hann að leiðbeina mér. Krakkinn ekki ennþá farinn að tala en hann er samt að kenna stóru frænku að keyra. En svo breyttist dæmið við, og í sumar fór ég með Ástþór í æfingarakstur.  Wink

En jæja þarf að fara að læra. En hafið það gott og vonandi verður þetta skemmtileg lesning fyrir ykkur InLove


þessi er góður

Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum.
Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.
Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað sjúkraþjálfarann að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar.
Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.
Sjúkraþjálfarinn sagði það ekki nema sjálfsagt.
Svona hóf hann tímann:
"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!" 


Alkólistinn ég...

Búin að drekka 3 bjóra. reyndar síðan í Desember eða einhvað. reyndar einn í sumar en þarf nokkuð að taka hann með? LoL Segi bara SKÁL við ykkur rugludalladósir Og já hættið að hlæja að mér Wink

Annars er lítið að frétta héðan. Ég vinn bara og vinn og Gummi líka en mesta erfiðis vinnan er hjá Lillu það er ákveða hvort hún eigi að kúra í sófanum eða rúminu ;)

Mig er búið að langa svo í Fisk eins og Pabbi minn heitinn bjó alltaf til í raspi með kartöflum og sítrónusafa, á fisk í frystinum kannski ég taki hann út og prófi. Kannski pabbi hjálpi mér. Veit ekkert hverju ég á að ljúga í ykkur er hafið það gott :)


Varð að setja þetta hérna inn.

SmileVar að tala við Sússu systir mína áðan og vorum að tala um lífið og tilveruna og hún kom með svo fallega setningu það er - enginn er svo vondur að hann hafi ekki einhvað gott í sér. Mér finnst þetta svo satt.

Annars er lítið að gerast hjá mér en samt nóg að gera væri alveg til í að geta klónað mig sólarhringurinn er ekki nógu langur fyrir mig. Og námið er orðið svo erfitt. Og því miður er ég orðin pínu lítið eftir á en ég reyni að vinna það upp eins vel og ég get. Reyni að gera einhvað um helgina. Annað en að láta lita á mér hárið. Talaði reyndar við Svövu áðan og við vorum báðar svo þreyttar að við ákváðum að lita hárið bara um helgina og reyna að kíkja á kaffihúsið og svona. Það verður fjör. Smile

Dagurinn í dag var mjög erfiður. Ég verð ábyggilega ekki lengi að sofna. Tek líka allt of mikið inn á mig í vinnunni. Það er ekki allt mér að kenna verð að fara að koma því inn í hausinn á mér. En nóg um vinnutal.

Davíð Oddson reitir víst bara af sér brandar í kreppunni en ég hef svo lítið vit á þessari kreppu. Veit ekkert hvað þessir stýrivextir eru veit bara að þeir hækka um helming en fatta það samt ekki því mér skildist að þeir væru í 12% en hækkuðu í 18% get ekki fengið 50% út úr því. Ef einhver fattar þetta megið þið alveg reyna að útskýra þetta fyrir mér. En jæja fer að segja þetta nóg í bili og ef þetta er ekki nóg lestrarefni handa ykkur - FÁIÐ YKKUR ÞÁ BÓK.

hehe Dóra draslið úr stiganum er ekki ennþá farið og maturinn er farinn að kólna hvenær kemur eiginglega??? Lady vally ertu bara hætt að stela hurðarhúnum?

Mamma hvernig gengur nýja eldavélin???? Hvað ertu búin að elda eina máltíð á henni??

Hafið það gott elskurna :)


Stormur á Austurlandi.

Mig langar að gráta núna var búin að skrifa helling en það datt allt út er búin að gefast upp í kvöld. Fáið kannski blogg á morgun ef þið eruð stillt. Hvort finnst ykkur flottara?

005Dökkt hár

Eða

Eftir klippingu Ljóst hár????


Vá ég hef bara ekki undan...

með til hamingju óskirnar hér koma 2 Smile

IMG_0974Vil óska Freydísi til hamingju með afmælið og Pálínu Hrönn til hamingju með daginn Wink

 

Annars er lítið að frétta héðan held stundum að ég eigi bara ekkert líf það er það sama alla daga eða svona nánast Cool Fór í dag í skírn hjá Pálínu Hrönn, ( fyrsta skipti sem ég fer í skírn í heimahúsi og þetta var allt rosalega fallegt. En Pálína Hrönn var einhvað með í maganum greyið og grét stanslaust í hálf tíma eða einhvað.

Eftir skírnina fórum við í Samkaup og svo heim að elda Bayoneskinku. Það reyndar vantaði svo mikið með henni. Við vorum bara með karöflur og rabbabarasultu vantaði sósu og baunir fyrir mig. Prumpa alltaf svo vel af þeim LoL Hehe en ætla að láta þetta gott heita í bili er í svo litlu bloggstuði. Over and out...


Til hamingju :)

IMG 0491Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag

Hann á afmæli hann Konni, Hann á afmæli í dag

Hann er 14 ára í dag, hann er 14 ára í dag

Hann er 14 ára hann konni... Til hamingu með daginn ástin mín :)

Nenni ekki að blogga núna...


Dúndrandi snilld :)

Þetta er í tilefni kreppunnar alltaf gott að hlæja smá  :)

 


Lærdómurinn

Þessi helgi fer í ritgerðarsmíði. Ég þarf að gera ritgerð úr norrænni goðafræði. Ég ákvað að gera ritgerðina um örlög Svanhildar en hún var tröðkuð niður af hestum. Ef þið vitið einhvað um hana þá meigið þið alveg setja það hérna inn.

Annars er allt gott að frétta héðan úr Borghól. Lífið gengur bara sinn vanagang. Allir sinna sínum verkefnum. Gummi stendur sig mjög vel í tröppusmíði og það vantar bara handriðið núna. Wink Og ég er alveg rosalega sátt með minn mann. Hann er að vinna núna, en eins og flestir ættu að vita þá er ég hætt að vinna um helgar og það er sko bara æðislegt. Ég og Lilla verðum því bara einar að dóla okkur hérna heima. Veit ekki alveg hvað ég á að segja ykkur. Ætla að segja ykkur svona fyndnar sögur af Lillu bara í staðinn, svona á meðan ég hugsa.

Þegar ég er úti að labba með Lillu þá vill hún alltaf stoppa hjá vinnufélaga mínum og nágranna hún er sko með 2 kisur og svo segir maður Lilla komdu og hún horfir alltaf á mig og það er eins og hún sé að hugsa - Hvað ætlaru ekki í heimsókn?? Wink

Lilla lá í sófanum um daginn og var svona hálfsofandi og ég var einhvað að syngja hérna og svo leit ég á hana og þá horfði hún á mig og það var eins og hún væri að hugsa - Þú ert alveg rammfölsk, en ég elska þig samt :)

Hún á það líka til að líta undan ef það er einhvað í sjónvarpinu og hún sér einhvern alþingismann sem hún er ekki sátt við.

Eitt enn en það er svona bara hugarangrar mínir. Þetta er í sambandi við það þegar fólk er að kveðja hvort annað þá á það til að koma með alveg sígildar setningar. Og ætla ég að setja þær hérna inn.

- Við heyrumst bara. ( Við hverju býstu manneskjan stendur við hliðin á þér )

- Við verðum svo bara í bandi ( Já, viltu binda mig núna eða )

Man ekki meira í augnablikinu en ef þið munið eftir meiru þá endilega skrifið það og munið að skilja eftir Fingra og fótaför :) Takk fyrir mig Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband