18.2.2007 | 22:32
Já nú má sko skamma mig :)
Ég á það alveg fyllilega skilið ég man ekki einu sinni hvenær ég bloggaði síðast
En ég hef afsökun er búin að vera að vinna á fullu og bara vera glöð lifi bara hvern dag fyrir sig. En það sem er að frétta af mér er voða lega lítið Thelma Lind átti afmæli 14 Febrúar og Gummi líka en ég átti engan pening til að gefa honum gjöf en hann fær hana í næsta mánuði ætli maður kaupi ekki bara prentara í Bt sem skannar, prentar og ljósritar.
Mamma beib og Begga beib komu í heimsókn síðustu helgi og það var bara mjög gaman. Mömmu fannst svo fallegt hérna að hún vildi ekki fara heim
En núna um helgina fórum við Gummi á smá rúnt og ég keyrði miðjusiðja soldið ýkt dugleg en svo fórum við bara heim. Og í dag var ég að vinna en í gær fóru Gummi og Garðar einhvað út og ég var náttla heima en nenni ekki að blogga meira ætla að fara að horfa á dexter. Over and out
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2007 | 11:24
Góðan daginn :)
Jæja ætli það sé nú kominn tími á blogg. Ég veit að ég hef ekki verið dugleg að blogga síðustu daga enda hefur verið alveg nóg að gera hjá mér er búin að vera að vinna allan daginn í sirka eina viku. En í morgun er ég búin að vera mjög dugleg að þrífa, Er búin að setja í þvottavél og svo er ég búin að skúra eldhúsgólfið já og vaska upp nenni ábyggilega ekki að gera meira af þessu núna enda er ég að fara að vinna á eftir eða frá 12 til 18 sem verður bara cool.
Í gær kíktum við Gummi á Breiðdalsvík á tvíburana og það var bara gaman fékk að máta bæði börnin og ég held að þau hafi farið mér bara nokkuð vel set kannski myndir inn á eftir eða á morgun. Annars hef ég ekkert skemmtilegt að segja í bili þannig að ég bið bara að heilsa BLESS
Hér er ég að máta litlu stelpuna fer hún mér ekki bara nokkuð vel :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 11:31
Jæja þá!
Ég skal blogga Hjá mér er bara búin að vera brjáluð vinna síðan ég kom heim. Reyndar kom Magga til okkar á Sunnudagskvöldið og það var alveg rosalega gaman. Páll Helgi kom að sjálfsögðu með okkur til mikillar gleði því hann er svo mikið KRÚTT
En svo fórum við til Þeirra á Þriðjudaginn og það var líka mjög gaman maður verður að vera duglegur að fara einhvað annað líka má ekki hanga heima bara.
En Gummi fór illa með mig í gær. Hann var búinn að vera að steikja hamborgara og svo vantaði mig disk og ég segi -hva, til hvers ertu að fá þér kellingu ef þú getur ekki hugsað um hana? Og hann stakk svo roslega upp í mig og ég varð orðlaus því hann svaraði bara til baka- Til hvers ert þú að fá þér kall sem getur ekki hugsað um þig??
Já svona er þetta. En ég sé ekkert framundan á næstunni nema VINNA þannig að ég skal samt reyna að blogga einhvað líka. En nú er þetta nóg í bili. Hafið það gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2007 | 11:20
Minningarblogg um Jón Ægisson
Hann elsku Jón minn fór úr þessum heimi þann 3 Janúar 2007 og Ætla ég að gera smá minningarblogg fyrir hann þið sem skoðið þetta megið kveikja á kerti fyrir hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2006 | 22:20
Síðasta blogg ársins :)
Góða kvöldið!
Nú er langt síðan ég bloggaði síðast og helling búið að gerast síðan þá
Ég er búin að fara suður og til danmerkur og svo aftur suður að halda upp á jólin og svo núna sit ég inn í stofu hjá tengdó og blogga síðasta blogg ársins.
En nú ætla ég að segja ykkur aðeins af kaupmannahöfn, þann 14 desember var ég að vinna til 18:00 og fór beint eftir það upp á Egilstaði tengdamamma var búin að elda hana okkur mjög góðan mat og svo var haldið upp á Flugstöð og lent var í Rvk klukkan 22:00 og þá var haldið suður í Keflavík og kíkt á hana Stínu eða ég og Mamma fórum þangað Vorum komin heim um 00:00 þannig að flestir hefðu haldið að það væri farið í að sofa en Nei ekki ég og Gummi ég var svo spennt að ég held að ég hafi sofnað klukkan 03:00 og vaknað klukkan 04:00 þannig að ekki var mikið sofið þá nótt.
15 Desember: Hittum Óla og Svövu konu hans upp á flugvelli klukkan 05:00 og svo var haldið í gegnum fríhöfnina og svo var farið í loftið klukkan 07:00. Það var lent í Kaupmannahöfn um hádegi á dösnkum tíma og þar var gengið hratt í gegnum flugstöðina og haldið upp á hótelið svo var haldið í verslunarleiðangur í Fields. Við reyndar byrjuðum á því að borða saman og svo skiptum við liði og fórum að versla. En ekki höfðum við orku í mikinn verslunarleiðangur þannig að það var haldið snemma á hótelið en við komumst nú ekki klakklaust þaðan, Sko það var þannig að við fórum í lest og hurðirnar á henni lokast svo hratt þannig að hver manneskja var bara að hugsa um að koma sér inn í lestina svo var ég komin inn og leit út þá var hurðin lokuð og Gummi var fyrir utan
Um kvöldið lagði ég mig svo smá stund og svo var haldið í tívólíið, Óli píndi mig og Gumma í eitt tæki og ég varð bara veik eftir það Það snérist svo hratt. En það var samt margt skoðað og sollis þannig að þetta var allt í lagi
16 Desember: Gummi fór á einhvern fund og ég svaf morgunmatinn af mér þannig að þegar Gummi kom þá var bara haldið af stað á Strikið og mér leið alveg afskaplega vel að komast í Hm og keypti flestar jólagjfirnar þar svo var sjóvið um kvöldið og þar var alveg rosalega gaman :)
17 Desember: Vaknaði um hádegi og fór að versla svo fórum við upp á flugvöll og þá var komið að heimleiðinni :)
En nú nenni ég ekki að blogga meira í bili segi meira frá þessu seinna og set inn myndir.
En gleðilegt nýtt ár og hafið það gott á nýju ári
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2006 | 11:12
Á þessum tíma eftir
Nákvæmlega eina viku þá verð ég að spóka mig á strikinu í kaupmannahöfn Ætla að reyna að versla allar jólagjafir úti. Ji hvað mér hlakkar til
Annars er mjög lítið að frétta af mér það er alltaf bara þetta sama vinna, sofa, og borða. Ekki beint spennandi líf en það er samt gaman að þessu. Ég og Gummi reynum alltaf að gera einhvað skemmtilegt um helgar eins og að fara á egilstaði og sollis
Ég á að mæta til læknis á miðvikudaginn og það verður gaman að vita hvað kemur úr því. Ég skrifa ábyggilega um það hvað verður þá.
Ég er búin að baka 2 sortir af kökum eða kornflextoppa og lakkrístoppa en það er enginn til að borða þá því ég fæ aldrei neina gesti
En þar sem er mikið búið að vera að spyrja hvað mig langar í í jólagjöf þá ætla ég bara að setja smá jólagjafalista hér inn :)
Mig langar í:
Íslensku spádómsbókina og spilin, svo ætlar mamma að kaupa handa mér þarna kaffispádómadæmis þannig að ég fæ það pottþétt :) Svo langar mig í föt og skartgripi, geisladiska eða góða dvd mynd, og svo fyrir heimilið þá langar mig í svona dæmi þar sem maður setur epli eða einhvað í og úr kemur eplasafi veit ekkert hvað það heitir ;) En jæja nú ætla ég að hætta þessu röflu bless bless og gangið hægt inn um gleðinnar dyr
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2006 | 18:48
Jei talvan er komin :)
Loksins er talvan komin aftur hún var í viðgerð.
En þið eruð nú ekki búin að missa af miklu þó ég hafi ekki bloggað því það er akkúrat ekkert búið að vera að gera hjá mér :(
En á Föstudagskvöldið fórum við upp á Egilstaði og vorum þar yfir nótt, fórum í Bónus og sollis og svo á Laugardagskvöldið fórum við á jólahlaðborð í egilsbúð. Svo var ég að vinna á Sunnudeginum og slapp sem betur fer við þynnku
En svo í morgun átti ég að mæta til læknis en svaf yfir mig ég þoli ekki þegar það gerist.
En veit nú ekkert hvað ég á að segja meira en ég var að fatta að það eru bara sirka 10 dagar þangað til ég fer til köben á jólahlaðborð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2006 | 22:24
Hvað veistu um mig?
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean: 8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik/ur?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú kerya með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2006 | 19:58
Okey Magga mín ég skal
Blogga
Veit samt ekki alveg hvað ég á að blogga um. Ég fór í blóðprufuna og það varð að stinga 3 sinnum gekk einhvað erfiðlega að finna æðina En ég fæ ábyggilega að vita úr henni fljótlega. Annars er ég búin að vera að vinna mikið síðustu viku, vegna veðurs hafa vörurnar ekki verið að koma þannig að ég hef verið að vinna auka Var á fimmtudaginn frá 9 til 6 var svo á Föstudaginn frá 1 til 9 og svo í dag frá klukkan 10:30 til 13:30. Svo er ég að vinna á morgun frá klukkan 12 til 18. Sem verður bara fínt alltaf gaman að hafa nóg að gera.
En allavega erum við búin að koma jólavörunum fyrir sem er viss léttir En þegar ég var búin að vinna í dag þá fór ég og lagðist upp í rúm vegna þess að Gummi var enn sofandi ( hann var að vinna í nótt) Ætlaði bara aðeins að kúra hjá ástinni minni en þetta smá kúr varð til þess að ég vaknaði ekki fyrr en um 18:30. Varð pínu fúl því dagurinn er búinn bara.
En jæja eigum við ekki að segja þetta gott í bili ætla að fara að fikta í síðunni setja inn nýjar myndir og sollis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2006 | 22:08
Til hamingju með daginn
Elsku Pabbi minn :)
Í dag er pabbi 60 ára bara orðinn alveg hundgamall hehe En við systkynin splæstum í heimabíó handa honum hann varð víst ýkt ánægður kallinn
Svo borðuðu þau öll saman í kvöld Nema ég og Geiri því við erum á Austurlandinu
Í öllum snjónum.
En af mér er ekkert að frétta. Ég fór til læknis í morgun og á að fara í blóðprufu á morgun er ekkert sérstaklega spennt en ég á svo góðan kall að hann fór í Apótekið fyrir mig og keypti deyfiplástur þannig að ég á ekkert að finna fyrir þessu
En jæja ætla að fara út og taka myndir eða einhvað fer að setja myndir á síðuna fljótlega.
Elska ykkur öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Desember 2010
- Október 2010
- Mars 2010
- Desember 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Nota bene
www.mbl.is
Aðal fréttavefurinn
www.barnaland.is
Hér er aðal fjörið
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1213
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar