Færsluflokkur: Bloggar
21.12.2010 | 10:34
Jólin eru að koma...
Er ekki alveg að ná því að það séu bara 3 dagar til jóla. Þetta er svo langt í burtu eitthvað. Samt er maður nú alveg búinn að baka, skreyta og kaupa jólagjafir og pakka þeim inn. Maður var svo rólegur eitthvað yfir að senda pakkana en maður var alveg á síðasta snúning. Um jólin ætla ég samt bara að vera í rólegheitum og njóta jólanna í faðmi fjölskyldunnar :)
Ég veit aldrei hvað ég á að skrifa um er svo lokuð eitthvað þegar kemur að því að skrifa hérna inn þó að ég sé alltaf með fullt af hugmyndum áður en að ég sest niður við tölvuna.
En æta að setja hérna inn 2 myndir af Sigurbirni þannig að þið sjáið hvað hann er orðinn stór síðan hann fæddist :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2010 | 10:36
Fljúgandi fyrirsagnir
Í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa þá voru fyrirsagnirinar fljúgandi um heilann á mér, ég var með margar góðar hugmyndir og meira að segja bara nokkuð góðar. En eitthvað hefur þetta skolast til þegar ég fór á fætur því nú MAN ég bara ekki neitt.
Þetta þjóðfélag sem við búum í er alls ekki nógu gott. Mér verður illt í litla hjartanu mínu þegar ég hugsa til þess að hérna á þessu litla Íslandi skuli vera til fólk sem ég í engin hús að venda. Vildi að ég gæti boðið eitthverju fólki að búa hérna hjá mér bara. Mér finnst þetta alveg rosalegt á meðan hinn venjulegi íslendingur fer í Elko að reyna að ákveða hversu stóran flatskjá hann á að fá sér þá hefur heldur til stækkað raðirnar af fólki sem fer í mæðrastyrksnefnd og hvað þetta nú heitir til að ná sér í mat til að gefa börnunum sínum að borða. Á meðan lifa útrásarvíkingarnir góðu lífi með niðurfelldar skuldir eitthversstaðar í útlöndum með peningana sem þeir náðu að koma úr landinu. Vá, hvað ég verð reið að hugsa um þetta. Af hverju er hægt að fella niður margra milljóna króna skuldir hjá þessum glæponum en við hér sem eftir situm með kannski 14 milljóna króna skuld og það er bara sagt því miður þú skuldar ekki nógu mikið til að geta fengið hjálp. Ég er að vinna í búð og ef mér hefði dottið í hug að stela 5000 kr úr kassanum yrði ég ábyggilega send beint í steininn og myndi þar að auki missa vinnuna, ég held að málið sé að maður verði að stela nógu helvíti miklu til að sleppa með klapp á öxlina. Þetta er alveg hrikalega Ósanngjarnt.
Hér á Íslandi er ekki búandi í dag. Ég held að hér sé ekki hægt að lifa. Maður fer í búð og kaupir brauð, mjólk, klósettpappír og pasta og maður kemur út úr búðinni 5000 krónum fátækari, Hvar er sanngirnin? Allt hefur hækkað nema launin og nú vilja þeir fara að minnka barnabætur og hvað eina.
Mér finnst þetta hörmuleg tilhugsun að vera að bjóða barninu mínu upp á þetta. Sem betur fer er ég og kallinn í þeirri aðstöðu að ná að borga reikningana eins og er en það má ekkert út af bregða til að allt fari í vitleysu. En það eru ekki allir jafn heppnir og ég og það finnst mér hörmulegt.
En ég vil bara senda þeim sem eiga um sárt að binda knús get því miður ekki gert betur en það eins og er. Þetta er hörmulegt ástand og ég vil fá breytingar til hins góðs og það STRAX.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2010 | 22:04
Góða kveldið!
Jæja maður á eitthverja leynda ást við þessari bloggsíðu því hingað verður maður að koma inn einstaka sinnum, held að maður sé ekki tilbúinn að loka þessari síðu enda elska ég að lesa gamlar bloggfærslur, enda var ég svaka bloggari fyrir nokkrum mánuðum.
Ég veit nú samt ekkert hvað ég á að blogga um. Einhverjar hugmyndir?
Ég get nú samt alveg endalaust dáðst að yndislega fallega stráknum mínum honum Sigurbirni. Ég er bara ekki að trúa því að það sé að verða komið ár síðan hann fæddist. Finnst ég sko hafa komið í dekrið hjá Mömmu fyrir bara mánuði síðan til að unga út. Stundum vildi ég að ég gæti sett svona stopp á tímann. Það liggur við að maður sé farinn að undirbúa ferminguna.
Þarf aðeins að æfa mig á þessu bloggi. Ætla að fara að sofa fljótlega og hugsa um eitthvað að skrifa :) Það er að segja ef það les þetta eitthver :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 16:00
Já fínt já sæll
Veit ekki alveg af hverju ég er komin hérna inn aftur Ætli maður sakni ekki bloggsíðunnar sinnar svoldið mikið :) Svona innst inni allavega. Fólk er ábyggilega bara búið að gleyma þessari bloggsíðu og þá kemur enginn að kvitta, nema kannski Mamma og jú auðvitað hún Vallý mín :) Núna gerir maður ekkert nema vera á facebook þegar maður er í tölvunni.
Sigurbjörn Valur er með smá kvef. Hann er svo stíflaður í nefinu greyið en sem betur fer alveg hitalaus, en það sem hann er pirraður. Vá það er bara ekkert smá. Ég sjálf náði af einhverri ástæðu eiginlega ekki að sofa neitt í nótt og svo þarf maður að vera með Sigurbjörn aleinn og ósofinn. Enda tel ég mínuturnar þangað til karlinn kemur heim. En jæja ætla að reyna að leggja mig með honum í smá stund hafið það gott og endilega kvittið í þessa prufu. Gaman að prófa bloggið aftur :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2009 | 21:17
Að vera eða ekki vera
hahahahah ég er sko.
Núna er Mamma að horfa á So you think you can dance og ég er að horfa á með öðru auganu. Annars er ég að hugsa um að fara að vaska upp því það er alltaf til nóg af uppvaski á þessu heimili. Ákvað samt að koma með pínu lítið blogg bara svona rétt til að halda síðunni við :) Flugeldarnir eru greinilega byrjaði á fullu því maður heyrir alltaf sprengingar annað slagið hérna. Litli prinsinn minn fer í gipsskipti á morgun svo við þurfum að vakna snemma :) En jæja óhreinir diskar og glös eru að kalla á mig úr vaskinum. Hafið það gott kossar og knús :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2009 | 13:54
Jóla hvað?
Góðan daginn Hættu svo bara allir að blogga? Ég ákvað að reyna að byrja aftur, mér finnst svo gaman að glugga í gömul blogg frá mér þá sér maður hvað var helst á dagskrá hjá manni.
Jólin voru rosalega fín hjá okkur. Kalli og Kolla buðu mér Mömmu, Gumma og litla gumma í mat og það var rosalega góður matur fengum hamborgarahrygg og sósu og meðlæti og allt það og svo var konfekt ísterta í eftirrétt ohh hún er svo góð ég bíð spennt í heilt ár eftir að fá hana en núna ætla ég að kaupa svoleiðis fyrir áramótin líka :)
Í gær vorum við hérna að borða það var Mamma, Ég, Gummi og litli Gummi og náttúrulega Lilla líka borðuðum sko yfir okkur af hangikjöti. Mér leið hálfilla eftir matinn varð að leggjast bara inn í rúm að lesa.
Það er stundum svo erfitt að finna eitthvað að skrifa um en oft er það bara eitthvað sem fer í mann í þjóðfélaginu sem maður vill ræða og þá getur maður sett það hérna inn.
En jæja nenni þessu ekki lengur í bili, en þetta blogg er búið að taka langan tíma því litli vildi fá hreina bleiu og svo að borða. En jæja bara over and out :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2009 | 17:09
Smá blogg
Góðan daginn Nú er sko komið langt síðan ég bloggaði síðast :) Allt gengur vel hérna við erum bara heima hjá Mömmu á meðan það er verið að laga fæturnar á litla prinsinum mínum, það gengur alveg rosalega vel og það er sko komin mikil breyting frá fyrsta gifsi. Hann er búinn að fá 5 gips :)
Nú er sko orðið stutt til jóla, maður bara eiginlega trúir þessu ekki. Ég hef svona verið að spá hvað maður má fá á sig mörg aukakíló um jólin, vona bara að þau verði ekki of mörg en þetta er náttúrlega þannig að maður étur góðan mat og það alveg helling af honum, svo borðar maður konfekt og smákökur þannig að maður býst allavega ekki við því að grennast . Þetta árið er ég búin að baka sörur hef aldrei gert það áður og þær heppnuðust svona prýðilega vel en núna er ég að baka lakkrístoppa, hef sko aldrei náð að gera þá án þess að brenna þá. En jæja best að fara að huga að lakkrístoppunum svo þeir brenni ekki líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2009 | 17:21
Halló halló...
Er ekki kominn tími á eins og eina bloggfærslu :) það er alveg helling búið að gerast hjá mér síðustu vikur svo það er best að koma með smá blogg.
Eins og flestir vita þá er ég í fyrsta skipti að ná áramótaheitinu. En það var að í Desember 2009 þá ætlaði ég að vera nýbúin að eiga eða vera orðin ólétt. Og viti menn litla krílið er áætlað í heiminn 3 Nóvember. Og ég og Gummi erum svo ánægð.
Þarna er smá mynd af litla krílinu. Var komin sirka 12 vikur þegar þessi mynd var tekin.
Annað er það að það hrundi einn veggur í viðbyggingunni hjá okkur svo að við urðum að rífa gömlu og setja upp nýja. Þess vegna er ég búin að vera tölvulaus frekar lengi. Við urðum sko að flytja út úr húsinu þar sem klóakið brotnaði, vatnið var tekið af og svo var klósettið í viðbyggingunni. En þetta er orðið rosalega flott og erum við að vonast til að geta flutt inn sem fyrst.
Annars er maður bara búinn að vera í sumarfríi og Lilla mín nýtur þess alveg í botn að hafa okkur svona mikið heima. En jæja er að fá hausverk og nenni ekki að blogga meira núna. Hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.4.2009 | 09:29
Smá blogg í morgunsárið...
Góðan daginn bloggvinir mínir nær og fjær. Vonandi hafið þið það gott.
Ég er öll að hressast núna hafði meira að segja orku í að henda inn einni bloggfærslu. Og þá er nú mikið sagt. Annars er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að ég nenni sko ekki að segja frá því öllu sem á daga mína hefur drifið síðan þá. En ég held að þegar maður man varla lengur aðgangsorðið á sína eigin bloggsíðu þá er kominn tími á blogg.
Eins og er núna þá er ég bara að bíða eftir að fara að vinna. Verð þar til 6 og kem þá heim og fer að ?????? Veit það ekki sjálf. Kannski bara hanga í tölvunni og horfa á sjónvarpið.
Núna styttist í sumarfrí og mig er farið að hlakka svo geggjað mikið til. Ætla að koma suður og vera þar í smá tíma og svo kemur Gummi. Ég þarf líka að fara í 20 vikna sónarinn fyrir sunnan. Mig hlakkar bara svo til að fá krílið mitt í hendurnar en auvitað á maður að njóta meðgöngunnar líka. En jæja er að verða stopp á orðum þannig að ég blogga meira seinna :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2009 | 11:27
LLLLLEEEEETTTTTTIIIIIIII
Það lýsir mér vel síðustu daga. Er ekki að standa mig í þessu bloggi. Segjum bara að ég sé farin í frí frá bloggheimum í smá tíma.
Mamma fór á Mánudaginn og ég sakna hennar svo mikið. Langar að hafa hana lengur.
Ég geri ekki annað en að hugsa um mat svo núna langar mig svo mikið í samloku eins og Kolla kenndi mér að gera. Hún er þannig að maður tekur 2 brauðsneiðar, smyr þær með majonesi, set svo aromat á, svo skinku,ost, salatblað og Gúrku geggjað gott.
En jæja nú nenni ég ekki meiru Bæ í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar