Færsluflokkur: Bloggar
25.1.2009 | 15:35
L E T I :(
Vá hvað ég er löt núna Var alveg geggjað dugleg í gær en ekki í dag.
Á Föstudaginn kom ég heim úr vinnu og eldaði pylsur, það er nú kannski ekki mikið að elda en Gummi var að fara að vinna svo að maður varð að hafa einhvað sem tekur innan við klukkutíma að elda. Svo fór Gummi að vinna klukkan 7 og ég var alveg geggjað þreytt eitthvað og var eiginlega bara í leti. Horfði á Útsvar og var í tölfunni en ákvað að fara bara snemma að sofa. Kláraði bókina um Önnu á Hesteyri og hún var alveg mjög góð sko.
Á laugardaginn fór ég framm úr um 10 leitið og lét í Þvottavél, vaskaði upp, skúraði alla efri hæðina og þvoði klósettið og vaskinn, fór svo í sturtu og svo í búðina og var búin að þessu öllu um 2 leitið. Fór þá í afmæli hjá Magnúsi Orra hann er orðinn 2 ára ( ótrúlegt hvað tíminn líður). Hann var alveg frábær fékk Pakka frá ömmu sinni opnaði hann það var bara mjúkt þannig að hann henti því frá sér leit upp á alla brosti og sagði svo MEIRA. Hahahhahaahhah Alveg frábær. Svo þegar hann fékk pakkana í hendurnar þá sagði hann bara JÓLAPAKKI Þessi börn eru bara æðisleg. Fékk far með Pálínu og Guðna foreldrum Garðars þar sem Gummi var að vinna og ég treysti mér ekki til að keyra sjálf. En við komum heim um 5 og þá var bara slakað á í smá tíma og farið svo að elda í þetta skiptið voru hamborgarar með eggi og beikoni. Rosalega gott. En ég var svo rosalega þreytt eftir afmælið að ég dottaði bara yfir fréttunum. Var svo í rosalegu leti stuði yfir spaugstofunni og söngvakeppninni. Ætlaði svo að hafa það bara rólegt um kvöldið en Lilla vildi fara að labba þannig að ég tók smá göngu með hana í grenjandi rigningu en eftir göngutúrinn vaknaði ég og fór að horfa á mynd sem heitir Collage Road Trip hún var alveg rosalega góð svo fór ég niður að sofa.
Í morgun vaknaði ég og byrjaði á því að laga aðeins til á borðunum en reyndi svo að fara að læra en bara var í engu stuði þannig að ég fór í tölvuna, hringdi svo í Mömmu og fór að brjóta saman þvott og ganga frá honum. Svo reyndi ég aftur við lærdóminn en varð að hvíla mig því ég var orðin svo þreytt á að skrifa. Og nú sit ég hér og ætla að fara að taka úr þvottavélinni, setja í hana aftur og lesa. Svo á að reyna við lærdóminn aftur :)
ps. Ég sagði mig úr Íslenskunni. Var ekki alveg að skilja hana þannig að þá verður maður bara að leggja ennþá meiri áherslu á Sálfræðina. En hafið það gott og ég skal reyna að blogga um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2009 | 16:14
Mér er svo kalt.
Vill einhver koma og hlýja mér
Annars er helgin búin að vera rosalega góð hjá mér. Gummi vaknaði um klukkan 7 eða einhvað á Laugardaginn og ég vaknaði um 9. Vorum svo bara að hangsa hér heima, ég gerði verkefni fyrir sálfræðina. Gerði verkefni um karl sem heitir Rousseau. Það er eitt alveg rosalega undarlegt með hann, hann eignaðist 5 börn en fannst hann ekki vera góður pabbi þannig að hann gaf öll börnin sín á munaðarleysingjahæli. En hann sá svo eftir því. En svo var hann að gefa út fræðirit um hans sýn á það hvernig á að ala upp börn. Þannig að hann var að segja öðru fólki hvernig á að ala börnin upp en gat ekki alið sín eigin börn upp.
En um 11 leitið ákváðum við að fara aðeins upp á Egilstaði og það var vel misskilin ferð. Við stoppuðum reyndar aðeins í Byko á Reyðarfirði þar verslaði Gummi einhvað smá en svo var haldið áleiðis til Egilstaða.
Um leið og við komum til Egilstaða var svengdin farin að segja til sín svo ákveðið var að stoppa aðeins í söluskála KHB. Þar fengum við alveg rosalega góðan mat. En þar kom fyrsti misskilningurinn upp. Við vorum nýbúin að kyngja síðasta bitanum þegar ég sé stelpu sem ég var að vinna með og ég svona heilsaði henni með HAUSNUM, en á sama tíma var verið að kalla upp næsta númer á matnum og Gummi hélt að ég væri að gefa konunni bendingu um að koma með hann á okkar borð.
Þegar við vorum orðin södd og ánægð þá var kíkt á Heiðu systir Gumma og þar fengum við kaffi og með því. Vorum þar í smá stund en ákváðum að kíkja á tengdó. Þegar við keyrðum þar að sáum við bílinn þeirra keyra í burtu en héldum að þetta væri bara Pabbi hans svo að við kíktum inn en þar komum við að tómum kofanum. Við ákváðum því að kíkja bara í Kaupfélagið og ég komst í FÖTIN en keypti samt ekki neitt. Þegar við vorum búin að versla hringdi Mamma hans Gumma og var að láta vita að þau væru komin heim þá fóru þau á mótmælafundinn og ég sagði - hva var hann svona stuttur. Þá sagði Gummi já hann var bara stuttur hjá þeim. Svo ég varð að stríða Gumma og sagði hei ekki láta mig fá martröð. Svo sagði ég við Gumma í fúlustu alvöru sko -Mamma var ennþá í rúminu en þá sagði hann - Ekki þú láta mig fá martröð og ég er ennþá að hlæja að þessu.
En svo kíktum við á tengdó og þar fengum við pönnukökur svo að ég svindlaði smá en ég borðaði bara 2 . Tengdamamma fór að skoða í bókahillurnar og þar fékk ég fullt af bókum að lesa meira að segja bókina um Önnu á Hesteyri. En ég fékk þær að láni með því skilyrði að láta skólabækurnar ganga fyrir . En svo ákváðum við að koma okkur heim. Kíktum reyndar aðeins á Garðar, Freydísi og Pálínu Hrönn og horfðum á spaugstofuna þar en svo var haldið heim að horfa á Söngvakeppnina. Svo horfði ég líka á Dantes peak og hún var náttla rosalega góð.
Í dag er bara búið að vera í leti. Ég reyndar er búin að þvo þvott og lesa aðeins í skólabókunum. En nú þarf ég að fara að hætta að blogga og fara í búðina. Er sko að prófa ofninn frá Kalla og Kollu núna á eftir. Ætlum að gera kjúkling. EN nóg er þetta í bili.
Hafið það gott dúllurnar mínar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.1.2009 | 19:12
Hér er sko allt á kafi í snjó :)
Já, þessi snjór. En förum í smá pollyönnu leik og hugsum um hvað hann birtir vel hjá okkur. Litla Dísin ég er komin í nám, veit ekki alveg hvaða vitleysa þetta er hjá mér. En kannski maður eigi eftir að standa sig bara í þessu, vonum það allavega. Ætlaði sko bara fyrst að taka Ísl 212 en ég fann bara ísl 603 og svo 203 og 212 á bakvið. Svo að ég skráði mig í það en ákvað svo að ég væri bara að gera vitleysu og skráði mig í Sál 103. ( Athugið ætlaði bara að taka eitt fag þessa önnina). En í morgun þá var ég skráð í bæði. Ég hringdi upp í skóla og þurfti þá bara að vera búin með ísl 203 til að ég mætti taka þennan áfanga, og hann er ég búin með þannig að ég lét hann bara vera inni og líka sálfræðin. Ojæja hefur maður nokkuð betra að gera við tímann?
Kreppan virðist vera farin að hafa áhrif á alla, hún er meira að segja komin í Samkaup, nú vinn ég frá 10- 18 í staðinn fyrir 09:00 til 18. En ég er ennþá til 7 á Fimmtudögum. Verð svo bara að vera duglegri að taka aukavinnu. En við Gummi björgumst alveg sko.
En jæja ætla að fara að athuga hvort ég eigi þessar skólabækur sem þarf að hafa. Og svo að brjóta saman þvott. Hafið það gott og njótið hvers dags því sami dagurinn kemur aldrei aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
10.1.2009 | 16:32
Ég ætla í átak.
Það er kannski betra að segja öllum það þannig að maður standi sig betur. Ég geri sko allt til að draumur minn rætist og ef það þýðir að ég þurfi að fara í aðhald þá er það bara alveg þess virði. Eina sem er að hrjá mig er að maður veit ekki hvað maður má éta. Kannski að það skipti ekki öllu máli hvað maður étur ef maður nær að taka út allt nammi og gos. Maður er bara svo þreyttur þegar maður er búinn að vinna um 6 eða 7 og þá nennir maður ekki alveg að fara að elda einhverja rosalega máltíð
Annars er allt gott að frétta héðan. Ég vaknaði reyndar soldið seint í morgun eða snúsaði til klukkan 11. Hefði bara átt að fara framm úr þegar ég vaknaði um klukkan 8 í morgun. Fór í smá göngutúr í morgun og ætlaði að hitta Svövu en hún var ekki hérna. Ég var búin að passa mig svo vel allan tímann á að detta ekki en svo þegar ég var að verða komin heim þá náttla datt ég og meiddi mig svoldið í hendinni og hnjánum. Vonandi fæ ég ekki mar samt. En þetta er í annað skiptið sem ég dett í þessari hálku. Fékk líka nóg í dag og keypti mér mannbrodda. Þannig að ég vona að ég verði örugg það sem eftir að af þessum vetri. Svo fór ég í Samkaup og ætla að kaupa kjúkling til að prófa grillið frá Kalla og Kollu en það var náttla ekki til. Prófa þá bara næstu helgi. Garðar og Freydís, ykkur er boðið í mat til mín og Gumma þá ef þið lesið þetta.
Annars er ég bara búin að vera í leti hérna heima. Er reyndar búin að þrífa aðeins inni í eldhúsi og þvo þvott. Alltaf nóg að gera í því.
En jæja ætla að segja þetta gott í bili. Endilega kommentið. Og ein snilldarsetning í lokin. Þið fitnið ekki af því sem þið borði milli Jóla og nýárs, þið fitnið af því sem þið borði milli nýárs og jóla.
Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.1.2009 | 22:08
Smá update.
Ætla að segja ykkur svoldið skrítið og fyndið. Fyrir nokkrum árum þá kunni ég númerin hjá nánast öllum sem ég þekki. Það þurfti bara að segja manni númerið einu sinni og þá var maður búinn að læra það en á þessari símaveröld þá er þetta ekki hægt lengur. Þurfti að gefa upp heimasímanúmerið MITT í dag og mér leið eins og aula þegar ég sagði - Bíddu, ég þarf að flétta því upp. ÉG GAT EKKI MUNAÐ MITT EIGIÐ HEIMASÍMANÚMER. Eins með afmælisdaga, læknatíma og allt saman, þetta fer allt í dagbókina í símanum. Eftir nokkur ár verður ábyggilega síminn farinn að pípa á hverjum morgni með þessum skilaboðum - Muna að mæta í vinnu. HHAHAHHAHAHHAHAH Já, segi eins og sagt er, -tíminn líður hratt á gervihnattaöld.
Annars er lítið að frétta héðan. Nú er lífið loksins að komast í sitt rétta horf, nú tekur bara heil vinnuvika við og þetta rétta helgarfrí sem er bara gott. Þó að það sé gott að vera í fríi þá er manneskjan sköpuð þannig að hún vill að allt gangi rétt fyrir sig, eftir rútínu bara. Var að vinna í dag frá 9 til 6 og það var mikið að gera fyrripartinn en seinni partinn varð ég mjög löt. Því miður, verð yfirleitt mjög löt eftir klukkan 4 þá er ég bara búin. Helgin var annars rosalega fín. Vorum eiginlega bara í leti. Það er víst gott líka.
Ég stend mig alltaf jafnvel í að brjóta leirtauið mitt Af hverju getur maður ekki brotið einhvað sem svona frekar má brotna? Nú síðustu daga er ég búin að brjóta konubjórglasið mitt frá Ömmu og svo kóka cola glasið þetta voru bæði stór og góð glös. En jæja er ekki bara verið að segja manni að fara að endurnýja????
Gummi kom mér vel á óvart þegar ég kom heim í dag. Hann var að LAGA TIL... Já, ég varð mjög hissa en þetta er bara gott dæmi um það hvað ég er dugleg að ala hann upp. Held svo líka að hann sé að spá í að fara að taka baðherbergið í gegn. Ohhh, hvað mig hlakkar til þegar það er búið. Ég elska hann Gumma minn. Betri mann held ég að sé ekki hægt að finna. Hann er one of a kind...
Á morgun er ég svo að vinna til 7 þannig að ég ætla ekki að lofa að blogga þá. Annars er ég að bíða eftir að klukkan verði 11 og þá get ég farið niður að lesa og svo að sofa. Góða nótt elsku bestu bloggvinir mínir. Og munið að skilja eftir einhverskonar far eins og sagt er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.1.2009 | 14:31
Úti er alltaf að snjóa.
Já, það má sko með sanni segja það því hér snjóar. En annars er alveg rosalega fallegt veður. mjög hlýtt og gott. Héðan úr Neskaupsstað er allt gott að frétta. Reyndar er Mamma farin og ég sakna hennar alveg óendanlega mikið en við tölum þó frítt við hvor aðra í gegnum símann . Segi bara takk síminn fyrir símavinina.
Vörutalningin gekk rosalega vel og dró ég Mömmu með mér og hún hafði alveg rosalega gaman að þessu held ég. Það var reyndar rosalega mikið til upp á hilllunum held ég en þetta gekk samt alveg þrusuvel. Gummi sótti okkur Mömmu svo um 6 leitið og þá var farið heim pissað, náð í Lillu og dótið hennar Mömmu og svo var leiðinni haldið til Egilstaða. Við vorum komin til Egilstaða um 7:30 og við sáum fram á að hafa tíma til að koma við á Subway og kaupa okkur að borða. Mamma fékk sér bræðing með kál... Glætan að ég fari að segja hér hvað við öll fengum okkur á bátinn Ég fékk reyndar óvart ostasósu. Bað ekki um hana en hún lét hana óvart á. Var ekki að gera neitt mál úr því enda var þetta alveg stórfínn bátur. En nóg um það. Vélin fór með hana móður mína í loftið um 20:30 og var mikill söknuður eftir henni. Það var reyndar vesen fyrir hana að komast frá flugvellinum og heim til sín en hún Sigga reddaði því og skaust eftir henni. Takk æðislega Sigga mín. Ég sagði við Mömmu að ég hefði sótt hana en ég hefði þurft að vera helvíti snögg. Að koma henni upp í vél á Egilstöðum og hafa svo klukkutíma til að keyra til Reykjavíkur að ná í hana. Haha.
Þegar gamlan var farin í loftið þá kíktum við til Tengdó. Þar var fullt hús af góðu fólki og var stoppað þar í smá stund. Svo var leiðininni haldið til Eskifjarðar og kíkt á Freydísi, Garðar og Pálínu Hrannar. Þar var stoppað í smá stund og svo var haldið á leiðarenda. Þegar heim var komið kíkti ég í tölvuna og fór svo að horfa á mynd með Gumma Matrix einhvað en þar sem ég var orðin svo þreytt þá ákvað ég að fara niður í bólið. Ég vaknaði svo ekki fyrr en klukkan 12 í dag og fór þá í sturtu og svo að laga til og nú er ég búin að vaska upp, svindlaði reyndar pínu og tróð því sem komst í uppvöskunarvélina, og lét svo í þvottavél. Og nú sit ég hér að tala við Stínu á msn, setja inn myndir á facebook og blogga. Að lokum ætla ég að setja inn eina rosalega fallaega mynd af Lillu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2008 | 20:20
Síðasta blogg ársins :)
Góða kvöldið!
Þessi dagur er búin að vera alveg æðislegur og á bara eftir að batna. Ég vaknaði í morgun um 10 leitið og var bara að væflast hér um með kaffibollann í hendinni. Svo klæddum við Mamma okkur upp og löbbuðum út í Olís og keyptum Lottó ætluðum sko að vinna í kvöld en ég var bara með 2 rétta og bónus og maður fær víst ekkert fyrir það en ég sagði við Mömmu að það yrði að vera 3 á miðanum en það var það náttla ekki bara 2 en ef ég hefði verið með þessa þrjá þá hefði ég unnið 630 kr. Alltaf er maður að tapa. En þegar við komum heim þá drógum við Gumma á fætur og keyptum flugelda. - Ég var búin að segja við Gumma að hann mætti kaupa fyrir 5000 kr en Nei við komum út 13.000 kr fátækari. En maður hefði ábyggilega bara eytt peningunum í einhverja ennþá meiri vitleysu. Við létum allavega gott af okkur leiða og styrktum Björgunarsveitina. Svo þegar heim var komið þá var bara farið í sturtu ( síðustu sturtu ársins) og það var alveg æðislegt. Svo sléttaði ég á mér hárið og gerði mig sæta. Svo tók ég Mömmu líka. Blés á henni hárið og slétti hún er alveg GULLFALLEG eins og alltaf.
En þar sem við vorum búin að ákveða að liggja yfir sjónvarpinu í dag þá horfðum við á nokkra þætti af Dagavaktinni. Enduðum þar sem Gugga ætlaði að fara að fá sér gott í kroppinn með Georg en hann sló hana í hausinn með pönnu. En verð bara að segja eitt að þetta eru alveg snildar þættir. Mæli alveg með þeim.
Auperin mín er búin að standa á haus við að elda í dag ég þurfti ekki að gera neitt nema leggja á borð og Gummi þurfti að skera kjötið. Og kjötið var svo gott vorum með Hamborgarahrygg frá Kea alveg rosalega góður en nú er maður bara alveg rosalega þyrstur
Svo í kvöld er planið að fara að horfa á Flugeldasýninguna og svo verður bara étið í kvöld. Er að búa til pláss fyrir 12 manna ístertuna mína. Svo ætlar Pálína Hrönn dóttir Garðars og Freydísar að lúlla hjá okkur í nótt. Garðar og Freydís ætla á einhvað djamm.
En jæja nú segi ég þetta gott í bili og vil ég þakka ykkur fyrir samfygldina á árinu sem er að líða og vona ég að við eigum eftir að eiga margar aðrar góðar stundir á komandi ári.
Áramótaheit ársins eru að koma mér í form og fitna svo aftur þar sem ég stefni á að vera komin með eitt lítið kríli eða að minnsta kosti að vera orðin ólétt á nýja árinu. Sjáum hvort ég nái þessu. En góða skemmtun í kvöld og hafið það gott.
Ætlaði að setja inn flugeldamynd en fann enga þannig að þið fáið bara fallegan himin í staðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.12.2008 | 23:34
Ekki í bloggstuði.
En ég hef enga afsökun fyrir því að blogga ekki, eða ég hef allavega ekki fundið hana enn. Látið mig vita ef þú sjáið hana á rölti einhversstaðar.
Netið kom inn í gær og það var sko rifist um tölvuna. Fyrir nokkrum árum þá vissi varla nokkur maður hvað tölva var en nú eru komnar 2 til 3 inn á hvert herbergi :)Var líka að rifja aðeins upp áðan með netið ég man þegar maður var bara með módem og þurfti að hringja inn og það var ekki hægt að nota heimasímann á meðan maður var tengdur. Vá hvað það er fljótt að breytast.
Annars er gamla kerlan komin til mín og það er sko bara yndislegt að hafa hana. Langar ekkert að hún fari. Fínt að hafa svona ( Au pair) sem passar Lillu, hjálpar til við að elda og þvær þvott. Þetta er bara yndislegt.
Það var alveg rosalega erfitt að vakna á Mánudagsmorguninn en maður lét sig hafa það. Þurfti meira að segja að fara í blóðprufu um morguninn en svo fór ég að vinna og var að vinna til klukkan 6 fór þá heim og át afganga. Gerðum Grýtu eitt kveldið og það var svo mikill afgangur að við borðuðum það í Kvöldmat, Ég í hádegimat og svo var það aftur í kvöldmat í gær en svo í dag gerðum við lambarif og það var svo rosalega gott. var sko að laga til í frystinum til að koma ískökunni fyrir. Við verðum bara 3 í mat ( 4 með Lillu á morgun) en ég keypti ísköku fyrir 12 manns Ja allur er varinn góður. Við gætum fjölgað okkur. En jæja nú er ég orðin svo þreytt að ég ætla að láta þetta gott heita í bili og fara að sofa.
En smá svona auka. Þann 28 Desember átti Ástþór Ingi frændi minn afmæli hann var 17 ára og er kominn með bílpróf. Innilega til hamingju Elsku Ástþór minn.
Því miður dömur hann er frátekinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2008 | 22:50
Gleðileg Jól.
Elsku vinir mínir. Nú er erfiðasti dagurinn á þessum jólum liðinn. Það er Aðfangadagur því þá var eitt ár síðan hann elskulegur pabbi minn dó. Ég vildi svo óska þess að ég fengi að hafa hann hjá mér. En ég reyndi að vera glöð og ánægð því ég veit að hann hafi viljað það.
Netið heima er úti þannig að ég vona að þið fyrirgefið bloggleysið hjá mér. Núna sit ég heima hjá Tengdó og blogga.
Jólin voru fín hjá mér. Var að vinna fram að hádegi á Aðfangadag og fór svo heim fékk mér kaffibolla og fór í jólabaðið og svo var gert allt tilbúið til að leggja af stað. Ég keyrði yfir á Reyðarfjörð að sækja Gumma og það gekk rosalega vel en ég var pínu smeyk að mæta bílum En það gekk þó og svo var haldið til Egilsstaða. Þar var góður matur á boðstólnum rjúpur og hamborgarahryggur alveg rosalega gott en ég smakkaði bara smá rjúpur. Svo var ís í eftirrétt og svo var farið í að opna gjafirnar. Það sem að við fengum var.
Frá Geira, Aseneth og Maríönu=Kaffikarfa og mynd af Maríönu.
Sússu og börnum= Glös svona safnglös sko
Mömmu. Ég fékk bók sem heitir hvernig á að baka brauð en Gummi fékk hellahandbókina.
Tengdó. Ég fékk bók með fullt af kjúklingaréttum og Gummi fékk Flotta sokka, útkall í eyjum bókina og man ekki meira í augbnablikinu
Þóra systir Gumma og co= Rosalega flott ljós
Bjössi bróðir Gumma og co= Kaffi og konfekt.
Annars ætla ég að láta þetta gott heita í bili. ps Ég náði uppeldisfræðinni með 8 en fékk bara 4 í Íslenskunni hefði þurft 4,5 til að ná en tek það bara aftur. En hafið það gott og vonandi njótið þið jólanna. Munið bara að ég er netlaus heima þannig að vonandi fyrirgefið þið þó að ég bloggi ekki strax.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.12.2008 | 09:42
Lent í suðri :)
Góðan daginn!
Þá er ég komin og á því búin neinei segi bara svona. Við lentum í gær um klukkan 13:30 og leiðinni var strax haldið í kringluna Að eyða peningum haha. Í kriglunni hittum við Sússu og Berglindi. Það var byrjað á því að éta og svo var skipt liði og fólk fór þangað sem því langaði og reynt var að klára að versla jólagjafir, en þar sem Gummi minn var orðinn vel þreyttur þá urðum við að fara fljótt heim. ( Hann var sko á næturvakt og ekkert búinn að sofa). En svo var skutlað Gummanum heim að sofa en ég og Mamma fórum heim til Geira, Aseneth og Maríönu já og Isabel náttla líka. Þar fengum við rosalega gott að borða það var grýta og hvítlauksbrauð. Maríana tók alveg ástfóstri við mér og var sko alveg til í að sýna mér dótið sitt og allt. En þegar við vorum búin hjá Geira þá var farið heim og náð í Gumma og svo var farið í kaffi til Stínu. Þegar við vorum búin að drekka Stínu út á gaddinn þá var farið heim að sofa. Planið fyrir daginn í dag er að versla og versla og versla Og matarboð og svo er farið í heimsóknir á morgun. En hafið það gott ætla að fara að telja peningana. Hahahahahhahahahahahahhahahaha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar